Hið daglega líf

hva

Það er merkilegt með veröldina – hviss bang helgin bara búin og hún sem bauð upp á svo marga klukkutíma til ýmissa verka nýttist ekki til neins annars en þess að vera einfaldlega til. Já finnast það ágætt 😉

Í sundi í gær var ég næstum drukknuð en ég ákvað að fara í sund frekar en ganga vegna veðurs. Ég held að niðurstaðan hefði orðið sú sama í hvoru tilfelli fyrir sig – ég hefði nærri drukknað á hvorn veginn sem var. Flúði inn vegna ágjafar og hljóp í innilauginni til þess að ná brennslunni fyrir þann daginn. Komst að því í morgun að það er ekki átakalaust fyrir vöðvana í fótunum að hlaupa í vatni. Var mjöööööööööööööög þreytt í þeim og hreint að drepast á köflum. Lá því lengi morgun í rúminu – hafði kannski eitthvað með Blushið sem ég og Dísa drukkum í gærkveld. Allt saman mjög skemmtilegt. Hringdi í hinn og þennan og sendi afgangnum sms held ég svei mér þá ;-). Jamm Blush er gott.

Í dag fór ég svo í styrk og varð áskrifandi í ræktinni – mæ god hefðuð þið trúað því? Ekki ég aldrei. Áskrifandi í líkamsræktarstöð. Sigh… Nú þar sem ég er ,,hætt“ í nuddi þá er þetta áreiðanlega hagkvæmast. Kaloríureikningur var hins vegar ekki sérlega hagstæður í dag. Það var saman hvað ég remdist og djöflaðist aldrei fór púlsinn upp – þetta hefur eitthvað með þessi helv.. lyf að gera. þarf að fara að mæla þennan blóðþrýsting – vil heldur vera með minn eigin púls en einhvern frá einhverju atanólóli. Í febrúar fyrir ári síðan var púlsinn hjá mér um 90, í sumar var hann 65 og nú er hann 48 og þá er ég ekki að tala um hvíldarpúls heldur bara svona læknisheimsóknar púls ;-). Hjartað mitt þarf því að dæla helmingi sjaldnar í dag en fyrir ári síðan. Það er nú dágóður sparnaður á vöðvahreyfingum. Vonandi endist það betur fyrir vikið.

En sem sagt mjög lélegur dagur í ræktinni en ég reyndi mitt besta. Fór svo í massíve þrif sem skiluðu nánast engu í dag nema 300 hitaeiningum ;-). Mældi að gamni. Meðalpúls í nettum þrifum og tiltekt er 72. Fór svo í pottinn og reyndi að ná þreytunni úr kroppnum. Hef svo setið síðan með mína hælspora (góð síða um kvikindið!)að ibba sig, staulast um og hugsa enn, er þetta þess virði að djöflast svona – já er þetta nokkuð vit?


Svarið er enn já og áskriftin gott dæmi um það!
En engu að síður – dj… er ég að verða þreytt á þessum sporum, eymslum hér og þar og því öllu saman. En það var svo sem ekki af engu sem þessu var líkt við ferð á Olympíuleikana hér um árið – þessu líkamsræktarferðalagi mínu. En ég er ekki að væla – bara að kvarta ;-), því ég held áfram og hef gaman af. Svo bara verður maður að hvíla sig ef ekki vill betur. Já og kaupa sér nýjan kælipoka – sá sem ég átti er einhvern veginn algjörlega horfinn! Ég held að frystikistan hafi étið hann!!!!

Ég vild að ég væri stuttorður og hnitmiðaður penni en það er víst alveg tómt mál að tala um…

Nú skal gefið í

Eftir sms nótt, spjall og leynivinahjal – já og göngu heim úr partýinu (afþakkaði meira að segja far sem mér var boðið Páli til mikillar armæðu og undrunar, hryggðar og kuldahrolls) þá er komið að því að fara að gera eitthvað á þessu heimilaði.

Komin í svitagallann og nú skal gefið í. Ekkert væl, ekkert þunglyndi ekkert djö… kílótal – Það sagði við mig maður í gær að ég liti stórvel út og það væri sko greinilegt að æfingarnar skiluðu mér miklu og ég ætla bara að hugsa um það – enda myndi hann aldrei hafa sagt það nema meina það – og finnast það.

Meira um leynivininn síðar – en það var mjög óvænt skal ég segja ykkur!

Taka til taka til – nota síðustu stundir Páls heima fram að jólum.

Húsfreyjustörf

Og húsfreyjuskór! Þarf að fara að taka til svo Dísa og Hildur kafni ekki í einhverju sérkennilegum efnum og dóti hér. Úff púff. Ef ég væri gella þá myndi ég vera í svona skóm þegar ég ryksugaði upp hundahárin – tíhíhí.
Var í nuddi – dásamlega viðbjóðslegt. Held samt að ég myndi ekki vilja vera nuddari og nudda mig…
Held ekki… sem er náttúrulega ákveðið áfall í sjálfu sér…
Er nú samt áreiðanlega að verða betri í kálfunum þó enn sé það næstum ólýsanlega vont að láta nudda þá og ég bara hlýt að fara að verða góð í herðunum… Ætli hr. nuddari sé ekki bara að nudda þær til að halda mér góðri. Fæ nefnilega aðskilnaðarkvíða ef ég fæ minnsta pata af því að ég geti ekki verið í ,,nuddi“ það sem eftir er ævinnar hið minnsta! Sigh
Fór að labba í morgun, hjólaði í vinnuna og í Styrk – og lengdi ferðina þangað svo hún tæki nú svona eins og 15 mín. Annars er þetta hjólarí svo stutt og ómerkilegt að ég held ég hætti að nefna það nema um lengri ferðir sé að ræða. Maður svona spyr sig hvort þetta hafi eitthvað að segja. Að vísu var dagurinn í dag strembnari en undanfarið þar sem það var svo mikið rok á móti og þá reynir maður meira á sig -enda svitnaði ég heilmikið í göngunni og hjólinu að ég vildi óska að það væru sturtur í Sunnulæk. En þær koma nú bráðum. Ef ég þá… uss ekki orð um það meir.
Nú jæja – nú er ég búin að bíða klst af mér í tiltekt – spurning hvort spenningurinn og stressið jafni það út og ég fari að gera eitthvað hér í þessu litla húsi mínu. Það er ekki eins og þetta sé óvinnandi vegur – öðru nær.
En jæja ætla að hökta af stað helaum í hægri öxlinni eftir nuddarann – en ég á eftir að segja ykkur eitt: Í fyrsta sinn í háa herrans tíð – og ég er að tala um kannski svona eins og 20 ár þá finn ég stundum vellíðunartilfinningu í kálfunum – jamm þeir hafa löngum verið í hassi blessaðir. Eins og kannski fleiri líkamspartar.
Kveðja húsmóðirin Ingveldur sem langar þó miklu frekar að vera merkilegur rithöfundur í skáldahúsi í suður France. Jummmm

Meira blogg

´…ég meina ég komst ekkert á netið í gær – og verð að bæta mér það upp :-). Svoldið ljótur og kerlingalegur skór – sem passar vel því ég er komin í kerlingahópinn. Sigh… Gömul og grá, og ekki við hæfi ungra barna sem rétt hafa lokið námi á háskólastigi.

Ég var að horfa á mig í spegli og það er sama hvað ég gái – ég sé engan mun á mér nú og fyrir 10 árum – skil ekki að þessi ár hafi bæst við. Svo tók ég nú eftir að ég er með svona þarna og svoldið af lausri húð þarna og eitthvað er þetta nú orðið hrukkulegt þarna í kringum augun og svona en ég er nú eiginlega viss um að þetta var allt þarna í gær – og jafnvel fyrir 10 árum líka ;-). Ég sko held ég verði aldrei gömul þó árin rúlli – þau geta bara gert það – en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því held ég. Þarf bara að verða heimsfræg bráðum. Langar það svo mikið. Ja svona svoldið fræg – kannski ekki heimsfræg… af góðu kunn ;-).

Ég gat lagað þvottavélina – í henni var panni sem virtist valda henni miklum vandræðum – þurfti að nota tvo hnífa, krafta og útsjónarsemi til þess að fjarlægja kvikindið en það hafðist. Vonandi lætur hún sér þetta vel líka og þvær eins og sú sem hún er það sem eftir er – eða amk enn um sinn.

Nú… búin að taka svoldið til og losa mig við mjög mikið af hundahárum. Það var svei mér sniðugt hjá mér. Svoldið af ryki er komið í fljótandi form líka – en ég á nú ýmislegt eftir samt. En engu að síður er þetta bara fínt hjá mér.