Er komið vor?

Ja amk í augnablikinu þó það hafi ekki verið vorlegt í morgun!

Ég massaði Styrk – sem ég er með áskrift í – munið þið ;-).

Var í 20 mín alls á stigvélinni 2×10 mín.

Ég tók 15 – 12 – 10 í Smith – í fyrsta skipti ever. Mest getað 12-10-8 ojá rassinn á mér er svolítið þungur en lærin eru farin að ráða við hann 😉

Palli kemur heim á föstudaginn!

Ég er að fara að elda.

Ásta fór í ræktina í dag – til hamingju með það ÁSTA! Hún á Polla junior

Ég hef ekki borðað neina vitleysu í dag og stefni á að láta það vera í dag.

Ég stefni á að borða ekki neitt eftir 8 í kvöld nema þá í besta falli grænmeti!

Ég stefni á að vera 400 gr léttari á föstudaginn en ég er núna og hana nú er það orðið opinbert og ég get illa svikið það!

Ég bara verð að fara að breyta tölunni á vigtinni eitthvað smá;-)

En munið – ég er ánægð með að léttast um 20 kg á ári. Það er bara mín leið.

Hæstánægð.

Og ég er hætt í nuddi – fór ekki í dag og ekki á föstudaginn – jamm.

Alveg þangað til næst híhí.

Í þessu bloggi eru allnokkur markmið – tókuð þið eftir því!?!

Hva bara tveir dagar liðnir

Svona líður nú tíminn hratt á Þunguvöllum.

Síðasta dýfa stóð í einhverjar vikur – tvo mánuði kannski. Hún svona rjátlaðist af mér og mér finnst ég bara vera nýfarin að skynja litina í veröldinni á ný. Og þá kemur önnur. Og allt er þetta náttúrulega mjög aumingjalegt (takið eftir hvaða orð ég nota – vinsælasta orðið í síðustu dýfu). Þetta er ekki einu sinni almennilegt þunglyndi. Bara blues sem ég þoli ekki nema hæfilega vel.

Fór á vigtina í dag – var tveimur kílóum þyngri en ég var fyrir hálfum mánuði – það var nú alveg til að toppa liðanina. Enda í skemmtilegum takt við aumingjabraginn á mér. Ég veit ekkert hvaðan þessi kíló koma. Verð bara að skrifa dagbók og taka almennilega í lurginn á mér hvað mataræðið varðar. Kannski er þetta bara líka að breyta um æfingar – ég hef tekið eftir að það hefur alltaf smá áhrif. Kannski er þetta bara áfengið sem ég neytti um síðustu helgi. Þessi kíló eru ekki einu sinni stóra málið – veit alveg hvað þarf að gera til að losa mig við þau. Þau taka heldur ekki frá mér að ég er búin að brenna 3300 hitaeiningum þessa viku og brenndi 5400 í síðustu viku. Þau taka heldur ekki frá mér að ég fer alltaf í ræktina, gönguna, sundleikfimina og hvað þetta heitir allt – alls 7 skipti á viku. Það á ég bara og kalla mig samt aumingja. Svona getur þetta verið.

Geri bara eins og Sáli sagði – fylgist með ástandinu – kortlegg það og reyni svo að bregðast við eftir mætti. En það má víst ekki streitast á móti heldur vinna með þessum fjára. Ég get skilið það. (get samt eiginlega ekki skilið þessi 2 kg en skítt með það).

Það er matarboð á vegum skólans í kvöld. Ég get ekki hugsað mér að fara – og ég get ekki hugsað mér að fara ekki.

En stundum er maður bara ekki upplagður.

Og mér finnst hræðilegt að fara bara einu sinni í nudd á viku – þó mér finnist í sjálfu sér ekki svo hræðilegt að þurfa bara að fara einu sinni :-).

Sigh sigh sigh

Stundum verð ég svolítið þreytt á mér!

Fór Á Vigtina

áðan. Sem er svo sem í lagi nema ég var búin að ákveða að gera það ekki. Rökin voru þau að þá yrði ég ekki eins stressuð á föstudaginn – en ég held að raunveruleg ástæða sé almennt ístöðuleysi og forheimska.

Ég sem sagt stefni að því að fara ekki á vigtina oftar en á tveggja vikna fresti – gengur ekki sérlega vel í augnablikinu.

en það er þá bara að bæta úr því ha hu hummm!

Margt í mörgu

Sko ég elska samt Óla Stefáns -eða kannski einmitt vegna þess!

Ekki orð meira um handbolta.

Ég er ekki nógu dugleg í mataræðinu. Ég er hins vegar mjög duglega í hreyfingunni þó ég sé ekki eins yfirnáttúrulega dugleg og í sumar og haust en það á nú sér sína eðlilegu skýringu. Ég er í mjög erfiðri vinnu sem tekur út á mér.

Ég þoli ekki að ég sé að borða of margar hitaeiningar!

Af ofansögðu má sjá að ég steig á vigtina í gær! Það eru alltaf mjög slæmir dagar sem fylgja í kjölfarið. Það er alveg sama hvernig mér gengur mér finnst mér aldrei ganga nógu vel. Og þá skiptir engu máli að ég sé með hælspora dauðans og háls sem ber ekki uppi höfuðið. Set það ekki í nokkurt samhengi. Ef ég væri ekki að hreyfa mig svona mikið þá væri ég að þyngjast hugsa ég! Og samt þykist ég vera í einhverju aðhaldi – ja eða ekki…

Er líklega ekki í neinu aðhaldi því ég borða bara næstum það sem mér sýnist!

Ég bjó mér til matardagbók um daginn – sem náði yfir um 10 daga held ég. Þegar ég byrjaði að skrifa í hana ætlaði ég bara að skrifa niður allt það sem ég borðaði en ekki vera að breyta neinu til að fegra hana. Svo átti að hefja gáfulegt át með nýrri bók. Nú er komið að því.

Ekki í dag samt og ekki í gær- fuss og svei! Á morgun fer ég í Bónus og versla gáfulega inn og verð eins og manneskja í febrúar – reyni að taka þetta með trukki.

Baldur var svo sem ekki svo óánægður með bókarskrifið – finnst reyndar að hann hefði átt að vera óánægðari – held hann sé með aumingjagæsku í garð mín! Enda er ég svo sem ekki í neinum firna góðum gír.

Háls og herðar stífari en um langa hríð. Ég fékk nálar í gær og ég á alltaf góðan dag í kjölfarið. En þær virka svo sem ekki mikið lengur en það. En ég svaf fyrir vikið algjörlega dásamlega í nótt með smá hjálp lyfja að auki :-).

Ég fór svo í fínan göngutúr í Þrastarskóg í morgun og brenndi næstum 600 kal – fín ganga það. Sökk og rann og skautaði og því reyndi vel á kálfana. Hælsporinn bara þokkalegur. Við eigum eftir þrjú skipti í nálameðferðinni varðandi hann.

Baldur vill ég hætti að synda og sjái til hvort hálsinn lagist.

Ég fer þá í sundleikfimi, oftar í salinn (veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma eða orku í það – sundið er nefnilega miklu meira slakandi en helv… salurinn).

Mér finnst ægilegt að hætta að synda. Það er svo gott að fara um kvöldmatarleytið… en það er kannski bara hreinlega ekki gáfulegt…

Ég svo sem hætti því í sumar þegar ég fékk í hálsinn og lagaðist en ég var ekki í sundi í haust þegar ég fékk í hálsinn síðast -en það er kannski ekki til að bæta ástandið.

En ég átti góðan dag í gær – fínan fram að þessu í dag.

Nú fer ég að hvíla mig og kannski get ég lært á morgun. Það væri frábært.

Það væri bara frábært ef mér gæti liðið svolítið betur punktur!

Og svo er ég búin að læra á ownzone hjá Polla. Polli er hins vegar með leiðindi við mig og skilur ekki að brennslupúlsinn minn er frá 96 eða svo – hann er með rugluna varðandi það og ég verð að reyna að koma vitinu fyrir hann.

annars vill hann stundum að ég sé á moderate hjartslætti en ég er alltaf í light að hans mati. Það er eiginlega þar sem okkur greinir á. En ætli mér takist ekki að gera hann meðvirkan eins og alla!

Æ mig auma

Ég bý á rútustöð finnst mér stundum. Litli einverupúkinn Ingveldur er stundum alveg uppgefin á þessu mannlífi öllu sem er í kringum hana ;-). Núna er Páll að hlusta á útvarpið – fréttir og vill meina það að ég hafi áhuga á þeim líka og hefur útvarpið því af elsku sinni hátt stillt. Fúsi er kominn til að heimsækja Aðalstein og Jobbi og Ragnheiður eru hér að kærustuparast! Allt á fullu sem sagt – Sigh.

Ég var að koma úr nálum í hælinn – ekki nærri nærri eins vont og síðast þó löppin sé nú öll í steik þannig lagað skoho og hálsinn ekki betri en það er nú allt í lagi. Verður ekki betra að sinni vænti ég. Vinnan var allavega þolanleg í dag og það er alltaf bót í máli.

Ég fór ekki í sundleikfimi í morgun – fannst ég ekki geta það og svo var líka smá misskilningur með bílinn þannig að þó ég hefði viljað hefði ég ekki komist í tæka tíð – en líklega var þetta mest aumingjaskapur og leti. Baldri – sem er nú eiginlega alveg hættur að sinna mér (ja nema í dag þá var hann svolítið að rífast- mest til að halda sér í formi held ég frekar en mér ;-)), finnst eindregið að ég eigi að fara í sundleikfimina. Æ mér leiðist svo bara þetta kraðak og mannmergð – sigh. Verð líklega að troða mér á einhvern góðan stað því þó það fari að birta og allt mögulegt þá get ég ekki gengið eins og er útaf hálsinum og ekki get ég nema hæfilega verið í Styrk eins og ég er í hálsinum.

VÁ ÞVÍLÍKT væl. Auj barasta. En að leggja þetta á eina litla bloggsíðu.

En sem sagt. það eru til 97 sentimetrum minna af Ingveldi en fyrir ári síðan og ég er akkúrat einu kg. léttari en ég var fyrir tveimur vikum og þá var ég 700 gr þyngri en fyrir jól – sem ég ákvað að væri innan skekkjumarka varðandi það að þyngjast 🙂 – er það ekki bara rétt skilgreining?

Ég er ótrúlega uppgefin, ótrúlega illa upplögð en ótrúlega uppistandandi. Hælspori og hálsverkir venjast bara furðu vel – já eða þannig. Mig langar bara mest í sund upp á hvern dag en ég held ég láti það vera að sinni. Rúmið heillar ótrúlega satt að segja!

Mælingar

Það var með semingi sem Palli minn samþykkti að mæla horfna sentimetra á frúnni enda fóru síðustu mælingar í nóvember ekki sérlega vel fram! Reyndar gekk svo mikið á að hvorki Bjartur né Páll hafa almennilega borið sitt barr síðan. Og málbandið var rétt að koma í leitirnar nú um daginn! Það voru sem sagt farnir eitthvað færri sentimetrar þá en frúin vildi.

Páll samþykkti þó með semingi að mæla en einungis með því skilyrði að vera með hjálm og auða útgönguleið úr stofunni. Ég gekk að öllum skilyrðum og hét mér og honum því að vera ósköp blíð og góð. Hann setti nú Bjart út engu að síður enda engin vörn til handa honum önnur en útveggirnir!

Frá því í ágúst hef ég misst samtals 28 sentimetra og um 18 síðan í nóvember.

Þetta er svolítið merkilegt því frá nóvember og til dagsins í dag hef ég sáralítið – ef nokkuð lést en frá ágúst og fram í nóvember léttist ég allnokkuð og töluvert meira en ekki neitt.

Þetta sýnir mér rétt eina ferðina að ég verð að vera róleg, þolinmóð og skynsöm. Ég er greinilega enn að byggja upp líkamann og fá mér svolítið af vöðvum fyrir svo utan það að þetta virðist bara ganga svona -upp og niður – stopp. Langa stoppið nú frá því í nóvember er þó ekki kyrrstaða því ég hef glatað þessum sentimetrum út til efnisheimsins.

Nú snýst allt um það að vera sæmilega sátt, sallaróleg og halda ótrauð áfram. Nú birtir óðum, hlýir dagar framunda og ég hlýt að komast í styrk tvisvar sinnum í næstu viku nú eða ég bæti mér það upp með svona líka svakalegri sundferð eins og í gær – kannski verð ég tilbúin að leggja 40 mín að baki í sundi og þá er ég að brenna eins og á hjóli og ógeðstækinu á sama tíma. Svona á góðum degi :-).

Ég vaknaði sæmileg í hálsinum í gær og í dag – ekki verkjalaus en ekki með þessa rosalegu lömunartilfinningu og harðræðistilfinningu í aftan í hnakkanum og niður í bakið. Ég er hins vegar strax farin að þreytast núna en það er skref fram á við að opna augun öðruvísi en ég haldi að ég sé í gapastokknum.

En sem sagt Bjartur og Páll komust vel frá mælingunum og una nú sáttir við sitt. Svo ekki sé minnst á konuna sem hefur misst 97 sentimetra all frá því í lok apríl þegar hún byrjaði að léttast.

Posted by Picasa

Mont

Sko stundum þarf maður að pakka í vörn og verjast árás s.s. eins og pínu þunglyndis og jóla – og þá ekki síður áramóta og janúars!

Nú það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki þyngst frá því fyrir jól og þar til nú nema ef ég skyldi telja með 200 grömm eða svo sem ég ætla ekki að gera!

Ég er rosa ánægð með það. Ég er svo sem ekkert himinlifandi með árangurinn í haust – það hefur lítið farið af kílóum síðan í október en ég ætla samt að vera ánægð að hafa náð því markmiði mínu að hanga á fengnum hlut yfir hátíðirnar.

Í dag brenndi ég 550 kal í sundi! Persónulegt met skal ég segja þér! Enda fékk ég bikar frá Polar vini mínum!
Í dag hef ég borðað tvær skyrdollur, banana, epli, kjúklingasalt, 400 gr grænmeti og fisk með smjörklípu. Ég hef líka drukkið rúman lítra af vatni.
Í dag fór ég í langþráð nudd og fékk bylgjur á hælinn. Er að vísu algjörlega ógöngufær eftir þær en af fenginni reynslu þá veit ég að þær hjálpa.
Í dag fór ég í toppsport og sá ekki Helgu Dögg og ég áttaði mig ekki neitt á neinu! Þeir verða nú að vinna svolítið meira í þessu svo ég fái einhvern botn í þetta. Finnst þetta allt mjög þröngt og sérkennilegt verð ég að segja.

Á morgun ætla ég að drekka meira af vatni og fara í sund.
Á morgun ætla ég að borða 600 gr af grænmeti!

Á miðvikudag ætla ég að byrja í sundleikfimi hjá Betu. Ég er í eitthvað svo miklu sundstuði.
Hún byrjar korter fyrir sjö og er búin hálf átta – sem þýðir að ég kem út í skóla sprikluð og fín og fæ mér eitthvað að borða þar :-).

Verkefnið Lífsstílsbreyting Ingveldar

Baldur er stundum að reyna að koma vitinu fyrir mig – alltaf jafnvel og reynir að finna ýmis rök og líkingar máli sínu til stuðnings. Stundum er Ingveldur alveg mát í upphafi tafls og því þarf hann að byrja á því að raða mönnunum upp fyrir hana á ný. Það gerir hann stundum með líkingunni við barn sem er að læra að ganga. En á betri dögum vísar hann til maraþonhlauparans sem þarf að hafa ákveðna áætlun til að hlaupa eftir – ákveðin markmið til skemmri og lengri tíma – það er ekki byrjað á því að demba sér til New York og hlaupa hjá þeim Björk og Grími!

Í mörg horn að líta

Eftir því sem hefur liðið á haustið hefur mér orðið það betur og betur ljóst að þetta verkefni mitt – lífsstílsbreytingin, er ekkert sérlega auðvelt. Það er í sjálfu sér ekki erfitt að mæta í ræktina, einblína á að léttast og það allt saman – ég hef gert það – en það sem er erfitt er að halda út, missa ekki sjónar á því hvert skal haldið – vera viss um að maður vilji ná þangað. Mesta erfiðið er að breyta lífsmynstri sínu frá a til ö from now until eternity. Það er ekki bara mataræðið, heimilislífið, áhugamálin, lífssýnin – heldur það sem mér reynist kannski hve erfiðast – viðhorfið til vinnunnar. Þar þarf meira en lítið að ganga á, áður en ég næ lendingu. Ef maður er ófullnægður á einu sviði smitast það yfir á önnur svið. Maður getur sett upp augnhlífar eins og dráttarklárarnir einblínt á þyngdina, æfingarnar og saltað allt hitt en það kemur þá bara í hausinn á mér seinna. Það er bara ein leið til að gera þetta – og það er með því að taka á öllum hliðum mínum og þær eru margar, margbreytilegar og snúnar sumar hverjar. Kannski eins og hjá okkur flestum. Mesta kúnstin er þó að ætla sér ekki að gera það allt á sama tíma – og á sem skemmstum tíma!

Líkt er Ingveldi og íþróttamanni á leið á ÓL
The Mind Makes a Champion

Nú síðast þegar við Baldur spjölluðum þá var hann mér alveg sammála um það að verkefnið Lífsstílsbreyting Ingveldar væri vissulega erfitt – tröllaukið. Það var ákveðin fróun í sjálfu sér að fá staðfestingu á því fannst mér. Það væri ekki bara minn vesaldómur sem héldi því fram. Af því tilefni benti hann mér á að þetta væri eins og íþróttamaður ákveddi að fara á ÓL. Og mér fannst það nógu merkilega viðlíking til að hugnast hún vel ;-). Lífsstilbreytingin verður mín vegferð til Olympíu.

Það þarf að taka þátt í mörgum mótum, ná mörgum áföngum, þjálfa líkama og kannski ekki síður huga áður en settu marki er náð. Það eina sem truflar mig við þessa líkingu er að líklega hefur íþróttamaður sem ætlar sér stóra hluti traustari undirstöðu fyrir sinni ákvörðun en ég varðandi lífsstílsbreytinguna– ja að því gefnu að hann eigi eitthvað erindi á mótið – geti eitthvað í sinni grein en sé ekki eins og hvert annað nutcase!

Mér finnst ég bara hafa verið ferlega klár að hafa ekkert gert í mínum málum á skalanum almennilega fyrr – ekki eins klár að hafa látið hlutina þróast eins og þeir gerðu á bilinu 15 – 30 en um það er oft seint að fást núna. Ég hefði ekki komist úr sporunum ein – þetta er ekki eins manns verk það er alveg klárt og ekki heldur einhver hugdetta sem manni finnst eins og gæti verið sniðugt að framkvæma! Á einhvern undarlegan hátt hefur mér ekki dottið í hug fram að þessu að snúa ferlinu við, fara úr kyrrstöðu fíkilsins yfir á heilbrigða helminginn. Fyrir vikið er ég þó ekki með 100 skipsbrot á bakinu og veit blessunarlega lítið hvað bíður mín – annars gæti nú hörmungarhyggjan náð yfirhöndinni af enn meiri krafti en fyrir er! Ég hef sem sagt ekki skýra mynd af því að mistakast þetta verkefni í huganum – engin fyrirframgefin úrslit byggð á biturri reynslu.

Grunnurinn skiptir máli

En aftur að grunninum sem ég nefndi áður. Minn grunnur andlega er ekkert sérlega sterkur held ég ef við lítum til þess sem ég þarf að horfast í augu við. Lengi vel hef ég lítið leitt hugann að ókostum mínum og brestum. Hef haldið áfram á því sem ég hef talið mínar sterkar hliðar- falið hitt í algleymi þess sem þykist ekkert vilja af þeim vita nema þegar myrkirð sækir að. Þegar birtir er aftur horft fram á veginn og brestirnir víkja fyrir hinu sem ég get gert. Það þykir orðið nokkuð ljóst að ég er fíkill – það verður víst enginn svona feitur eins og ég nema hann sé fíkill. Mér finnst að vísu ekkert fínt að vera fíkill – myndi gjarnan vilja sleppa við þann stimpil en ég skal alveg venja mig við hann – tækla málin útfrá því. Er ég þá ekki komin með eina afsökunina enn? Ah mér er nú ekki sjálfrátt og því ætla ég bara að fá mér svolítið nammi og ,,njóta“ lífsins? Ég tek því svo bara af þolinmæði og umburðarlyndi og geri eitthvað í því þegar ég er í betra standi til að berjast við fíknina? Fíklum er jú oft á tíðum ekki sjálfrátt!

Ekki er nóg með að ég sé fíkill heldur er ég óþolinmóð og óvægin. Ég skal alveg kaupa það að ég sé óþolinmóð og flumbra. Ég t.d. sleit í sundur jólaseríu í fyrrakvöld bara af því mér hugkvæmdist ekki að athuga afhverju hún væri föst – heldur væri ráðið bara að toga fastar. Meira vinnur vit en strit hjá hinum þolinmóðu trúi ég en mér. En ég held ekki óþolinmæðin stjórni lífi mínu, og hún er líka ákveðinn drifkraftur. Og hún er hluti af persónuleika mínum og ég vil helst ekkert breytast mikið í grunninn heldur vera færari um að takast á við sjálfa mig – og þá þarf víst þessa margfrægu þolinmæði og títtnefnt umburðarlyndi.

Glíman núna er sem sagt að finna þennan meðalveg í umburðarlyndinu. Ég held mér sé ekki hollt sérlega mikið umburðarlyndi. En ég má heldur ekki skjóta mig í tánna í hvert eitt sinn sem mér verða á mistök en einhvern veginn finnst mér þau vera óleyfileg hvað mig varða – í sumu að minnsta kosti.

Ofan á allt annað er ég móðursjúk – sem mér finnst nú kannski verst af þessu öllu því það vil ég síst af öllu vera. Sáli reyndi þó að útskýra fyrir mér að þessi móðursýki fælist í næmni fyrir umhverfi mínu og slík en ekki almennri hysteríu – og mér finnst það nú ekki vera neitt ljótt eða slæmt, nema náttúrulega þegar maður verður fyrir slæmum áhrifum vegna þessa. Ég tel hins vegar að þessi næmni sem ég hef – og ég hef mikið af henni það skal viðurkennast, geri mig að góðum kennara en hún getur líka verið slítandi. Og svo nemur maður ekki alltaf allt rétt. Það er náttúrulega ekki gott – þá verður maður kannski svolítið móðursjúkur!

Ég efast um að íþróttamaður sem ætlar sér í fremstu röð hafi þessi ósköp öll, – nema þau séu þá hluti af styrk hans og þori – hann hafi lært að nýta sér skrattakollana sína sér til framdráttar og það er það sem mig langar að gera. Þess vegna fór ég til sálfræðings og þess vegna tel ég mig hafa fullt erindi þangað.

En ég hef líka kosti sem hjálpa: Ég get séð skondnu hliðarnar á málunum, ég er úrræðagóð, ég horfi á heildina, ég hef kroppinn í verkefnið, ég hef líka keppnisskap þó ég vilji helst ekki viðurkenna það og kunni lítið með það að fara! Ég get hrundið ótrúlegustu verkefnum af stað og það sem meira er ég get fylgt þeim eftir (ef ekki áður þá héðan í frá ;-)). Ég er dugleg!

Meðganga lífsstílsbreytingarinnar

Það eru komnir 9 mánuðir – heil meðganga síðan ég fór fyrst í salinn. Það telst ekki langur tími af mannsævinni og það er ekki langur tími í samanburði við þann tíma sem ég eyddi utan ræktarinnar.

Mér finnst þetta samt vera langur tími – og mér finnst eins og mér hafi átt að miða lengra en raun ber vitni. Ég sit hér og hef ekkert hreyft mig í síðustu viku – hvorki gengið úti, farið í salinn, né synt. Ét sælgæti núna – þó skammturinn hafi átt að vera etinn í gær og það sem verra er mér finnst eins og ég standi frammi fyrir þeim valkosti að halda áfram að éta nammi og hætta að hreyfa mig. Mér finnst það raunverulegur möguleiki að hætta að leggja þetta á mig – það sé hreinlega ekki framkvæmanlegt að gera þetta hvort sem er og því sé það í boði að halda áfram fyrri háttum, vinna, reyna að bæta mataræðið og hreyfa mig á sumrin.
Ég veit samt alveg hvað ég vel – ég vel að hreyfa mig og halda áfram að róa með í átt að bættri heilsu en afhverju er ég að sökkva? Og hvenær hefst ferðin upp á yfirborðið?

Ætti ég að hafa farið vigtina – mér finnst eins og hún veiti ákveðið aðhald og ekki veitir mér af aðhaldinu? Eða á ég að hugsa um að ná mér á flot og ekki vera að lemja á mér fyrir það sem ég veit að er ekki í lagi – einbeita mér að því að laga það og sækja svo fram og hafa þá vigtina með mér í sókninni frekar en að hafa hana sem andstæðing eins og staðan er óneitanlega núna?

Mér finnst hver dagur sem ég léttist ekki, hver vika sem ég stend mig ekki vera nagli í líkistuna – sönnun þess að ég geti þetta ekki. Sé ekki fær um að breyta mínum háttum. Sé aumingi. Ég horfi til þess að ég ætti að vera orðin 24 kílóum léttari 1. apríl 2007 en ég var 1. apríl 2006. Hvað ef ég verð það ekki? Þá hef ég fullkominn stimpil á rassinum sem á stendur auli!

En um leið og ég skrifa þetta þá kannski finnst mér nú kannski að ég nái þessu… 2 kg á mánuði og það eru kannski farin 15 – 20 kg þá kannski á ég möguleika. Þegar ég set dæmið svona upp…
Kannski bara get ég þetta? Kannski er ég bara fær um að gera eitthvað í mínum málum eftir allt saman! Kannski gengur þetta bara svona – niðursveifla og íhugun, sókn og dirfska.

Nú stend ég bara frammi fyrir því hvort ég fer í Styrk á eftir eður ei á eftir. Eða nei – ég stend ekki frammi fyrir því. Ég stend frammi fyrir því að ég fer í Styrk á eftir. (Fór ekki þar sem ég sofnaði fram á lyklaborðið eða því sem næst. Annað stendur óbreytt – óhaggað. Fyrri einbeitni verður tekin upp!)Næsta vika bíður með hreyfingu og vonandigóðri líðan. Vonandi fær Bjartur að njóta góðs af því – hann er búinn að vera í hálfgerðri einangrun því enginn labbar með hann ef ég geri það ekki. Ef ég næ ekki að hreyfa mig eins og hér segir hafa markmiðin verið of mörg. Markmið þar næstu viku gætu verið önnur bæði með tilliti til þess hvernig gengur að ná þessum en þó ekki síður breyttar aðstæður, jólafrí og það allt saman.

Markmið

Sem sagt markmið næstu viku:
Sofa – sem hefur vel að merkja gengið vel síðustu 3 nætur eða svo þó ég vakni ótrúlega oft sérstaklega fyrri partinn.
Slaka á í vinnunni – Róm var ekki byggð á einum degi
Huga vel að mataræði – muna 1 nammidag!
Svona ætla ég að hreyfa mig því ég ætla að vera dugleg næstu viku – ekkert múður.
Sunnudagur – Styrkur
Mánudagur – morgunbrennsla – helst ganga með Bjart.
Þriðjudagur – spinning
Miðvikudagur – morgunbrennsla og/eða
Fimmtudagur – morgunbrennsla

Föstudagur – salur

Ok ok nokkuð fyrirsjáanlegt kast en samt…

Er að fá nett fitt hérna!

Skyldi það vera vigtin sem ég steig á og var sú hin sama vigt bara með tóman skæting! Hugsi hugsi hugs – gerði ég eitthvað vitlaust í þessari viku ha hu hummmm! (gæti það verið???)
Hef líklega borðað í minnsta lagi – og eitthvað var síðasta helgi sérkennileg en annað ekki – ég fer sko ekki ofan af því! Kannski miðvikudagskvöldið samt…. hummm

Nú…
Hvað hef ég verið að hreyfa mig? Sunnudagur- fínn, ekkert á mánudag – var jú svo syfjuð eftir Mýrina sjáiði til – um morguninn, þriðjudagur brennsla um morguninn og hinn margrómaði spinningtími, nú svo var ég náttúrulega svo þreytt að ég gat ekki gert neitt á miðvikudegi ja nema labba til Dísu og til baka , í gær fór ég í brennslu og í dag – bramm ekki neitt! Og föstudagarnir eru sko skotheldu og bestu og flottustu dagarnir mínir sem ég hef ALDREI klikkað á.
Sem sagt ekki góð vika í hryeyfingu en maturinn ekki svoooooooooooooo slæmur en ég verð að bæta mig!
Dj.. ég þarf alltaf að vera að bæta mig – hundleiðinlegt helv..

en þá er nú svei mér gott að vita að það er gott að léttast hægt því lífstíllinn þarf að breytast með ha hu humm- sá er nú að breytast mar en bara aldrei alveg nóg ha hu hummm!!!!!!

Best að éta nammi og vín og osta og mat þangað til mig langar að æla og vera svo eins og manneskja það sem eftir er vikunnar.
En hvort hefur nú betur – afskanirnar góðu í næstu viku eða líkamsræktin? Er það raunveruleg spurning? Ég veit að mataræðið bíður lægri hlut – og svo kemur Palli heim í kjölfarið og þá er hin ultimate afsökun komin til að geta ekki gert neitt. Það er svo flókið lífið þegar hann er heima sjáið þið til!

God hvað ég á langt í land með að taka mig í gegn þannig að það skili einhverju!

Slagurinn sem sagt – slagurinn!

Af hálsi og letilífi – varúð væl pistill mikill

Ég átti alveg arfa slaka nótt eftir ágætan gærdag. Ég fór í Styrk og stóð mig bara vel og svo í nudd. En í fyrsta skipti á ferlinum datt mér það í hug í nótt að kannski ætti ég bara ekkert að vera að fara í nudd á meðan hálsinn er svona!
Ég var bókstaflega að drepast. Ég hafði nú etið vel af Norgesic í gær og fyrir svefninn – auðveldar mér til muna lífið verð ég að segja – hélt jafnvel að ég væri bara að verða góð! En ég hafði ekki undan í nótt að vorkenna mér. Ég fann svo ótrúlega til í hálsinum. Það var eins vinstri hliðin langt upp eftir haus væri opin kvika. Norgesic gerði sko ekkert gagn, og ég fór því fram í ísskáp og náði mér í kælipokann og lagði hann við. Þá fyrst fékk ég einhverja bót ég meina það. Svo hitnaði hann nú en ég tók hann aftur fram undir morgun. Ég er ekkert afleit í dag en ég get nú ekki snúið hausnum hratt til hægri eða vinstri og öll sveigja er óþægileg.
Bjartur er mjög óánægður með lífið og tilveruna. Ég fer ekki með hann út í dag – ég er algjörlega ákveðin í því að hvíla mig í dag enda fer ég í Styrk nú eða Toppsport á morgun og veitir bara ekkert af hvíldinni 😉 Ég nenni ekki einu sinni í sund og þó er veðrið eins og best verður kosið. Mest langar mig að skríða upp í rúm og gera ekki neitt nema sofa en ég hef ekki góða reynslu af viðureign minni við koddana eða ekki koddana.
Mataræðið er ekki að gera sig. Aðallega af því það er ekkert til. Ætla samt að reyna að gera eitthvað gáfulegan fisk núna svo ég fái eitthvað almennilegt. Þetta er eilíf barátta við halda matnum að sér á réttum tíma og í réttu magni. Ekki vil ég vera étandi fram eftir öllu. Rétt að venja sig ekki á þann fjanda á ný.
En jæja svo sem ekkert að frétta, nema bara hvíld og róleg heit og almennt væl. Voða sem ég er orðin vælin – en það er svo sem ágætt að fá útrás hér á blogginu – hef engan til að væla utaní annan 😉 Svo afsaka ég þetta með sjálfri mér með því að segja að það sé bara gott að koma þessu út úr myndinni með því að pústa – sneðugt ekki satt?
Maður er svona að taka pólinn upp á nýtt eftir skrítið tímabil í október. Hélt einhvern veginn ekki að október yrði erfiðasti mánuðirnn af þeim 6 sem liðnir voru. En svona getur þetta verið. Vandræðin gera ekki boð á undan sér og líklega þarf maður bara að ganga í gegnum ákveðnar sveiflur og líta svo á heildina.
Ég er mikið að hugsa um vigtina – ég er næstum viss um að ég stíg á hana á morgun – en vil það samt hálfpartinn ekki og eiginlega alls ekki. Mér finnst bara svo asnalegt að stíga á hana með Baldri með lokuð augun eitthvað- eins og maður sé ekki fær um að bera ábyrgð á því sjálf… En kannski er það bara sniðugt… (not) Er samt ekki alveg búin að kaupa það!