Sigh barasta

Jæja gott fólk. Ekki gengur nú of vel að fá fólk til að skrifa á fallega ljúfa póstinn minn en þeir sem hafa gert það veit ég að sumir hverjir hafa verið undrandi á því hvað þetta er erfitt. Ég er t.d. enn að hugsa eitthvað fallegt um mig til að setja þarna inn. Finnst það einhvern veginn ekki auðvelt og ég hélt ég væri að drepast úr sjálfumgleði. Og kannski er ég það – en gleðin sú er þá byggð á heldur veikri undirstöðu.

Ég er á bílnum í vinnunni í dag því ég ætla að vinna svo ótrúlega lengi að það verður komið kolniðamyrkur þegar ég fer heim! Tíhíhí. Verð að vinna upp allan vinnutímann minn sem ég ,,skulda“ Maður má náttúrulega ekki láta eiga inni hjá sér – eins og mesta hættan sé á því.

En nú skal segja af hreyfingaáætlun Ingveldar. Sem kunnugt er gekk nú ekki sem best að hreyfa sig í síðustu viku og ekki var nú helgin hjá Gústu – og í hennar húsi sérlega kræsileg heldur varðandi hreyfingu og mataræði.

Ég borðaði t.d. heilan poka af Nóa rindlum eða vindlum eða hvað það heitir á leiðinni norður og svo heim. Svolítið af lakkrís og 15 makkinstosh mola um helgina en meira var það ekki. Jú 10 walkers karamellur á leiðinni norður líka. Ok ok svoldið mikið nammi verð ég að segja – en það verður bara að taka á í vikunni til að losa sig við það.

Ég eldaði þó ógeðslega hollan mat í gærkveldi þegar ég kom heim og borðaði mikið grænmeti með. Og borðaði ekkert eftir 21 og bara popp fram að því. Svoho þessi vonda helgi var nú ekki verri en þetta. Labbaði 20 mín með Trýnu litla grjónið. Hefði átt að labba með hana í gær líka en geri það síðar ;-).

Ok svo nú er ég búin að setja upp æfingaprógramm fyrir vikuna því nú þarf að taka á því:

Mánudagur:

Labba með Bjart í Hellisskógi – gekk vel

Fara í fulla brennslu í Styrk og heilan fótaæfinga hring og svo í nudd – Dásamlegt nema hvað ég var í svo ótrúlega sleipum buxum að ég hélst varla á hjólinu svo brennslan var 17 mín á hjólinu, 10 mín á ógeðstækinu (sem reyndi helling á hælinn vel að merkja en það lagaðist er á leið) og 10 mín á stigvélinni – yeah – samtals 37 mín – er í 13 mín skuld.

Þriðjudagur

Labba með Bjart kl 7 í Hellisskógi
Hjóla í vinnuna eins snemma og ég get göngunnar og hafragrautsins vegna
Hjóla í 15 mín amk og fara í styrk kl 12:10 og taka efrihlutaæfingar og taka 10 mín sprett á ógeðstækinu (og stigvél (ef ég er nógu spræk))
Hjóla svo í skólann í 10 mín. Samtals brennsla 30 – 40 mín. Dugir vegna þess að ég er á hjólinu í skólanum.

Hjóla heim fyrir myrkur (fínt aðhald)

Miðvikudagur

Labba með Bjart
Hjóla í vinnuna og heim
Hjóla í sund og synda 400 metra með blöðkum mest

Fimmtudagur

Labba með Bjart og hjóla í skólann ef það er gott veður.
Ef ég hjóla ekki fara þá og hjóla í Styrk í 25 mín.

Föstudagur

Labba með Bjart í Hellisskógi
Fara á hjólinu í skólann ef ég mögulega get vegna veður
Fara á hjólinu í Styrk og bæta við túr um hólahverfið til að lenga túrinn eða Tjarnirnar.
Taka rosalegan fótapakka 🙂
Hjóla heim og fara svo á Súbbanum til Rvk og sækja Pallann minn.

Svo myndi ég gera það að tillögu minni að ég fengi skáp í Styrk – þessi burður á sjampói, handklæðum, og alls kyns drasli er alveg að gera mig vitlausa!

Helga Dögg getur þú ekki bara tekið að þér að hugsa um handklæðin mín. Vera að drösla þessu hægri vinstri hér um allan bæ. Frekar lítið spennandi verð ég að segja.

Svo verður konan að hvíla svoldið um helgina. Ætli það sé samt ekki hægt að labba í morgunsárið báða dagana? Er það of mikið?

Hmmm ætti kannski að spyrja að því þar sem ég hef ekki sérlega mikið vit á eigin mörkum.

Hvernig á kona eins og ég að hafa tíma til að hugsa um bæ, börn og vinnu? Vitlaust að ætlasts til þess bara verð ég að segja!

En mér finnst þið frábær, ég er líka frábær amk er ég með fallegar tær ;-). Ég verð að finna upp eitthvað fleira sem ég er góð í og er gott við mig. Ég er bara á þessu stigi ekki alveg nógu góð manneskja eitthvað… Þarf að endurhugsa þetta vel og vandlega

Ég massaði Bónusferð

..

Ég hef reyndar ekki sagt ykkur frá því að ég vaknaði eiginlega ný og ,,betri“ kona í gærmorgun. Dagurinn þar á undan var sko frekar heavy í vitleysunni varðandi bæði hugsanagang og framkvæmd matarhliðarinnar í lífi mínu. Ég held reyndar að ég hafi svolítið gengið fram af mér…
Þetta var sem sagt dagur horrendus
Nú breytingin á laugardagsmorgni var nefnilega sú að ég áttaði mig á því að líklega þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af æfingunum mínum þessa dagana því fyrst ég mæti í Styrk, hjóla, syndi og labba ALLA morgna með stingandi hælspora þá er ég líklega nokkuð einbeitt í þeim málum. Þó auðvitað þurfi maður að halda vöku sinni og það allt saman þegar átt er við atvinnusvindlara eins og mig sjálfa.
Nú jæja sem sagt breytingin… Ég sá að ég get ekki alltaf ýtt því að versla í matinn og elda aftur fyrir allt. Ég get t.d. ekki gert eins og dagsprógrammið hljóðaði hjá mér í upphafi fyrir daginn í dag: Horfa á F1, labba með Bjart í Þrastarskógi, vinna vel og lengi og fara svo í sund.
Ef ég hefði haft þennan háttinn á hefði ég ekki farið í Bónus – ekki átt neinn mat fyrir kvöldið, ekki neitt nesti fyrir næstu viku í skólann og ekki nenni ég að fara í Bónus í miðri viku – svo langt er ég nú ekki komin í dásemdunum.
Ég fór því – þvert á allt það sem mér er í blóð borið – því það að fara í Bónus er ekki bara leiðinlegt það er óyfirstígilega óbærilega hroðalega leiðinlegt! Ég bara er ekki fær um það! Afber það ekki. En mín fór nú bara og verslaði og verslaði – fór svo heim í staðinn fyrir að láta allt góssið vera í bílnum og skemmast á meðan ég vann, gekk frá öllu og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú á ég svolítið nesti – fullt af mat og Aðalsteinn þarf ekki að svelta heilu hungri. Flott hjá mér ekki satt?
Ég hef sem sagt uppgötvað og því miður var það heilmikil uppgötvun, að ég get ekki bara ýtt öllu til hliðar fyrir æfingarnar – ég verð líka að hafa mataræðið í forgrunni. Það verður að vra skipulag á því eins og öðru.
Kannski er ég bara tilbúin til að taka næsta skref varðandi þetta. Vonandi. En amk er til matur – nú þarf bara að hafa rænu á að taka út úr frysti – elda og borða og útbúa svo nesti.
Og ég er strax orðin uppgefin við tilhugsunina eina saman.
En ég MASSAÐI Bónus og er nú farin í sund. Það er líka of gott veður til að láta þetta fram hjá sér fara.
Lof jú Inga bónusgella

Life goes on

Ha ha ha góður á honum hællinn þessum :D. Styður vel við sinina undir fætinum sem heitir meira að segja eitthvað… P… hmm man það ekki 😀 enda algjör óþarfi. Er sko bara nýbúin að læra að það er sin þar. Hafði alveg fundist það möguleiki að þar væri ekkert að finna nema bara mannakjöt. Neibb ekki aldeilis bara það, sin, fitupúði og hvur veit hvað. Maður er með allskonar allt mögulegt, um allan líkamann. Hugsið ykkur það!
Við Bjartur fórum í undurfagra veröld Þrastarskógar í morgun í hita, logni og sól svo fagra að hugurinn verður uppnuminn og hamingjan allsráðandi. Og þá er eins og maður sjái leiðir út úr ýmsum vanda sem maður ratar í á rigningardögum.
Ég t.d. veit að nú þarf ég að fara að klára verkefnið hjá honum Ingvari – ég er loksins tilbúin til þess. Þarf bara að fá mér sumarbústað og lúra þar og njóta lífsins, vinna og vera ein með skruddunum. Best að ljúka því sem fyrst – fyrr en varir byrjar jólaundirbúiningurinn og allt sem honum fylgir og ekki viljum við vera á síðasta snúning þar ;-).
Ég er heldur ekki frá því að ég sé að lagast í hælnum. Ég fór í sund/pottana í gær og teygði og bretti mig og fetti þar, og ég fór líka í sund (að synda) á föstudag og teygði rosavel þá. Eins hef ég verið að teygja alls staðar þar sem ég sé tröppur og ég held það sé að skila sér auk þess sem ég hef náttúrulega ekkert verið á skíðunum, göngubrettunum né í nokkru labbi að ráði síðan um síðustu helgi.
Þar að auki finnst mér eins og teygjan sem kemur í kálfann þegar ég hjóla hjálpi svolítið til – mér líður alltaf aðeins betur eftir að ég hjóla.
Ég ætlaði nú annars ekki að komast í Þrastarskóg fyrir hungri, ég var svo óbærilega svöng að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Ég lá í rúminu – ég veit ekki hvað ég svaf lengi – amk var Bjartur alveg orðinn sótvondur yfir þessari leti í kerlingunni og gerði margar og ítarlegar tilraunir til að koma mér fram úr með AFAR litlum árangri. En sem sagt ég var hálf sturluð úr hungri – meira að segja greip með mér banana í skóginn til að borða strax og göngunni væri lokið – og I tell you people það er ekki oft sem ég hef fyrirhyggju í svoleiðis lagað.
Eldaði mér svo hafragraut og fékk mér slátur með – ummmmmm lof itt, þegar ég kom heim. Og enn er ég að borða – vínber (og helv… afganginn af kókosbollunni síðan í gær (og vel að merkja er ég farin að borða alltof margar kókosbollur á nammidegi!!)). Alltaf þarf maður að skemmileggja allt…
Sigh….
Ég er ekkert að standa mig sérlega vel í mataræðinu. Ég stend mig ágætlega í flestu öðru (nema náttúrulega að taka til hér heima (ægilega leiðinlegt)). Það er bara greinilega ekkert voða auðvelt að breyta þessu – ég hef ekki sjálfsagann í það. Fljót að missa tökin – hætta að elda, borða lítið grænmeti og þetta allt. En hver sagði að þetta yrði auðvelt.
Ég er með þessar fínu harðsperrur eftir hjólatúrinn aftan á lærunum – teygði víst ekki alveg nóg þar, og marblett rétt fyrir ofan úlnliðinn eftir að troða bakpokanum á mig alltaf hreint. Ótrúlega sérkennilegar aðfarir verð ég að segja. Þau eru af ýmsum toga meiðslin ;-).
En nú ætla ég að fara að brjóta saman þvott og hver veit nema ég skrifi eitthvað meira – mér finnst svo ægilega gaman að skrifa. Er á því flippinu núna ;-). Maður verður að láta sér bloggið duga þar til maður verður orðinn fullorðinn og getur orðið rithöfundur 🙂

Ógeðslega mikil hjólapæja!!!!

Og þá byrja hjólreiðarnar

Jæja – ég er komin með lás og hjálm. Nú er ekkert að gera annað en muna leyniorðið á lásnum og vona það besta. Annars fann ég síðu á netinu sem finnst að of mikið sé gert úr gildi hjálma – kannski hefði ég bara ekkert þurft að fá mér hjálm! Þetta er svolítið merkileg síða verð ég að segja – sérstaklega fyrir mig öryggisfíkilinn. Sigh…


En í dag hef ég hjólað og hjólað 😉 Verð áreiðanlega með harðsperrur á viðkvæmum stöðum á morgun – þ.e.a.s. þó er það ekki víst því ég er búin að lengja tímann á hjólinu út í Styrk og ekki fæ ég harðsperrur af því… hmmm vonum það besta enn.


Ég var eiginlega búin að gleyma hvað mér finnst gaman að hjóla. Ég hjólaði og hjólaði í nokkur ár þegar ég var unglingur – en svo einhvern veginn lagðist það af – maður átti einhvern veginn aldrei hjól – og ef maður átti hjól þá var því stolið – svo það kemur á sama stað niður.

En sem sagt þetta eru hjólreiðar dagsins: Hjólaði út í Sunnulæk með því að fara Fossheiðina, Tryggvagötuna og svo Erlurimann og Langholtið út í Bónus.

Þar verslaði ég mér laugardagsnammi og svo var nú komið fyrir mér að ég vissi ekki einu sinni hvar nammið var í Bónus lengur. Ja það er af sem áður var. Nú þar keypti ég þvottaefni upp á 2 kg og snaraði því í bakbokann (ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er mikil pæja, með hjálm og bakpoka!). Þá og þar komst ég að því að það munar um 2 kg. Og varð hugsað til þeirra 15 sem eru farin hjá mér. Það hefði nú verið svei mér erfitt að hjóla með þau öll því nóg fannst mér um þetta þvottaefni sem var að dingla þarna á bakinu á mér.

Nú heimleiðis fór ég Langholtið og Fossheiðina – hrikalega mikil pæja. Ekki var nú nóg með þetta heldur fór ég svo hjólandi í sund því mig langaði svo í pottana (synti sko 1000 m í gær og fannst nóg að gert í þeim efnum). Þaðan fór ég svo hjólandi til Gerðar í Dverghólana og át brauðrétt og spjallaði við hana um nema hvað – breytt lífsform. Og svo heim. Og ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað. Ég hef því hjólað í um klst í dag en ekki nema 20 mín í samfelldu. Veit ekki alveg hvernig það virkar. Að vera að þessu svona við og við upp á brennsluna – maður verður líklega að hjóla svoldið stíft svo þetta geri eitthvað fyrir mann. Enda fann ég svo sem ekki fyrir neinu á fer minni í sund og til Gerðar – það var langi spottinn í Bónus sem kostaði einhverja svitadropa.

Pönnukökur í morgunsárið

Þetta hefur annars verð ágætur dagur -bakaði 100 pönnukökur í morgun fyrir kvenfélagið í Grímsnesinu – það er úr næstum 3 l af mjólk og 1 kg af hveiti – það er sem nemur einni og hálfri hræriskál hjá Kitchen Aid – allnokkuð bara. Fór svo með það að Borg og tralala fór svo að hjóla 🙂 Mér finnst mjög gaman að hjóla og ef ég næ nú aukinni færi að koma mér á milli sætis og stýris og svo þaðan aftur þá er ég viss um að ég eigi eftir að snara hjólinu í ýmis smærri viðvik. Ég þarf að hafa hnakkinn aðeins hærri því ég finn pínu oggu oggu pons fyrir hnjánum en ég ætla að verða svoldið klárari fyrst :D.

Ein

Ég er hér ein að rolast eina ferðina enn – Ragnheiður með Jobba og Aðalsteinn hjá Fúsa og Dísu í Borgó. Við Bjartur erum því hér bara tvö. Ég reikna með að ég fari með hann í Þrastarlund á morgun í smá göngu – við höfum bæði gott af því.

Ég hef komist að því að ég elska þvottavélina mína. Kurrið í henni er vinalegt verst að mér þykir ekki alveg eins vænt um að eiga engan þurrkara lengur – því verður bara að kippa í liðinn sem fyrst.

Matar-æði

Ég er nú eiginlega ekki hægt…

Nú er ég á þeim stað að borða helst ekki neitt. Og finnst það frekar fínt. Mátti náttúrulega ekkert vera að því að borða í morgun því ég var að baka pönnukökur í einu hendingskasti.

Ekki gat ég heldur borðað hádegismat því ég varð að fara með pönnsurnar og þá ætla ég nú ekki að tala um vesenið á minni í gær. Fuss og svei.

Grænmeti? Hvað er nú það? Heitur matur? Kannast ekki við hann…

Brauð -já, skyndimatur passar fínt og svo jafnvel ekki neitt bara. Það er líka fínn möguleiki.

Sigh…. Mér er ekki viðbjargandi. Nú þegar allt hefur gengið svo vel í því að léttast þá náttúrulega er um að gera að haga sér eins og idiot – maður á það jú inni.

Stóra játningin: Ég verðlauna mig með mat.

Lengra er ég nú ekki komin.

En ég er nú samt hjólapæja…

Áform dagsins

Föstudagur og ég komin af kennaraþingi. Ég var ekki í nokkru stuði – var ómannblendnari en zebra-hestur og áreiðanlega allt að því leiðinleg ;-). Ég fór nú samt í pottinn eftir matinn sem var vel að merkja stórkostlegur – og ég borðaði ekkert fitandi, ekki fyrr en í nótt þeas en það var nú ekki í kvöldmat.

En potturinn fékk að finna fyrir okkur Sigurlín í 3 tíma og þegar ég vaknaði í morgun fann ég nánast ekkert fyrir hælnum en hafði verið algjörlega ógöngufær eftir sprikl dagsins í Styrk.

Ég hef því ákveðið að fara í sund í dag og verja verulegum tíma dagsins í pottunum – en synda svolítið fyrst samt – prófa að nota blöðkurnar og gá hvort mér verði nokkuð illt af því – þ að er svo dj… leiðinlegt að synda bara fyrir eigin vélarafli – næ heldur engri ferð þannig.

(ég verð að muna að baka pönnukökurnar í fyrramálið fyrir hann Kjartan heitinn í Vaðnesi. Ég er svo hrædd um að gleyma því að það er óskaplegt.)

Nú sem sagt. Fyrst – áður en sundið hefst langar mig að taka hér svolítið til svo ég geti notið lífsins því föstudagar eru heimsins bestu dagar. Ég er búin að færa nammi dagana yfir á þá – það er að vísu slæmt því þá er ég ekki að borða nammi fyrripartinn en ég reyni að borða ekkert nammi eftir 8 á kvöldin á föstudögum og labba svolítið um kvöldið – en það geri ég nú ekki í kvöld. Ég gæti kannski hjólað – þarf ekki lás ef ég er bara að hjóla heiman frá mér og heim. En hjálm þyrfti ég… Lýst ekkert á lýsingar af hjólreiðaóhöppum sem ég hef fengið að heyra um uppá síðkastið.

En talandi um hjólreiðar – … nei ég held ég bíði með að tala um það. Enda kannski gufar það bara upp.

Kveðja Ykkar arfaleiðinlega, andfélagslega sinnaða og uppgefna (því það er ég svo sannarlega) Inga pinga pikkaló

p.s það er ótrúlega gott veður eins og myndin sýnir

og já – þvottavélin er biluð… Er þetta bara að gera sig svei mér þá alla mína daga – argh pargh

Helgar eru æði

Hvað sýnist ykkur standa hér (tekið af vef Árborgar)?

Sundöll Selfoss v/ Bankaveg sími 480-1960800 Selfoss
Vetraropnun: 15. sept. – 1.apríl
mánud.- föstud. 07:45 – 21:15
laugard – sunnud. 09:00 – 21:15
Sumaropnun: 1. apríl – 15. sept.
mánud. – föstud. 07:45 – 21:15
laugard. – sunnud.10:00 – 20:00

Forstöðumaður: Hafdís Óladóttir sundh@arborg.is

…að það sé opið til rúmlega níu á laugardögum? Jább mér sýnist það – en það er ekki svo – á laugardögum er lokað kl. 18 – það komst ég að eftir að hafa verið búin að mana mig upp í að fara í sund seinni partinn í gær. ARgh hvað ég var fúl – sigh…

En málin rættust á besta veg – Björk var nýkomin úr hlaupi og var að láta renna í pottinn – þar tókst okkur að vera í næstum 4 klukkutíma. Já geri aðrir betur – já og eigi aðrir betri stund, þá er lífið gott. Dásamlegt. Yndislegt… Hún Björk mín er engri lík og ekkert skil ég hvað hún nennir að umbera í mér rausið – ég held að ég sé ekki sérlega góður hlustandi – nenni bara að tala um mig og hlusta á mína eigin rödd. Reyni að laga það…

Batnandi manni er best að lifa og það allt saman.

Annars áttum við Gerður tal um BMI stuðul í gær – og ég bara skil ekki hvað er svona sniðugt við hann – skil það bara ekki – Gerður sem er náttúrulega talnaóð og glöggari en ands… í þeim efnum kann betur við hann.

Hann er reiknaður útfrá hæð og þyngd og einhverju svona og hvernig í ósköpunum getur þá þessi stuðull orðið eitthvað annað en það sem hin sígilda viðmiðunartafla segir að maður eigi að vera þungur – jú það kemur einhver önnur tala út – en eins og í mínu tilfelli þar sem ég var tvisvar sinnum of þung þá hlýtur bmi stuðullinn að vera of hár og það hlýtur að þýða að ég sé offitusjúklingur extreme – þó ég vilji ekkert láta kalla mig sjúkling alheilbrigð konan.

Nú og motionsdagbogen min segir náttúrulega að bmi stuðullinn hafi verið helmingi of hár og fari lækkandi – ég meina vá – gaman að búa til formúlur. það sem ég vil vita er fitumagn versus vöðvar. Ég sé eftir að hafa ekki farið í svoleiðis í upphafi en nú ætla ég að bæta úr því.

Það er það sem ég vil sjá – ég vil sjá vöðvana magnast og fituna víkja – þó svo ég léttist kannski ekki sérlega mikið. Jamm – svo ég ætla bara til hennar Betu í svoleiðis. Þá er það ákveðið… Ekkert eftir nema að hringja 😉 Ætli sé ekki dónalegt að hringja á sunnudegi?

En sem sagt. Ég er hér úti í skóla að byrja að vinna – munið að ég þarf alltaf að blogga fyrst ;-). Það verður vonandi til þess að ég vinn betur. Nú er amk að duga eða drepastí vinnunni – það eru svo ofboðslega mörg verkefni sem bíða. Oh yeah…

Fór ekki að labba í dag – fer kannski að labba seinnipartinn. Ég er bara svolítið aum alls staðar – kannski næ ég í hjólið… Fer eftir hvernig stendur á hjá Pálma

en nú er ég amk farin að vinna,

elska ykkur öll

Setið inn í kerfið hjá ykkur að þó ég sé að skrifa eins og bullustampur um sjúkraþjálfarann minn þá er þetta að sjálfsögðu bara mín upplifun, mín klikkun, mínir brandarar um samskiptin – hann er náttúrulega bara saklaust fórnarlamb hér á síðum bloggsins míns. Takið því öllu með þeim fyrirvara að þetta eru afskaplega einhliða skrif.

Ykkar Inga