Næturblues


Tvíbentur þessi skór. Það er þetta yndislega myrkur sem fylgir haustinu – kertin og það allt saman. Ummmm dásemd. Svo eru það morgnarnir þegar máninn víkur fyrir sólinni – og birtan þá er engu lík! Það sáum við Bjartur í morgun í Hellisskógi rétt um hálf sjö. Sólaruppkoman var yndisleg. Loforð um góðan dag.
En svo er þessi skór eins og rennibraut – rennibraut beint til fj… í mínu tilfelli amk. Ég át sko eitthvað nammistykki sem lá hér fyrir framan mig skyndilega og allt í einu dag – og það nammi þótti mér ekki einu sinni gott.
Og ég sem var svo glöð á laugardaginn þegar ég vissi ekki einu sinni hvar nammið er lengur í Bónus. Nú ekki var nóg með það að ég æti þetta nammistykki með húð og hári heldur át ég líka tvo mola í kvöld með kaffinu af einhverju sem ég gat snapað hjá Dísu – Þýskt gæða handgert konfekt – ummmmm
En í dag var ég eins og Pétur postulu – afneitaði því innvirðulega að ég borðaði nokkurn tímann nammi nema á laugardögum – ekki bara einu sinni heldur tvisvar – Sigh.
Matarmálin mín eru ekki í nógu góðu málum. Og svo sagði einhver við mig ef hann hreyfði sig svona mikið eins og ég yrði viðkomandi orðinn að engu á no time… Jamm það var nú svei mér gaman að fá upplýsingar um það… Svoldið grátlegt bara… Ég meina er þetta bara til einhvers…
Ég verð aldrei búin að þessu – ég verð búin að fá taugaáfall sjö sinnum af depurð og vanmætti held ég áður en ég kemst hálfa leið. Ásamt svo öllu öðru sem er að gera útaf við mig í hinum daglega amstri – hversdagsleikanum. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur verð ég að segja…
Í dag gengu matarmálin svona fyrir sig:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör
9:30 Ab mjólk og weetabix flögur einhverjar
11:30 Appelsína
15 Banani
17 Súkkulaðibar
18:30 pasta rækjur og grænmeti – 2 heilhveitibrauðsneiðar
20 Appelsína
21 2 nammimolar og 2 kaffibollar
23 – 2 hlaupmolar – SIGH
Hreyfing:
6:30 20 mín labb í Hellisskógi
7:20 6 mín hjólr. út í Sunnulæk
15:00 10 – 15 mín Svaðilför á hjólinu eftir nýjum vegi sunnan Hólahverfis – úff margir vörubílar, gröfur, holur og lausamöl – hefði átti að fá áhættuþóknun
70 mín vinna í Styrk
Dásemdar nudd – það er held ég það sem kemur mér í gegnum þetta. Ég gæti þetta bara ekki án þess. Nógu er ég í miklu skralli annars…
17 hjólað heim –
Og ég léttist ekki neitt – er hálfu kílói þyngri en ég var í síðustu viku. Ok ok ekki gáfulegasta vika – svoldið um drykkju, osta og svona sitthvað fleira slæmt. – og voðalega lítið grænmeti borðað. Úff og er nema von að sumir segist myndu léttast svo mikið að þeir hyrfu á nó tæm. Sérlega skemmtilegt að geta ekki gert neitt af viti þó maður sprikli sig vitlausan!
Reyndar er mér skapi næst að fara ekkert í Styrk á morgun heldur hvíla mig bara. Er hvort eð er að drepast í fótunum, hælnum, hnjánum og ég er með svo mikinn fótapirring á nóttunni að ég sef ekki. Endaði á að taka 2 bréf af panodil hot um miðja nótt svo ég fengi einhvern frið.
Já þetta er náttúrulega tóm sæla sem skilar svona sirka kannski engu miðað við það sem hún ætti að gera! Það er amk ekki slæmt að fá verk í hnén líka í ofanálag við allt annað.
Ætti ég ekki bara að fara að éta verkja og bólgueyðandi lyf. Maður bara getur þetta ekki lyfjalaust held ég svei mér þá!
Ég veit svo sem ekki hvað ég er að hugsa. – Eða held að ég sé…
Þarf held ég að skríða inn í hýði og vera þar í nokkrar vikur bara…
You’ll be the first to know
En afhverjur kommenterar enginn neitt! Ég er held ég á bömmer.

Helgar eru æði

Hvað sýnist ykkur standa hér (tekið af vef Árborgar)?

Sundöll Selfoss v/ Bankaveg sími 480-1960800 Selfoss
Vetraropnun: 15. sept. – 1.apríl
mánud.- föstud. 07:45 – 21:15
laugard – sunnud. 09:00 – 21:15
Sumaropnun: 1. apríl – 15. sept.
mánud. – föstud. 07:45 – 21:15
laugard. – sunnud.10:00 – 20:00

Forstöðumaður: Hafdís Óladóttir sundh@arborg.is

…að það sé opið til rúmlega níu á laugardögum? Jább mér sýnist það – en það er ekki svo – á laugardögum er lokað kl. 18 – það komst ég að eftir að hafa verið búin að mana mig upp í að fara í sund seinni partinn í gær. ARgh hvað ég var fúl – sigh…

En málin rættust á besta veg – Björk var nýkomin úr hlaupi og var að láta renna í pottinn – þar tókst okkur að vera í næstum 4 klukkutíma. Já geri aðrir betur – já og eigi aðrir betri stund, þá er lífið gott. Dásamlegt. Yndislegt… Hún Björk mín er engri lík og ekkert skil ég hvað hún nennir að umbera í mér rausið – ég held að ég sé ekki sérlega góður hlustandi – nenni bara að tala um mig og hlusta á mína eigin rödd. Reyni að laga það…

Batnandi manni er best að lifa og það allt saman.

Annars áttum við Gerður tal um BMI stuðul í gær – og ég bara skil ekki hvað er svona sniðugt við hann – skil það bara ekki – Gerður sem er náttúrulega talnaóð og glöggari en ands… í þeim efnum kann betur við hann.

Hann er reiknaður útfrá hæð og þyngd og einhverju svona og hvernig í ósköpunum getur þá þessi stuðull orðið eitthvað annað en það sem hin sígilda viðmiðunartafla segir að maður eigi að vera þungur – jú það kemur einhver önnur tala út – en eins og í mínu tilfelli þar sem ég var tvisvar sinnum of þung þá hlýtur bmi stuðullinn að vera of hár og það hlýtur að þýða að ég sé offitusjúklingur extreme – þó ég vilji ekkert láta kalla mig sjúkling alheilbrigð konan.

Nú og motionsdagbogen min segir náttúrulega að bmi stuðullinn hafi verið helmingi of hár og fari lækkandi – ég meina vá – gaman að búa til formúlur. það sem ég vil vita er fitumagn versus vöðvar. Ég sé eftir að hafa ekki farið í svoleiðis í upphafi en nú ætla ég að bæta úr því.

Það er það sem ég vil sjá – ég vil sjá vöðvana magnast og fituna víkja – þó svo ég léttist kannski ekki sérlega mikið. Jamm – svo ég ætla bara til hennar Betu í svoleiðis. Þá er það ákveðið… Ekkert eftir nema að hringja 😉 Ætli sé ekki dónalegt að hringja á sunnudegi?

En sem sagt. Ég er hér úti í skóla að byrja að vinna – munið að ég þarf alltaf að blogga fyrst ;-). Það verður vonandi til þess að ég vinn betur. Nú er amk að duga eða drepastí vinnunni – það eru svo ofboðslega mörg verkefni sem bíða. Oh yeah…

Fór ekki að labba í dag – fer kannski að labba seinnipartinn. Ég er bara svolítið aum alls staðar – kannski næ ég í hjólið… Fer eftir hvernig stendur á hjá Pálma

en nú er ég amk farin að vinna,

elska ykkur öll

Setið inn í kerfið hjá ykkur að þó ég sé að skrifa eins og bullustampur um sjúkraþjálfarann minn þá er þetta að sjálfsögðu bara mín upplifun, mín klikkun, mínir brandarar um samskiptin – hann er náttúrulega bara saklaust fórnarlamb hér á síðum bloggsins míns. Takið því öllu með þeim fyrirvara að þetta eru afskaplega einhliða skrif.

Ykkar Inga

Nuddferðin hennar Ingu – 1.hluti

Þegar hún Ingveldur fór ,,að nota eitthvað salinn hérna?“

Staðan í upphafi árs 2006

Staðan þegar ég fór til nuddara í febrúar 2006….
Það að ég skuli byrja þennan pistil svona er í raun sönnun þess að þar og þá urðu staumhvörfin. Kannski hafði eitthvað átt sér stað áður í mínum yndisfríða kolli sem auðveldaði þau straumhvörf – kannski var ég tilbúin án þess að ég vissi það. En hafi ég verið tilbúin þá var mikil vinna framundan að kalla það fram. Láta eitthvað gerast – breyta um stíl.

En sem sagt þegar ég fór til nuddara í febrúar 2006 var ég um það bil tvisvar sinnum of þung – give or take…
Ég gekk þrisvar í viku stutta túra í vetur, hafði hreyft mig mikið á sumrin síðustu 8 árin en minna á veturnar. Stundum ekki neitt – og alltaf of lítið. Ég náð að fljóta á hreyfingunni um sumarið svona fram að jólum en þá fór að halla undan fæti.

Ég þyngdist í heildina ekki neitt á bilinu 30 – 40 ára – léttist heldur en hélt því kannski ekki alltaf sérlega vel. Aldrei varð ég þó jafn feit og um þrítugt. Ég hef aldrei farið í megrun – ég prófaði danska kúrinn í verkfallinu og leit á það sem manneldislegt markmið frekar en megrun. Lærði mjög mikið um mataræði á þeim mánuðum sem ég fór eftir því – en þeir voru nokkrir – jafnvel ár, svona meira og minna – kannski heldur minna. Takturinn í mataræðinu var þó alltaf brenglaður – ég var eins og flestir offitu,,sjúklingar“ (vil ekki enn kalla mig offitusjúkling nema í bröndurum en auðvitað er ég ekkert annað þó ég sé ekki sérlega mikill sjúklingur þegar á heildina er litið – vil ég meina (enda yrði ég ömurlegur sjúklingur)) mikið að borða seinni parts dags, lítið sem ekkert fyrri partinn og hafði ekki sérlega mikla stjórn á mér ef eitthvað gekk úr lagi. Naut þess að hvíla mig og borða. Hluti af hvíldinni kærkomnu var að vera með eitthvað gott að narta í – eða hakka í mig.

Eftir að ég flutti á Selfoss náði vinnusýki mín nýjum hæðum og eftir að hafa náð mér upp úr vinnufárinu sem fylgdi F1 skrifum mínum þá féll ég kylliflöt í nýtt vinnufen – enn dýpra og erfiðara en F1. Segja má að um jólin 2005 hafi allt verið orðið tómt á geymunum og ég hélt áfram því ég taldi mig ekki geta neitt annað. Ég vissi ekki alveg hvort ég var undir valtaranum, eða hvort hann var nýfarinn yfir mig. Hvort heldur sem var – eina leiðin var að halda áfram. Ég kunni heldur ekkert annað. Ég hékk uppi af gömlum vana. Ég mætti til vinnu eftir jólafríið örmagna. Sá ekki úr augunum út eins og þar stendur…

Hingað og ekki lengra

Í febrúar var því svo komið hjá mér að um kl. 13 á daginn lagðist ég fram á kennaraborðið, sá bara svart og veröldin snérist á ögnarhraða í kringum mig. Ég hélt satt að segja að ég væri að gefa upp öndina ítrekað og í einu slíku kasti æddi ég upp í Laugarás til að fá staðfestingu á því.

Þar kom í ljós að fátt var að mér líkamlegt ,,nema“ vöðvabólgan mín blessaða sem hefur verið fylgifiskur minn frá unga aldri.

Gylfi skrifaði því upp á beiðni um nudd hjá einum svolítið kröftugum á Selfossi eins og hann orðaði það. Á beiðnina skrifaði hann að ég ætti líka að fara í léttar æfingar – en hann sagði mér nú ekkert frá því – komst ekki að því fyrr en ég fékk ljósrit af beiðninni til að senda til stéttarfélagsins og fá endurgreitt;-) í maí. Ég fór ánægð heim – ekkert að mér sem nuddari gæti ekki lagað. Upplagt. Nudd er gott. Nú var bara að bíða – það var allt og sumt – bíða eftir bata. Nuddarinn sæi um restina.

Sjúkraþjálfarinn kemur til sögunnar

…sem sagt ekki nuddari… Og sá var staðsettur í Styrk – sérkennilegur staður fyrir nuddara verð ég að segja… (var svolítið lengi að læra nýja starfsheitið og enn lengur að skilja muninn á þeim). Ég varð því hæfilega hrifin þegar ég fékk hringinguna um að ég gæti komið í fyrsta tímann í þessa líkamsræktarstöð sem ég hafði nú ekki komið inn í síðustu 15 árin -mig minnti meira að segja að hún væri hálf óhrjáleg… Hvað gat nuddarinn verið að gera þar? Sigh …

Jæja skítt með það – gott að komast að. Nuddið þurfti ég svo sannarlega.

Ég gleymi því seint þegar ég sá ,,nuddarann“ minn í fyrsta sinn. Ég hafði komið ágætlega tímanlega – settist þannig að ég snéri sko baki í þennan tækjasal – hafði ekki áhuga á því að glápa á einhverja brúsagellur svitna á brettum, varalita sig á milli tækja og setja upp hárið á sem glæsilegastan hátt. Þetta líkamsræktarfólk er hvort sem er allt eins – yfirborðskennt lið sem hefur ekki áhuga á neinu nema sjálfu sér og í besta falli hvað aðrir hugsa um dressið sem það er í, á meðan á æfingum stendur. Hver gæti ástæðan verið önnur fyrir öllum þessum speglum? Not my cup of tea get ég sagt ykkur! Hrmpf…

Kemur þá ekki Nudd – Baldur, í íþróttagalla!!! Hreystin uppmáluð – greinilega einhver svona tækjagæi skoho… Svellkaldur töffari sem leit sko ekki út fyrir að henta mér – var ekki mín týpa o nei… En ég minnti mig á að ég hafði heyrt út í bæ að hann væri góður nuddari og meira þurfti ég ekki – það var ekki eins og maður þyrfti að vera andlega skyldur – ekki einu sinni andlega tengdur nuddaranum sínum! Ég elti hann því eins og þægur krakki inn í nokkuð dimma stofu þar sem mér var sagt að fá mér sæti (síðar sá ég að viðlíkingina að vera leiddur eins og lamb til slátrunar átti betur hér við en flest annað!). Jahá… Svoldið spes byrjun á nuddi verð ég að segja – setjast á bekkinn en ekki leggjast…

Nú ég settist…. enda hlýðin með eindæmum. Og hann settist líka en snéri í mig baki – og byrjaði að spyrja – og pikka svörin inn í tölvuna sína (þetta var sem sagt fært til bókar!!!) Og þvílíkar spurningar… Skildi nú ekki alveg tilgang þeirra þar sem ég var komin til að fá bót á vöðvabólgu með nuddi – hélt að það væri nú frekar auðveld aðgerð – hann þyrfti ekki annað en þreifa á þreyttum vöðvum mínum og byrja svo að nudda. En hann þessi nuddari hafði greinilega einhverjar aðrar hugmyndir. Ég gat svo sem alveg látið það eftir honum að sitja þarna og svara spurningum – bara ef ég fengi svo nudd. …fyrst hann endilega vildi!

Frekar skilningslaus nuddari…

Ég átti nú eftir að sjá eftir því að gefa honum slaka með þessar spurningar maður… Hef aldrei lent í öðru eins – og skildi ekki – bara skildi ekki hvað hann hafði með það að gera að spyrja mig að því hvað ég hefði verið lengi feit, hvað ég væri þung, hvað ég ætlaði að gera í því, hvort ég gerði mér grein fyrir að allt sem að mér væri – væri vegna þess að ég væri of þung (ja hann gaf það amk sterklega í skyn), já og að ég væri nú frekar mikill lúser (var svona meira tilfinning sem ég fekk en að hann segði það beint) að hafa látið þetta fara svona, og hann gaf nú ekki mikið fyrir svörin… Það var greinilegt að hann áttaði sig ekki á því að ég væri sko tough cookie sem yrði aldrei misdægurt, hreyfði mig bara meira en margur, væri dugleg og skynsöm kona sem nyti bara nokkurrar virðingar í mínu fagi!!!! Hann barasta skildi mig alls ekki!
Þetta var svei mér kaldlyndur nuddari – og hvað átti hann líka með það að vera að hnýsast þetta í mín mál? Það var ekki eins og ég væri að borga fyrir viðtalsmeðferð einhverja o nei – ég var komin í nudd og hann átti – samkvæmt beiðni læknis að nudda mig.

Ég reyndi nú að halda andlitinu – minnug þess að ég væri tough cookie – en það varð æ erfiðara. Og þegar spurningin kom sem þetta blogg mitt heitir eftir: ,,Hefur þú hugsað þér að nota eitthvað salinn hérna?“ missti ég bæði ráð og rænu. Ég hef ekki hugmynd um hvað átti sér stað eftir það. Hvort ég fékk nudd – það man ég ekki en það er eins og mig minni að hann hafi svo farið með mig fram og sýnt mér eitthvað hjól (glætan að ég kæmist upp á svoleiðis græju – mannhæðarhár fjandi). Ég man líka að ég hugsaði með mér að það væri best að láta þetta eftir honum – fyrst hann langaði svona að spranga með mig þarna fram. Það þýddi þó ekki að ég ætlaði að nota þetta hjól – en svona í upphafi var greinilega best að spila með – honum virtist þetta vera svo mikið hjartans mál. Óþarfi að eyðileggja fyrir honum daginn…. Ég hafði líka tæpast þrek til að standa upp í hárinu á þessum manni að svo komnu – það yrði að bíða.

Um leið og ég skjögraði út fyrir dyr ákvað ég að ég skyldi sko aldrei fara aftur til þessa skelfilega manns. Dísuss hvað hann var ekki að skilja mig og mitt líf! Hann var sko bara ekki við mitt hæfi og ég ætlaði til einhvers annars – SEM VÆRI EKKI STAÐSETTUR Í STYRK og skyldi mig betur!

Ég fór heim og skældi svolítið, lét fólk vorkenna mér ægilega að hafa lent í þessari ógnarinnar nauð og staðfastlega hét mér því að hitta þennan nuddara ekki aftur – onei. Fuss og svei. Það féllu nokkur tár í kodda næstu kvöld. Þetta var sko hræðileg lífsreynsla þarna á bekknum.

Eftir að hafa náð mér eftir mesta áfallið – harða kakan og það allt, sá ég að líklega væri best að halda áfram að hitta þennan mann þarna… En það var sko bara vegna þess að ég gat ekki beðið eftir að komast að hjá einhverjum öðrum því ég var hreinlega að drepast og varð að komast í nudd. Auk þess hlyti maðurinn að vera búinn að pústa og léti mig í friði í framtíðinni.

Boy oh boy was I wrong!

En boy oh boy er ég fegin að ég fór í annað sinn og hið þriðja. Þrátt fyrir ógnarinnar vanlíðan, sárindi og innibyrgða orðræðu tilhanda Baldri mínum (sem var ætluð til að leiða honum það fyrir sjónir að ég væri sko ekki aumingi og bara svoldið í mig spunni) sem hann fékk þó um síðir að heyra – eða frekar kannski að lesa.

Engu er ég þó fegnari í dag en því að hafa komist í ,,nudd“ til hans. En það er líka nokkuð góður dagur í dag ;-). Allt sem ég upplifði þurfti ég að endurskoða og hugsa upp á nýtt. Það skyldi þó ekki vera að vandinn lægi hjá mér en ekki nuddaranum?

Pheeeeewwww…..

Oh my god -ef það Magni fellur út á 200 atkvæðum þá er það mér að kenna. Ég var að flytja blopspotið mitt yfir á Beta útgáfu og þar með hvarf það – í hálfan sólarhring næstum því.
Ég eyddi hálfri nóttinni í það að leyta að því og reyna að koma vitinu fyrir það en það gekk ekki – en meðan ég leitaði þá gat ég náttúrulega ekki kosið eins mikið og ég vildi. Sigh… Sem sagt Magni minn Ásgeirsson ef þú ert rétt svo inni þá er það mér að kenna að þú ert það ekki. Þannig er það nú.
Fór í nudd í dag – og er skárri undir hælnum og gott ef ég finn ekki einhverja undarlega léttleika tilfinningu í kálfunum sem ég hef ekki fundið í 30 ár – en ég get sagt ykkur það að mínir sveru kálfar hafa alltaf verið eins og stál – alla tíð. En dj… er vont að fá á þá nudd. Christ – ég rennsvitnaði í lófunum og meira að segja víðar. Christ í öðru veldi. Með illu skalt illt út reka vænti ég.
Og nú er ég svo steikt í hægri öxlinni að ég get ekki pikkað meira…
Fór ekki í Styrk í gær – ekki í dag – labbaði ekki í morgun, synti ekki í gær og synti ekki heldur í dag og fór ekki að labba í kvöld. Ég er sem sagt farin í hundana – en ég vinn að betrumbótum. Er nú samt að léttast…….