Á góðu róli

…að mestu.

næstum 4 kílóum léttari en ég var þyngst eftir usa ferðina. Hef ekki verið léttari síðan Aðalsteinn minn fæddist. -Þannig að nú er ég komin í töluna sem ég var léttust fyrir páska og heldur minna meiraað segja- nýr tugur og svona. Gaman að því.

Mest gaman er þó að VERA BARA YFIR HÖFUÐ FARIN AÐ LÉTTAST!

Langt síðan það hefur gerst.

Nú er sem sagt komið að því að léttast Ingveldur.

Morgungöngur eru æði – prófið sjálf 😉

Ég er ekki frá því að Reductilið hjálpi líka – en það er með því að hreinlega hugsa daginn út og daginn inn: matur er ekki dægrastyttingur – ísaumur er, föndur er, quilt er, líkamsrækt er -en ekki matur. Því borðar þú ekki þegar þú átt dauða stund – heldur fyllir hana lífi og verkefnum því tíminn er lífið sjálft. Jamm en nóg um það: Reductilið tekur hungurtilfinninguna en ekki löngunina til að borða sér til afþreyingar. Hugurinn er því þjálfaður núna – Reductsins vegna getur ekki verið að þú finnir til svengdar svo – farðu og gerðu eitthvað annað við tímann en éta.

Annars er ég á bömmer yfir þessu prestsmáli hér á Selfossi. Hvernig svo sem allt snýst – sekt eða sakleysi. Þetta er bara hreinlega hið versta mál.

Taka til taka til taka til

Það er nú meira hvað er hægt að taka til í þessu húsi! Og klukkan orðin fjögur og ég bara ekki farin að íhuga hvernig ég á að slappa af í dag. Það er nú best að fara í málið!

Video, nizza og sauma svoldið?

Sauma, tónlist?

Video, popp, sauma?

Taka meira til?

Fara jafnvel í heimsókn…

Nah of flókið. Verð að hvíla mig held ég eftir alla þessa tiltekt.

Gengur vel með reductilið – það tekur alla hungurverki. Gengur vel með heilaþvottinn – nei nei þig langar ekki neitt og ert alls ekki svöng og svo gæti farið að þú gætir jafnvel lifað af matarlaus 🙂 Allavega fram að næstu máltíð!

Matur er ekki dægrastytting
er ógó gott kvót.

Fínasta slag

…eins og þeir segja í Færeyjum. Eða amk segir Palli að þeir segi það í Færeyjum. Kannski er þetta bara eitthvað sem hann segir á Íslandi ;-).

Fór í bæinn í dag og hitti systkini mín. Skoðuðum myndir frá USA. Endalaus upplifun náttúrulega. Endalaus. Óendanleg.

Jamm – ég myndi alveg vilja hafa eitthvað gáfulegt að segja en ég man ekkert af þessu snjalla öllu sem ég hugsa daginn út og inn. Híhí…

Það er laugardagur í dag og sunnudagur á morgun en mér finnst alveg eins og það sé sunnudagur í dag. Allt í plús sem sagt og I kid you not – drullan innan í þessu húsi er núna að mestu bundin við 3 herbergi. Algjört met ;-).

Af Ingveldi og Reductil er það að frétta að allt gengur samkvæmt áætlun. Tek það um miðjan daginn – finnst það taka of mikið af mér ef ég borða það að morgni – matarlystina það er að segja. List lyst sigh skiptir ekki máli – bæði er lyist. Verð að vera dugleg að borða fyrripartdagsins

Nú hugsa ég: Jamm gæti borðað – þarf þess ekki Reductilið segir mér að ég þurfi þess ekki. Ó langar mig samt í eitthvað? ÆÆ þá er bara að fá sér vatn… epli… sauma smá – jamm gera bara ekkert í þessu varðandi matinn híhí.

Ef ég þarf að læra að svelta mig tímabundið þá bara geri ég það. Þarf sko að taka matinn út úr lífsjöfnunni minni á nýjan leik – hér eins og um sumarið, matur er bara það en ekki dægrastytting. Neibb. Reyna að nýta Reductilið og heilaþvo mig. Ekki svöng, engin þörf fyrir mat, bara vatn. Tops híhí

Og svo koma bara prófin og hvur veit hvað. Ægilega skemmtilegt. Ætli ég komist í framhaldsnámið? Ætli við fáum þróunarstyrkinn?

Ja þá er nú um að gera að vera gáfulegur. Jamm það væri yndislegt!

Góður dagur

Sæl verið þið
Ég er byrjuð að borða Reductil aftur. Ætla að sjá hvort ég sé þroskaðari en í fyrra! Gangast í það að léttast. Jamm það get ég og geri hér með ;-).

Annars hef ég tekið afdrifaríka ákvörðun. Ég er lægsta talan sem ég vigtast (ja nema sko í kringum þessa USA ferð – þá nefnilega þyngdist ég – en er sem sagt jafn þung núna og áður en ég fór.)

Ég nefnilega fer niður – þyngist svo aftur smá og bwaaaahhhh verð rosa fúl en næ svo alltaf lágu tölunni aftur innan tíðar. Með þessu hef ég forðað mér frá algjöru fárviðri síðustu viku því eftir að hafa hrunið niður um 2 kg á milli vikna ruggaði svo aftur upp en var alveg sama híhí og svo viti menn þá var ég bara orðin 2,7 kg léttari í dag ha hó hí hó – flott hjá mér og mér alveg sama um þetta rugg mitt.

Það er svo gott að taka réttar ákvarðanir.

Held að Öldungamótið sé núna um helgina – í blaki. Ég er nú ekki þar… kannski á næsta ári.

Nú jæja.

Ég er ekki á neinum verkjalyfjum – ætla að prófa að vera laus við þau og sjá hvernig lappirnar á mér bregðast við. Gott að vita af Ibufen og Celebra ef í harðbakkann slær.

En það er líka gott að tékka aðeins á þessu. Ég er ekkert alveg afleit sko.

Jæja en mont dagsins er styrkferð og mega brennsla – loksins. Frábær æfing – fyrst og fremst vegna þess að ég nennti ekki – ætlaði ekki og þóttist svo bara ætla að gera smá til málamynda – en nei – konan tók rosaæfingu og brenndi eins og berserkur. Geggjað. Sigur vikunnar.

Og svo eru það morgungöngurnar sem eru öllu betri.

Verst með þennan rósaroða í kinnum mínum er er´að gera mér lífið leitt. Já og svo er náttúrulega svooooldið leiðinlegt að húðin mín er steinhætt að hafa nokkurn sveigjanleika – oj bara

Reductil – ið og ég

Stjörnuspáin:

After the rush of energy over the past few days, Inga, today you may feel a powerful letdown. Not every day can be filled with adventure and excitement. For now, you just need to take care of the routine matters that are a by-product of life on Earth. However, keep in mind that there are many social opportunities coming up, and with the right kind of planning, you can get excitement back into your life.

Ég er nú eiginlega alveg hætt að nenna að lesa þessa stjörnuspá en þetta er svoldið sniðugt því ég hef verið á einhverju flippi síðustu daga. Gaman í blaki, gaman að vinna námsefni, gaman í Styrk, gaman hjá okkur Palla, gaman og meira gaman. En svo í morgun þá – sigh var eins og lífið gerði vart við sig á ný – þetta venjulega.

Tiltekt, þvottur, matseld, stúss og svona. Og gamal kunnar hugsanir gerðu líka vart við sig í þann mund sem Kimi missti ráspólinn til Hamiltions bensínlétta.

,,Ummm mig langar í eitthvað gott! Ég hef nú staðið mig svo vel að mér er greinilega óhætt að leyfa mér eitthvað í dag! Bakaríiið á nú margt gott! Já og svo gæti ég haft nammidag…“

En þar sem ég er nú að verða svolítið sjóu-uð í sjálfri mér (því rétt eins og Baldur sagði í gær þá hef ég stundum áður haldið að ég væri á sléttum sjó og dottið kylliflöt með nefið í eigin vitleysu) – þá ákvað ég nú að fara í Styrk og vigta mig. Og viti menn ekkert lést síðan á þriðjudag og því varð það úr að ég keypti mér ekkert nammislikkeríis ógeð – enda á ég ekkert með það. Dró heim með mér blómkálshöfuð og smjatta á því sæl í mínu ;-). Þetta er ekki einnar viku project Ingveldur og hennar stúss. Mér er að verða það ljóst.

En þar sem ég nenni ekki að taka til og það allt – og ætla að fresta því um sinn er fínt að blogga smá og setja hugsanir sínar á blað – í stað þess að eyða orku í þetta dóterí hér þá ætla ég að gera aðeins upp Reductil notkunina mína. Ég sá nefnilega að það var einhver að fletta upp á því í gær og fann síðuna mína – en annars er það hælspori sem google vinur minn finnur mig oftast undir ;-).

Sem sagt svona er sagan um Reductilið og mig:

Mér var bent á það í vor að til væru pillur sem gætu hentað mér vel: Ég var búin að vera ár því að breyta um lífsstíl, hreyfði mig reglulega og væri alltof þung. Þær tækju hungurtilfinninguna og löngun í mat minnkaði.

Mig langaði nú ekki mikið í þetta hjálparmeðal í fyrstu en eftir því sem fótaverkir ágerðust og brennslan minnkaði fannst mér kannski ekki úr vegi að athuga þetta lyf. Ég sá að aukaverkanir voru allnokkrar og fannst nú satt að segja nóg um. En ég lét samt vaða og fékk lyfjakort frá TR því annars er þetta gríðarlega dýrt lyf. Baldur sagði að líklega væri þetta lyf ekkert fyrir mig, honum sýndist ekki vera vandamál lengur með mataræðið, það væri komin regla á það en það vantaði miklu frekar hraðari brennslu og sjálfstjórn til að fækka bombunum sem ég borða vitandi vits.

Fyrstu dagana sem ég tók þetta, var blóðþrýstingur mjög hár og púls sömuleiðis. En ég fann að mig langaði ekkert í mat. En mig langaði alveg jafn mikið í slikkerí og nammi – já eiginlega bara enn meira. Ég var gjörsamlega friðlaus fyrstu dagana því mig langaði alltaf í eitthvað gott.

En þar sem ég var búin að læra að borða reglulega og það allt saman hélt ég því inni en hafði ekki lengur þennan náttúrulega control takka sem ákvarðar hvenær maður hefur borðað nóg og hvenær á maður að borða næst?

Fyrir vikið hjálpuðu þessar töflur mér ekki neitt. Ég lærði þó af notkun þeirra að ég er fíkinn í nammi og sætt og það kemur hungri ekkert við. Eftir stóð vandamálið, ég sjálf alveg eftir sem áður og e.t.v. kristallaðist það sem ég hef nú stundum sagt – vandi minn er ekki sá að ég borði of mikið heldur hvað ég set ofan í mig – þetta eitthvað góða sem ég læt eftir mér því stundum er eins og ég ætli að verða fyrsta manneskjan í heimunum til að sigrast á 100 kg í + með því að gera bara það sem mér sýnist í mataræðinu. Svona upp að vissu marki.

Það yrði eins með magaaðgerðina – ég stæði eftir sama manneskjan og myndi á endanum alveg leita í sama farið – og ef ekki þá yrði það vegna átaks og breytingaferlis hjá mér – innra með mér og mínum huga. Það breytingaferli getur allt eins átt sér stað án inngripa skurðlækna. Þess vegna verð ég að gera þetta sjálf.

Ég vil heldur ekki nein hjálparmeðöl. Ég vil bara gera þetta fyrir eigin vélarafli – finnst það áreiðanlega fínna ;-). Ég vil geta sagt: Já ég náði af mér 50 kg með því að vera ég sjálf. Og ég er alveg að verða búin að ná 30 af þessum fimmtíu sem gæti kallast fyrsti áfangi ;-). Og ég er steinhætt að geta sagt að ég sé 100 kílóum of þung ;-).

Reductil hjálpar áreiðanlega þeim sem borða of mikið og seint á kvöldin. Reductilið tók af mér matarlystina fyrst á daginn – sem má ekki í mínu tilfelli – ég verð að borða á daginn annars hrópar líkaminn á orku um kvöldið. Reductilið svipti mig líka ábyrgðinni og það gengur ekki. Og svo líkaði mér ekki aukaverkanirnar – ég vil helst hafa sem mestan frið með mig og mitt hjarta, blóðþrýsting og púls.

Ég held líka krakkar að það sé engin önnur leið út úr þessu önnur en sú sem kom manni í þetta. Vinna í þessu hægt og rólega og breyta því til hins betra sem maður var lengan tíma að breyta til hins verra á árum áður.

Ég fann engan mun á mér þegar ég hætti á Reductilinu – ég borða bara minn mat reglulega og þá er ég í góðum málum. Með því að vigta ofan í mig og elda reglulega tekst mér að léttast því hlutföllin eru ótrúlega fjót að breytast þó magnið sem maður borðar sé e.t.v. það sama. Of mikið brauð – of mikið kjöt, of mikið hveit og þetta allt saman sem maður veit að er voði og vitleysa.

En nóg að sinni – nú fer ég og tek til