Vetrarfrí enda líka

Jæja þá er ég komin heim í heiðardalinn úr gamla heiðardalnum. Ég var í bústað uppi í Búrfelli og horfði yfir á Írarfoss – sigh. Mikið sakna ég Sogsins og alls þess sem þarna er – nema kannski akstursins með krakkana hingað og þangað ;-). Sigh – sigh – sigh

Nú þetta var náttúrulega alveg dásamlegt frí – heitur pottur – yndislegar samræður við Þórunni og ekki nokkur líkamsrækt ;-). Fór nú samt á föstudaginn en ég hef ekkert farið í sundleikfimi né Styrk – fyrr en ég kom heim í dag. Langaði nú ekki neitt, og nennti enn síður. En ég var svo geðvond eitthvað yfir öllu og engu að ég sá að það var réttast að hypja sig í ræktina – og reyna að þynna fýluna svolítið – svona gekk það fyrir sig 😉

  • best að fara á stigvélina í 24 mínútur!

Ég klifra upp á helv… tækið sem þá var stillt á b en ekki a hvað svo sem það nú merkir… Kippti því í liðinn en ég fékk frekari skilaboð um að ég ætti bara að láta það vera því það var alveg frosið og ég varð að taka það úr sambandi til að koma vitinu fyrir það – með því að setja það aftur í samband þeassss….

Hmmm púlsinn bara í 108, það er nú svei mér lítið – líklega verð ég að hreyfa mig eitthvað hraðar….

…ætli ég sé bara í svona góðu formi? Mér líður nú ekki þannig í fótunum…. Svoldið erfitt satt að segja… Ætti ég ekki bara að vera í 10 mínútur á þessu og fara svo í Zetorinn? (sethjól fyrir gamlar kellingar 😉 eins og sumir orða það)…´

Úff erfitt… Ég verð nú samt eiginlega að fara hraðar – það er ekki hægt að vera á stigvél og vera með 110 í púls…

Ah loksins svitna ég – bara að ég kafni ekki í eigin svita..

15 mín eru alveg nóg – christ hvernig datt mér í hug að velja 24 mín prógramm…

Best að fá sér aðeins vatn… – stoppa í 30 sek…

Víhí – ég ætla að meika það.

Dj er ég nú hörð af mér! Ég held ég þurfi að setjast einhvers staðar!

Anda jafnvel… fara heim…

…fletti líkamsræktarbókinni minni og sé að ég á að gera æfingar fyrir efri partinn í dag… Svoldið illt í framhandleggjunum …“ En engu að síður henglast ég að lóðunum og 2×6 kg í brjóstvöðaæfingum reyndist meira en nóg svo ,,ég verð víst að gera fótaæfingar bara – en ég geri sko ekki Smith og ekki tvöfalda palla nóvei, of illt í hælunum til þesss og bara líka of þreytt….“

Og svona leið dagurinn í Styrk ég nennti engu og ég sendi svo miklar geðvonskuvíbrur í kringum mig að fólk tók stóran stóran krók fram hjá mér ;-). Skrönglaðist nú samt til að gera pallanan hratt en bara einfaldan pall – dugði mér fínt. Rétt skreið yfir 1600 hitaeiningar í dag – það er 500 jafnvel 800 minna en vant er – allt slóðaskapnum á stigvélinni að kenna. Zetorinn var nú samt þaninn í 30 mín – jah kannski ekki þaninn en samt…

Og ég var vinsamlegast beðin um að koma í góðu skapi í Styrk á föstudaginn -;-). Líklega betra. En vigtin lítur ekki svo illa út – opinber tala á föstudag – enda var þetta algjörlega frábær helgi og vika í mataræðinu. Ég held svei mér þá að þetta snúist um að ætla.

Og ef mig langar í eitthvað í kvöld þá ætla ég að hugsa – ég get alltaf fengið mér það í fyrramálið …

Þetta er spurning um að finna fjölina sína þar sem maður getur staðið og fundið að víst ætlar maður þetta einstigi – víst get ég, veit ég og ætla ég.

Og jafnvel líka veit ég hverju ;-).

Jibbí jibbí og ég veit ekki hvað og hvað!

Ef ég væri þunglynd þá væri í oflæti núna. Maníu. En ég held ég sé ekkert þunglynd. Ekki meira en hverjum manni er hollt ;-). Ég held að ég sé að endurheimta líf mitt svei mér þá. Það hefur bara verið á hold í 5 vikur svei mér þá. Og my life is good. Jamm
Jæja þar sem notkun á pústi og meira pústi, pencilíni og slímlosandi drykk, hefur skilað ágætum árangri þá fór nú mín í sundleikfimi í morgun. En eitt af einkennum þess að vera með þennan astma og lungnaógeð er að ég get sofið ótrúlega lengi frameftir. Ég var svo glöð í sumar man ég að ég gat bara sofið í 18 tíma svona með litlum hléum – alveg þangað til ég fattaði að ég væri náttúrulega bara fárveik! En sem sagt (manískt ástand veldur því að ég á erfitt með að halda þræði) þar sem ég hef ekki treyst mér í sundleikfimi – réttilega if I might add! … þá já – nákvæmlega hef ég ekki farið í hana þann hálfa mánuð sem hún hefur staðið! Og mér hefur liðið eins og skrópusjúklingi. Bar meira að segja Sigurlín um að koma því til skila að ég væri virkilega og raunverulega afskaplega lasin ;-).

Og var skemmtileg í sundleikfimi eða hvað! Alltof margar kerlur og það allt saman en það var nú bara allt í lagi. Ég brenndi skoho 1000 kal og náði fínum púlsi OG ALLT. Geðveikt. Ógó skemmtilegt. Og mér hefur liðið eins og Randaflugu á sterum í allan dag! Hviss bang. Nema ég var held ég kannski ekki mjög æst – en svona víruð myndi ég segja…
Gerði allt mögulegt í vinnunni. Afskaplega gáfulegt allt saman náttúrulega – og veit meira að segja hvað ég ætla að gera á morgun ;-). Fór svo í nudd – því mín er orðin svo meðvitið að hún tók eftir því að höfuðverkur og stirður háls er farinn að gera vart við sig á ný – og þá er nú gott að gera eitthvað í því – áður en vandræði hljótast af. Því ég er svooooo heppin að eiga marga marga tíma frá TR til þess að hugsa vel um mig og láta hlúa að mér og ALLT.
Ég opinberaði í þeim nuddtíma – þeir eru nefnilega svolítil ormahreinsun um leið – Baldur er svona eitthvað að skipta sér af og reyna að fá mig til að vera eins og manneskja en ekki himipigimpi :-), já sem sagt opinberaði það að hjá mér er sko allt í fínu með mataræðið.
Ég borða reglulega og oft fyrri partinn og allt alveg dásamlega gáfulegt. Kem svo heim og borða líka voðalega gáfulegt reglulega og fínt. En…. á hverjum degi þá fæ ég meir eitthvað mjög sérkennilegt. Í nótt þá t.d. sat ég hér við eldhúsborðið og borðaði 1 kalda pylsu (finnst þær sko sjúklega góðar- ekki stríða mér) og eitthvað fleira sem ég nú eiginlega bara man ekki hvað var – það var EKKI gáfulegt I promis you…. Já BANANI Reyndi nú að fá mér peru en hún var svo óþroskuð. Sko það er nefnilega svo leiðinlegt með þennan hósta að maður verður svo þurr í hálsinum og það er svo vont bragð í munninum af astmapústinu og þá er svooo freistandi að fá sér eitthvað svona til að mýkja hálsinn….

Sigh…

Og UNDANLÁTSSEMIN er nú alltaf söm við sig hjá mér. Nú ef ég er ekki að borða á næturnar þá kannski fæ ég mér franskar! Eða kex og undanrennu – og mér finnst kex ekki einu sinni gott. Nú eða einhver önnur sérkennileg heit – snakk kannski. Úffiti púff! En Baldur þetta ljós hefur nú ráð undir rifi hverju. Nú er ég sem sagt búin að brytja niður snyrtilega og fínt vatnsmelónu og setja á disk ásamt jarðaberjum og setja í ísskápinn og þetta á ég sem sagt að fá mér þegar ég missi vitið. Sniðugt ekki satt – bara ready inni í ísskáp. Enga pulsu eða neitt svoleiðis í nótt – onei. Híhí!
Nú svo er vinnudagur á morgun – í lengri kantinum en engin hreyfing. Á miðvikudag er sundleikfimi og vonandi blak á fimmtudag þó það sé kennaraþing…. ætla að heyra í stelpunum með það. AMK væri hægt að spila badminton ef við erum fáar.

En jæja – sannarlega góður dagur að baki –
ykkar Inga víraða
p.s. Palli mældi mig í gær. 1 sm farinn eða svo síðan í vor ;-). Held það sé rétt að fara að gera eitthvað í sínum málum sem sagt.

Stigvélin þann 4. sept og vigtin

Það er svolítið síðan ég sagði eitthvað um kg. mín sem eru farin. Þau eru nokkur og jafnast út að vera um 700 gr á viku frá því ég byrjaði að léttast í lok apríl. Er það ekki bara eitthvað sem ég get verið sátt við – sumarið er jú ekki endilega besti tíminn til að stunda reglulega hreyfingu og gæta mataræðisins eins og minu lífi er háttað amk. Já ég ætla bara að vera stolt af þessu. Á ekki nema um 6 kg í að 1. áfanga sé lokið. Þá er mér sagt að ég eigi að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig. Með sama áframhaldi eru það 2 mánuðir þangað til – þ.e. í byrjun nóvember. Nú er bara að standa sig.