Gamlárspartý!

….af bestu gerð! Við sálgæslu hunda í sprengjuóðum heimi ;). Þetta er búinn að vera hinn ágætasti dagur – var hálf lasin en kaffisopi hressti mig nú við  og svoldið af magatöflum!

Við elduðum frábæra humarsúpu og fylltar kalkúnabringur – alveg frábær matur! Ragnheiður var með okkur – rólegt og gott. Hún fór síðan yfir til Ingvars að njóta skoteldanna á því heimili – sem eru víst allnokkrir!

Jólin hafa verið alveg yndislegt – Aðalsteinn, Halldóra og Herdís voru hér með okkur fram á þriðja dag jóla – en annars höfum við haft það rólegt og gert mest lítið! Ég hef lítið hreyft  mig – en étið heilmikið! Og hugsað um lífsstílinn minn og smávægilega endurhæfingu sem ég þarf að taka þátt í varðandi þann hluta! Þetta liggur alveg ljóst fyrir um þessar mundir – svo er bara spurning hvað verður þegar muna þarf eftir ákvörðununum! En ég hlakka bara til áskorananna – og ég hlakka svakalega til þess að vinna að mastersverkefninu sem ég veit ekki alveg enn hvert á að vera! En ég er komin með  leiðbeinanda, ég er komin með leyfi fyrir 30 eininga verkefni og ég veit að ég þarf að vera komin með áætlun í annarri viku þessa ágæta árs! Þannig að vonandi kemur eitthvað frámunalega gáfulegt yfir mig í nótt! Ég held ég sé samt alveg ákveðin í að gera starfendarannsókn – spennandi.

Nánar um markmið 2012 innan tíðar!

Síðustu (kíló)metrarnir

Jæja nú er það svo að það er vika í lokaskil á tveimur verkefnum hjá mér – ég vonast til þess að geta klárað annað núna um helgina, en ég er svo mikið jólanörd að ég á svoldið erfitt með þetta – ég þarf að vera að öllum stundum, það er bara þannig – og á því ekkert að þvælast um í jóladótinu ;).

En þetta á allt eftir að ganga! Ég þarf að fara í jarðaför á morgun

Úff

Svaka erfitt að vera ekki á fésbókinni!

En ég ætla að prófa svoldið lengur 🙂 


“Piglet sidled up to Pooh from behind. „Pooh?“ he whispered.

„Yes, Piglet?“

„Nothing,“ said Piglet, taking Pooh’s hand.

„I just wanted to be sure of you.”

― A.A. Milne, Winnie-the-Pooh

Fésbókin hvíld

Úff það er svakaerfitt að geta ekki þvælst um á fésinu og verða bara að læra og læra og læra 🙂 Þetta er merkileg tilraun.
En hér koma mögulegir fésbókarstatusar 🙂

9:00 Nú fer iljarsinafellið og iljarfellbólgan í próf í dag – Baldur rokkar
10:00 Næg eru verkefnin, er ekki rétt að hefjast handa?
12:00 Vó hvað ég er búin að vera dugleg – nú er allt að ske í lyklun sem öðru!
15:00 Úpsi púps eiginlega er ég í svolitlum vandræðum… 2000 orð komin en þurfa að vera 4000 hmmmm vantar svoldið mikið upp á þetta þykir mér!
17:15 Ég er ekki að grínast! Verkefnið er að verða búið um leiðsagnarkennarann! Oh yeah

Inga amma

Það er svo mikið um að vera! Nú er konan bara að fara að baka pönnsur fyrir skírn barnabarnsins – afar merkilegt! Og ég skal meira að segja það að ég er ekki með litað hár heldur bara grátt í vöngum…

Ja hérna hér…. og ekki nóg með það heldur er ég nokkurn veginn á pari í mataræðinu – en það eru ennþá brot í hegðuninni – þarf að laga það!

Og svo þarf ég alveg svakalega mikið að læra olé úff púll…

Hvernig gengur svo?


  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Lítið verslað – en þó aðeins
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Ekki súpa en t.d. fiskréttir og herbalife 2x á dag
  • Matseðla
  • bara í huganum – en þeir eru þar!
  • Matardagbók
  • Ekki að skrifa 
  • Þrif – tímasetning
  • er á réttri leið….
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
      • Afar áríðandi að komast í þetta
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
      • er að þvo en vantar að brjóta meira saman og ganga frá 
  • Nám
  • Er viku á eftir vegna blessaðs barnsins en hef skipulagt mig vel í dag

  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
      • Misst af mörgum tímum en ætla að reyna að komast klukkan 6 næst
    • sund
      • Fór í dag og synti í 40 mínútur – mjög dugleg
    • ganga 
    • blak
      • Hvíldi mig á því í 10 daga.
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
        • Langar að segja mig úr öllu.
    • heimsóknir
      • Ekki svo galið
    • Bútasaumur
      • Er að föndra eitt verkefnið – bara gaman
    • Hef misst 1,5 kg amk á tveimur vikum. Mér líður mjög vel í skrokknum. 

    Góður dagur

    Það er mikilvægt að njóta þess sem vel er gert. Og í dag hef ég gert vel. Ég fór í rope yoga – og talaði við Eygló eftir tímann og naut þess mjög. Ég ætla að fá hana með mér í lið. Ég er ekki að gefast upp- fullt af góðum hlutum í gangi.

    Ég hef ekki verið betri skrokknum í áraraðir. Ég skrifa matardagbók, ég fer í íþróttir og ég sef vel.

    …og ég hef verið dugleg að drekka vatn í dag!

    Og ekki nóg með það – ég fór til Bjarkar í dag í heimsókn og betri verða nú ekki gerðirnar en það!

    Ég finn að ég er að ná tökum á ný

    Markmið

    Svona er markmiðslistinn – rétt að líta á hvernig gengur lið fyrir lið.

    Nú er barnabarnið komið og því fylgdi ákveðið rask en lítum á!



  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Matseðla
  • Ekkert farin að gera stundaskrá
  • Matardagbók
  • Skrifaði um helgina – og aftur í dag (ekki á sunnudag og mánudag)
  • Þrif – tímasetning
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
        • Þoði svakalega mikið um helgina og þurrkaði – á eftir að ganga frá.
  • Nám
  • Lítið gert í því en þó aðeins – fékk frest á lestrardagbók sem þarf að klárast sem fyrst og er byrjuð á Ferilmöppunni.
  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
    • sund
    • ganga 
      • Fór að ganga á laugardag og sunnudag. – Mjög gott
    • blak
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
        • Langar að segja mig úr öllu.
    • heimsóknir
        • Ætla að fara í heimsókn á morgun 🙂 og var fyrir norðan 🙂
    • Bútasaumur
    Og núna er ég að borða grænmeti og vínber – hef staðið mig nokkuð vel í dag -en samt nokkuð af nachos. 

    Og nú fer ég að læra og stússast.