Jæja gott fólk. Ekki gengur nú of vel að fá fólk til að skrifa á fallega ljúfa póstinn minn en þeir sem hafa gert það veit ég að sumir hverjir hafa verið undrandi á því hvað þetta er erfitt. Ég er t.d. enn að hugsa eitthvað fallegt um mig til að setja þarna inn. Finnst það einhvern veginn ekki auðvelt og ég hélt ég væri að drepast úr sjálfumgleði. Og kannski er ég það – en gleðin sú er þá byggð á heldur veikri undirstöðu.
Ég er á bílnum í vinnunni í dag því ég ætla að vinna svo ótrúlega lengi að það verður komið kolniðamyrkur þegar ég fer heim! Tíhíhí. Verð að vinna upp allan vinnutímann minn sem ég ,,skulda“ Maður má náttúrulega ekki láta eiga inni hjá sér – eins og mesta hættan sé á því.
En nú skal segja af hreyfingaáætlun Ingveldar. Sem kunnugt er gekk nú ekki sem best að hreyfa sig í síðustu viku og ekki var nú helgin hjá Gústu – og í hennar húsi sérlega kræsileg heldur varðandi hreyfingu og mataræði.
Ég borðaði t.d. heilan poka af Nóa rindlum eða vindlum eða hvað það heitir á leiðinni norður og svo heim. Svolítið af lakkrís og 15 makkinstosh mola um helgina en meira var það ekki. Jú 10 walkers karamellur á leiðinni norður líka. Ok ok svoldið mikið nammi verð ég að segja – en það verður bara að taka á í vikunni til að losa sig við það.
Ég eldaði þó ógeðslega hollan mat í gærkveldi þegar ég kom heim og borðaði mikið grænmeti með. Og borðaði ekkert eftir 21 og bara popp fram að því. Svoho þessi vonda helgi var nú ekki verri en þetta. Labbaði 20 mín með Trýnu litla grjónið. Hefði átt að labba með hana í gær líka en geri það síðar ;-).
Ok svo nú er ég búin að setja upp æfingaprógramm fyrir vikuna því nú þarf að taka á því:
Mánudagur:
Labba með Bjart í Hellisskógi – gekk vel
Fara í fulla brennslu í Styrk og heilan fótaæfinga hring og svo í nudd – Dásamlegt nema hvað ég var í svo ótrúlega sleipum buxum að ég hélst varla á hjólinu svo brennslan var 17 mín á hjólinu, 10 mín á ógeðstækinu (sem reyndi helling á hælinn vel að merkja en það lagaðist er á leið) og 10 mín á stigvélinni – yeah – samtals 37 mín – er í 13 mín skuld.
Þriðjudagur
Labba með Bjart kl 7 í Hellisskógi
Hjóla í vinnuna eins snemma og ég get göngunnar og hafragrautsins vegna
Hjóla í 15 mín amk og fara í styrk kl 12:10 og taka efrihlutaæfingar og taka 10 mín sprett á ógeðstækinu (og stigvél (ef ég er nógu spræk))
Hjóla svo í skólann í 10 mín. Samtals brennsla 30 – 40 mín. Dugir vegna þess að ég er á hjólinu í skólanum.
Hjóla heim fyrir myrkur (fínt aðhald)
Miðvikudagur
Labba með Bjart
Hjóla í vinnuna og heim
Hjóla í sund og synda 400 metra með blöðkum mest
Fimmtudagur
Labba með Bjart og hjóla í skólann ef það er gott veður.
Ef ég hjóla ekki fara þá og hjóla í Styrk í 25 mín.
Föstudagur
Labba með Bjart í Hellisskógi
Fara á hjólinu í skólann ef ég mögulega get vegna veður
Fara á hjólinu í Styrk og bæta við túr um hólahverfið til að lenga túrinn eða Tjarnirnar.
Taka rosalegan fótapakka 🙂
Hjóla heim og fara svo á Súbbanum til Rvk og sækja Pallann minn.
Svo myndi ég gera það að tillögu minni að ég fengi skáp í Styrk – þessi burður á sjampói, handklæðum, og alls kyns drasli er alveg að gera mig vitlausa!
Helga Dögg getur þú ekki bara tekið að þér að hugsa um handklæðin mín. Vera að drösla þessu hægri vinstri hér um allan bæ. Frekar lítið spennandi verð ég að segja.
Svo verður konan að hvíla svoldið um helgina. Ætli það sé samt ekki hægt að labba í morgunsárið báða dagana? Er það of mikið?
Hmmm ætti kannski að spyrja að því þar sem ég hef ekki sérlega mikið vit á eigin mörkum.
Hvernig á kona eins og ég að hafa tíma til að hugsa um bæ, börn og vinnu? Vitlaust að ætlasts til þess bara verð ég að segja!
En mér finnst þið frábær, ég er líka frábær amk er ég með fallegar tær ;-). Ég verð að finna upp eitthvað fleira sem ég er góð í og er gott við mig. Ég er bara á þessu stigi ekki alveg nógu góð manneskja eitthvað… Þarf að endurhugsa þetta vel og vandlega