Dagur fullur af fyrirheitum

Það er svo merkilegt að stundum er bara hreinlega eins og það eigi fyrir manni að liggja að gera a. ekki neitt eða b. eitthvað.

Í dag er svona eitthvað dagur. Mér finnst einhvern veginn eins og það sé ár og dagur síðan ég hafi haft heila helgi fyrir framan mig og ég geti gert það sem mér sýnist við hana. Sú er þó auðvitað ekki raunin. Ég geri svo sem aldrei neitt um helgar og hef unun af því.

Ætli léttirinn felist ekki í því að stormviðri heilabúsins míns sé um garð gengið – um tíma amk. Ég hef verið að hugsa svo margt.

vinnuna mína
Launin mín
Nám eða ekki nám
Verkir
Fyrirkomulag æfinga
Skómál
Mataræði
Börnin mín
Heimilið
Sjúkraþjálfun/nudd

Sem sagt allt sem við öll erum með á okkar könnu – mér er bara lagið að gera svolítið vesen úr þessu

Vinnan. Á ég að kenna áfram? Hvað á ég að kenna? Verð ég ánægð ef ég a. hætti að kenna b. hætti umsjón? Er ég ánægð að kenna?

Finnst mér ásættanlegt að fá í laun fyrir fulla vinnu um 160 þús kr. næstu árin? Liggur minn metnaður þar?

Til hvers að læra eitthvað meira sem tengist kennslu? Í skólum er engin goggunarröð, annað hvort ertu bara kennari eða kennari. Þú getur líka orðið deildarstjóri en langar mig eitthvað að vera deildarstjóri? Og ekki langar mig að vera skólastjóri þannig að…

Fyrir mastersnám fær maður 12 þús kr launahækkun. Skólagjöldin kosta 45 þús krónur hvern vetur. Þetta tæki mann með vinnu um 6 ár. Maður er bara allnokkurn tíma að vinna sér upp í skólagjöldin. Fyrir masterinn fengi ég svo sem ekki neitt, mig langar helst að vera kennsluráðgjafi starfandi innan skóla eða semja námsefni og það er hreint ekki á vísan að róa í þeim efnum. Mér sýnist ekki að kennsluráðgjöf sé á leið inn í skólanum og námsefnisgerð er í besta falli ókönnuð lönd.

Verkir eru slítandi. Sá sem finnur alltaf til verður alltaf lélegri og lélegri að þola þá – alveg öfugt við það sem mætti ætla. Hálsinn er skaplegur en býsna snúinn oft og úthaldið ekki sérlega mikið í herðum og hálsi. Þar býr spennan mín og af henni á ég víst nóg. Hælsporarnir eru orðnir tveir eða amk eru þeir orðnir einn og hálfur. Vöðvakerfin í fótunum eru að ibba sig – sundfimin ýtir við þeim og þreytan liðir við mig. Verkir stundum, teygjur og tog virðist duga upp að ákveðnu marki en svo tekur bara stirðleikinn við. Nenni ég þessu? Er þetta það sem ég vil? Já var og er svarið nokkuð einarðlega.

Er ég að æfa of mikið? Er ég að æfa rétt? Er ég að gera æfingar sem mér finnast skemmtilegar? Er ég á réttu róli í þessu öllu? Svarið var já – með áherslu á að fara að hjóla þegar veðrið batnar. Ég hlakka til þess.

Skórnir blandast svo inn í þetta alls staðar og allt um kring – ekkert verður úr neinu nema vera í góðum skóm og þeir kosta sitt. Hvernig skóm á ég að vera í, inniskór kosta líka ógó mikið 😉 og óþarflega langt í mánaðarmót en ég fann nú lausn á þessu sem betur fer. Vonandi líður mér betur í fótunum fljótlega.

Mataræði er klassískt. Ég verð að taka það fastari tökum til að ég verði ánægðari með mig. Ég verð að vera einbeittari – það er kannski helst spurning um það. Það gekk ágætlega þessa viku en betur má ef duga skal. Ég lít þó á það með stóískri ró að það er vel ásættanlegt að hafa lést um 2o kg eða svo á ári. Það er minn hraði og sá hraði sem ég ætla að halda mér við. Það væri amk allnokkuð í mínum huga ef það hefði bæst á mig á liðnu ári. Á þessum hraða lifi ég því lífi sem ég vil og hef ánægju af. Matur skiptir jú máli og gefur mér gleði. Fjölbreytnin mætti hins vegar aukast og einbeitnin varðandi sumt sömuleiðis. Enda hver er fullkominn en to tre?

Börnin mín og börnin mín. Hver hugsar ekki um börnin sín?

Heimilið er allt í voða og vitleysu og nú þarf ég að fara að gera eitthvað í því. Ég geri það kannski í dag og svo í páskafríinu 😉 – ásamt því að fara í allnokkrar fermingar.

Sjúkraþjálfun og nudd? Þarf ég á því að halda? Ég þarf amk á sjúkraþjálfaranum mínum að halda. Enginn í veröldinni hjálpar mér að halda kúrsi eins vel og hann og ég veit nú ekki alveg hve góð ég væri í því að halda honum óstudd. Ég er alveg orðin sannfærð um að þessu verkefni dugir ekki að vera einn. Samspilið er svo kannski eitthvað sem maður bara lætur þróast. Rétt eins og það hefur þróast. Stundum þarf svo kannski að koma til nudd og eitthvað til að laga það sem fer úr lagi. Kannski hjálpar það bara ekki neitt, hreyfingin dugar. En nú er ég sem sagt að minnka nuddið og þar með fækkar fundunum með sjúkra þó Baldur sé ótrúlega duglegur að tala við mig þegar ég er í salnum að bauka. Eftir ár er líklega kominn tími til að standa á eigin fótum og horfast í augu við það að vöðvabólgan þarfnast ekki nudds við heldur hreyfingar, slökunar og skynsemi. Ég verð líklega að skríða upp úr vasanum á honum og standa á eigin fótum 😉

Annars var ég að reyna eina æfingu í gær sem Valgerður kenndi mér úr jóganu – halla höfðinu og láta það hvílast á milli herðablaðanna (sem ég veit núna hvar eru á mér ;-)), hún sagði að það væri svo ægilega gott og ég horfði á hana gera þetta – virtist ekki vera mikið eða merkilegt en afskaplega afslappandi og fínt. Prófaði þetta svo í gær og ég kom höfðinu varla hálfhring án þess að hálf drepa mig. Púff það er sem sagt ekki alveg farið vesenið í herðunum og klárlega ekki í hálsinum en það er ekkert víst að neitt nudd bjargi því. Einhver sagði mér að nudd væri hvort sem er alveg tilgangslaust ;-). Ég gæti hugsað mér að trúa því næstu dagana meðan ég er í afnuddeitrun ;-))

Og nú ætla ég annað hvort í sund eða taka til í einhverjum skápum hér á heimilinu. Nóg er af draslinu í þeim.

Þá er bókhaldi yfir líf Ingveldar lokið að sinni. Helgin bíður ekki lengur og ég þarf að nýta tímann vel ef ég ætla að brenna 600 hitaeiningum í dag, taka til, hugsa um þvottinn, hundinn, börnin og sjálfa mig :-). Á morgun eru það 1400 hitaeiningar, vinna og kannski meiri tiltekt og í kringum þetta allt er svo eldamennskan ljúfa.

Og ég held ég sakni hans Palla bara svolítið. Já mikið verð ég fegin þegar ég fer í páskafrí það segi ég satt.

Höfuð herðar hné og tær (hæll) og svo svoldið meiri háls ;-)

Eitthvað er ég orðin slappari við að blogga. Sá slappleiki átti reyndar að vera vísbending um það að ég væri að slaka á klónni – svona eitt af fyrstu einkennunum. Ég er svo sem ekki viss um nema það sé – en ég er heldur að vona að þessi lífsstílsbreyting sé meira svona ferli frekar en ein allsherjar brunferð niður kílóaskalann eða upp vellíðunarstuðulinn! Svona er ég nú orðin sjóuð, þroskuð og vel hugsandi í þessu öllu saman :-). Yeah rigt!

Staðan er þessi hjá mér:

Mér finnst erfitt að stunda vinnuna mína eins vel og ég vildi- mér finnst hún erfið!
Það veldur mér leiða

Ég hef fengið nóg af hálsverkjum
Ég hef fengið nóg af svefntruflunum vegna þeirra

Ég er farin að skrá ítarlega matardagbók – allt upp á kalóríur og grömm. Niðurstaðan er nokkuð athyglisverð. Ég ætla þó ekki að grípa til neinna breytinga þessa viku heldur skrá hjá mér nákvæmlega allt það sem ég borða í um vikutíma og sjá mynstrið. Nánari fréttir af því síðar 😉

Polli vinur minn heldur utan um brennsluna. Ég hef lítið getað hreyft mig þessa viku vegna hálsins og einhvers fundarvesens hér og þar. Ég hef brennt 1100 kaloríum þessa viku og næ ekki nema um 1800 hitaeiningu þessa viku. Þannig er þetta bara stundum – það er bara að gera betur næst. Það er þá auðvelt að bæta sig en ég vil helst brenna um 2900 hitaeiningum. Ah já og svo fór ég í hælsporanálar á mánudaginn var og gat nú ekki hreyft mig meira þann daginn og á föstudaginn fór ég í nálar í hálsinn og teygjur og tog og ég gat skoho ekki farið í sund eftir það.

Mér líkar ekki sundleikfimin – en ætla að prófa einn eða tvo tíma í viðbót. Væri frábært ef hún gæti gengið amk í mesta skammdeginu- en svo kannski vil ég bara heldur labba í Hellisskógi með Bjart árla morguns um leið og birtir. Það gaf mér heilmikið svo ekki sé nú minnst á Bjart sjálfan.

Húsið er allt komið í skrall einhvern veginn. Palli er heima og mér finnst einhvern veginn að hann eigi að gera eitthvað varðandi heimilishaldið, en auðvitað er það ekki þannig – ég þarf bara að gera það sem ég vil gera sjálf en ekki ætlast til þess að aðrir geri hlutina eftir mínu höfði – það er víst ekki hægt að kenna gömlum hundum að sitja. Ef ég tek á mínu þá eiga víst aðrir að gera það líka í framhaldinu – við skulum nú sjá með það.

Ég fór í Kennó í dag og það var frábært! Fannst einhvern veginn eins og það væri þrátt fyrir allt eitthvað vit í því hvernig ég hugsa – ég hlakka til að vinna verkefnin í þessum áfanga og vinna svo verkefnið í honum – ég er næstum nú þegar búin að ákveða hvað það ætti að vera. En svo þráast nú hlutirnir í allavega áttir. Það er bara gaman af því.

En amk er að baki góður dagur – ég brenndi 770 hitaeiningar í sundi – það finnst mér frábært og er persónluegt met á 30 mín í sundi. Mataræðið ekki eins gott en ekki alveg slæmt heldur.

Á morgun er frídagur og ég gæti bæði farið í Styrk og eða sund. Það er nú ekk amalegt. Ég kemst ekki í Styrk á mánudag en ég gæti farið í sund seinni partinn ef nálarnar í hælinn verða ekki alveg eins hrykalegar og á mánudaginn var.

Anda inn alveg ofaní maga, anda út…

alveg eins og þú sért að hella úr tunnu! Ég nenni alls ekki í bæinn að versla. Mér finnst leiðinlegt í bænum að versla. Ég er að hugsa um að fara ekkert í bæinn nema þá í kvöld ef veðrið verður ekki snarvitlaust. Það eru nú meiri lætin í þessu veðri alltaf hreint! Hrmpf….

Ekki er nú húsið orðið fína en það mjakast nú í þá áttina skal ég segja ykkur. Og ég er alveg viss um að jólin komi þó ég verði ekki búin að gera eitthvað sniðugt.

Halda ró sinni það held ég að sé svolítið mikilvægt satt að segja!

Ég er búin að vera með svo mikinn höfuðverk síðan þarna um daginn þegar kennarastóllinn vildi ekki taka við mér. Fór í nudd í gær ummmmmm og fékk svo í mig nálar sem var verulega óþægilegt á köflum sérstaklega þegar þeim var stungið í hálsinn á mér – sem aftur rifjar upp fyrir mér þegar það var hægt að stinga í mig nálum út og suður og ég fann aldrei fyrir því! Batamerki er mér sko sagt en sem sagt eftir að þeim var sargað í hnakkann á mér og hálsinn og ég lifði það af fann ég bókstaflega hvernig rafmagnsleiðslurnar liggja um mig alla svei mér þá – og ég hef ekki fengið hausverk síðan! þetta er hreinlega magical þessar nálar!

Og ég er tveimur kílóum léttari en ég var fyrir 9 dögum síðan!

Og ég er bara svolítið glöð yfir því skal ég segja ykkur -búin að eiga í óttalegu basli við þessa vigt upp á síðkastið.

Lof jú farin að jólaundirbúast.

Heill dagur farinn í ekki neitt

… og geri aðrir betur! Ég hef samt farið tvisvar sinnum í Styrk. 22 mín í brennslu í morgun og svo í brennslu og æfingar fyrir efri hluta líkamans steinláu – eða þannig. Var með litla þyngd og fann fyrir hverri lyftu. Æ æ aumingja ég.

Fór svo til Baldurs spyrils sem var eitthvað stressaður að komast í helgarfrí því tíminn minn var alltaf að færast framar og framar á daginn – þannig að á endanum var ég komin með snilldar afsökun fyrir því að vera bara í 35 mín í brennslu í stað 50 eins í upphafi var lagt upp með. Er nú ekki alveg viss um hvort ég hefði komist í þær allar 50 hvort sem var, því lærvöðvarnir mínir eru uppgefnir! Þeim finnst þyngdarstig á ógeðstækinu sem ég tók ekki eftir áður ægilega erfitt þannig að ég þarf að vera á léttari stillingu svo þeir bara springi ekki. Ætli þetta sé ekki hjólið sem er farið að segja til sín. Ég finn rosa mun á lærvöðvunum eftir að ég fór að hjóla svona mikið. Dísuss að heyra í mér! Er þetta Ingveldur sem talar?

Annars er þetta svoldið sniðugt með mig og náttúrulega svolítið ógeðslegt um leið. Ég er búin til úr tvennu – vöðvum og fitu (og svona einhverju smotterí öðru eins og beinum) en þetta tvennt sem var saman í companýi hér í eina tíð – algjörlega ómögulegt að segja til um hvort var hvort og reyndar held ég nú að vöðvarnir hafi verið óttalega lítilfjörlegir en hvað um það, en sem sagt þetta tvennt er að slíta samvistum um þessar mundir. Fitan liggur t.d. algjörlega utan á lærvöðvunum og ég get… VIÐKVÆMIR HÆTTIÐ AÐ LESA NÚNA

… fært hana til og það er eins og hún sé í eðli sínu öðruvísi, hún er öðruvísi samansett en áður. Þar sem hún er lausust í sér, þar veit ég að hún er á undanhaldi. Ég veit t.d. alltaf hvar flestir sentimetrarnir fara á hverju tímabili vegna þesas. Nú eru það lærin sem eru á undanhaldi og svo eru handleggirnir alltaf í smá minnkun. Mjög merkilegt. Þessi efnahvörf eða hvað á að kalla þetta eru sérlega viðbjóðsleg og áberandi þegar ég er í heitu pottunum – þá hreinlega líður mér eins og spikfeitum hrossakjötsbita. Jukkiti jukk! Upp fyrir mér rífjast þáttur með Ópru þar sem sýnt var inn í feita manneskju. Jukk – gleymi því aldrei og ég þverneita að fara í aðgerð af nokkru tagi fyrr en ég er orðin þvengmjó. Manneskjan var stútfull af gulu ógeði – svona hrossafitu, ööööhhhh. Sem sagt enga skurðlækna fyrir mig næstu 2 árin eða svo minn kæri Guð!

VIÐKVÆMIR MEGA AFTUR BYRJA AÐ LESA!

Að öðru leyti en Styrkferðum hef ég ekkert aðhafst og átt í fullu fangi með það! Baldur setti mig í eitthvað hengingarstrekkingartæki sem var mjög spennandi og skemmtilegt. Vonandi gerir það gagn. Svo vill hann bara helst ekkert vita af mér fyrr en á föstudag í næstu viku, þ.e. í nudd eða svoleiðis. Kannski er bara gott að hvíla það líka. Það er kannski bara auka-álag (ég meina nú fyrir mig en stundum held ég að ég sé líka auka álag fyrir hann!), ég veit ekki svei mér þá. Hann talar svolítið í hálfkveðnum vísum – já eða bara í ókveðnum vísum. Ég er svo nokkra daga að fatta að ég náði ekki því sem hann meinti og þarf þá að spyrja hann útí málið – en gleymi því oftast! Svoldið merkileg samskipti verð ég að segja ;-).

Um helgina ætlaði ég að byrja á því að ljúka verkefninu mínu í mínu námi- en ég get ekki með nokkru móti horft niður í borð – get ekki einu sinni dútlað mér í neinu föndri eða sett í uppþvottavél eða neitt. Stórmál að beygja sig og setja dvd disk í tækið. Ég meina er þetta bara í lagi? Og ekki hef ég heyrt neitt af myndunum af mínum fína hálsi. Held reyndar að það sé ekkert að mér nema vöðvabólga.

Lítur sem sagt ekki vel út með neitt verklegt hér á bæ. ÉG er að bilast á þessu – ég er eiginlega svo mikið að bilast að ég nenni ekki að æsa mig yfir þessu einu sinni.

Jæja nú er ég farin að snæða!

Af hálsi og letilífi – varúð væl pistill mikill

Ég átti alveg arfa slaka nótt eftir ágætan gærdag. Ég fór í Styrk og stóð mig bara vel og svo í nudd. En í fyrsta skipti á ferlinum datt mér það í hug í nótt að kannski ætti ég bara ekkert að vera að fara í nudd á meðan hálsinn er svona!
Ég var bókstaflega að drepast. Ég hafði nú etið vel af Norgesic í gær og fyrir svefninn – auðveldar mér til muna lífið verð ég að segja – hélt jafnvel að ég væri bara að verða góð! En ég hafði ekki undan í nótt að vorkenna mér. Ég fann svo ótrúlega til í hálsinum. Það var eins vinstri hliðin langt upp eftir haus væri opin kvika. Norgesic gerði sko ekkert gagn, og ég fór því fram í ísskáp og náði mér í kælipokann og lagði hann við. Þá fyrst fékk ég einhverja bót ég meina það. Svo hitnaði hann nú en ég tók hann aftur fram undir morgun. Ég er ekkert afleit í dag en ég get nú ekki snúið hausnum hratt til hægri eða vinstri og öll sveigja er óþægileg.
Bjartur er mjög óánægður með lífið og tilveruna. Ég fer ekki með hann út í dag – ég er algjörlega ákveðin í því að hvíla mig í dag enda fer ég í Styrk nú eða Toppsport á morgun og veitir bara ekkert af hvíldinni 😉 Ég nenni ekki einu sinni í sund og þó er veðrið eins og best verður kosið. Mest langar mig að skríða upp í rúm og gera ekki neitt nema sofa en ég hef ekki góða reynslu af viðureign minni við koddana eða ekki koddana.
Mataræðið er ekki að gera sig. Aðallega af því það er ekkert til. Ætla samt að reyna að gera eitthvað gáfulegan fisk núna svo ég fái eitthvað almennilegt. Þetta er eilíf barátta við halda matnum að sér á réttum tíma og í réttu magni. Ekki vil ég vera étandi fram eftir öllu. Rétt að venja sig ekki á þann fjanda á ný.
En jæja svo sem ekkert að frétta, nema bara hvíld og róleg heit og almennt væl. Voða sem ég er orðin vælin – en það er svo sem ágætt að fá útrás hér á blogginu – hef engan til að væla utaní annan 😉 Svo afsaka ég þetta með sjálfri mér með því að segja að það sé bara gott að koma þessu út úr myndinni með því að pústa – sneðugt ekki satt?
Maður er svona að taka pólinn upp á nýtt eftir skrítið tímabil í október. Hélt einhvern veginn ekki að október yrði erfiðasti mánuðirnn af þeim 6 sem liðnir voru. En svona getur þetta verið. Vandræðin gera ekki boð á undan sér og líklega þarf maður bara að ganga í gegnum ákveðnar sveiflur og líta svo á heildina.
Ég er mikið að hugsa um vigtina – ég er næstum viss um að ég stíg á hana á morgun – en vil það samt hálfpartinn ekki og eiginlega alls ekki. Mér finnst bara svo asnalegt að stíga á hana með Baldri með lokuð augun eitthvað- eins og maður sé ekki fær um að bera ábyrgð á því sjálf… En kannski er það bara sniðugt… (not) Er samt ekki alveg búin að kaupa það!

Leiðin mín

Það er skrítið með þessa vegferð mína sem lífið er. Er það ekki svo með okkur öll? Einhver sérkennileg undarlegheit sem saman mynda lífið.

Afhverju ætli ég geti ekki bara farið í megrun og látið þar við sitja. Afhverju þarf ég að leggjast í einhverja sjálfsskoðun. Glíma við fortíðina, mistökin, mótunaröflin?

Ég veit ekki svarið, ég veit samt að fyrir mér er engin önnur leið til. Ég einhendi mér í þetta, endurskoða, endurupplifi og set saman í myndina af mér. Hver er ég? Hvers vegna er ég feitari en maðurinn við hliðina á mér? Hvað get ég gert til að breyta því – sætta mig við eða fyrirgefa mér að vera sú sem ég var og umfaðma þá sem ég er og verð og ætla að verða?

Hið eina sem ég get gert er að takast á við þetta verkefni – mig. Sinna því eins og flestum öðrum verkefnum sem mér hafa verið falin um ævina; af kostgæfni og alúð. Nú er komið nóg af því að setja sjálfan sig í aftursætið, nú þarf að huga að og gefa sér tíma til að íhuga og ígrunda sitt líf. Einungis þannig get ég breytt því sem þarf að breyta.

Oft er erfitt að finna það sem er að, kannski er ekkert að sem orð er á gerandi en raunveruleikinn er þó sá að sjálfsmyndin og sjálfstraustið er ekki upp á sitt besta. Sjálfsmyndin myndast í bernskunni og unglingsárunum og þá gerðist margt sem ég finn núna að hefur skipt máli og flest gott – afskaplega gott. Ég átti 9 eldri systkini sem öll höfðu skoðanir á yngstu leiðinda frekjudósinni, dekurdúkunni og sjálfstæðisinnanum Ingveldi. Ég fékk eitt og annað að heyra og ég er sannfærð um að það sé allt satt enn þann dag í dag. Alveg sama þó ég reyni að halda öðru fram við sjálfa mig. Og einhvern veginn er það svo að hrós var í minna mæli en umvandanirnar. Ég var bara lítið barn sem gat ekki verið annað en ég var og systkini mín þau sem þau voru. Engum er um að kenna en eftir stendur það sem var sagt og sýnt. Sumt hafði neikvæð áhrif á stelpuhnokkann annað gerði mig að þeirri hetju sem ég er 😉 – sumt man ég enn og á eftir að fyrirgefa. Bara smá atvik, orð – fjölskyldulíf af bestu gerð en ég sver það er ekki auðvelt að vera yngst 9 systkina og eiga aldraða foreldra. það eru æði margir sem hafa álit á uppeldinu og afurðinni. Þetta myndar sjálfsmyndina og mín er hálf brengluð held ég. Og það er svolítið erfitt að takast á við þetta allt saman.

það er líka glíma að takast á við ræktina og hreyfinguna. Þar koma oft fram brestir á sál og líkama sem þarf að taka á, áður en næsta skref er stigið. Baldur þarf að laga hælsporann og auman háls, ég þarf að laga það sem er fyrir innan og styrkja það og efla í senn með hans hjálp og annarra. Dj… sem þetta getur verið erfitt. Og þegar steitir á er auðveldast að fara í gamla farið – það er ekki best en það er auðveldast.

Það sem er mér erfiðast núna er að sinna vinnunni, ræktinni, labbinu, heimilinu, náminu, Bjarti, börnunum, Páli þannig að allir fái sitt og mér líði vel. Það gengur ekki vel. Ég vildi geta unnið miklu meira. (minnumst ekki á allt hitt) Miklu miklu meira… Og verkefnin hrannast upp…

Það er líka erfitt að vera svo illt aftan í hálsinum og níður í bak og ætla sér að láta eins og ekkert sé. Þá er gott að hugsa með sér að hvíld sé nauðsynleg. Hægja á og ná sér góðri. En gerist það með hreyfingarleysi? Náði ég mér góðri þannig í vor spurði Baldur og svarið er reyndar nei…. Og þar sem mér varð það ljóst fór ég í Styrk í dag og tók 50 mín í brennslu þar af 12 á svitavélinni 😉 og þunginn hvíldi ekki allur á höndum takk fyrir pent.

Ég verð ekki ánægð nema ég stundin ræktina af þeim krafti sem ég veit ég þarf. Ég þarf bara að setja upp nýja áætlun – nýtt plan og hætta að væla. Ég bara missi stundum stjórn á mér í vælinu. Ég ætti að rifja upp það títtnefndur sjúkraþjálfari sagði við mig í sumar: Hættu að segja oh alltaf þetta er ekkert erfitt.

Það er hvort sem er bara skilgreiningaratriði.

En ég fór á vigtina í dag. Held mig langi ekki aftur á hana. hafði ekki þyngst frá síðustu vigtun. Ég hafði jafnvel búist við því. Og nú er bara að vera dugleg og hugsa um hitaeiningar. Og brennslu. Ég verð að brenna og brenna og brenna.

Ég fór í nálar í dag og ég sver að þetta er engu líkt. Þær held ég að hafi allar lent á sálinni í mér og ollu stormviðri þar. Svo ekki sé minnst á verkinn í vinstri hluta líkamanum frá toppi til táar en vinstra megin er hælsporinn sem er ekki eins góður og ég hélt hann væri orðinn, kálfi sem verkjar, vinstra megin í hálsinum er allt verra. Ólýsanleg tilfinning. Óskiljanleg líka

Steiktur fiskur í raspi

Þannig líður mér núna. Ótrúlega trúverðug lýsing þó fáránleg sé.

Ég veit ekki alveg hvort ég er í þessum skó eða undir honum!

Tíhíhí…. Í sumar fékk ég ótrúlega mikið í höfuðið og hálsinn. Og í vor gat ég nátturulega ekki haldið haus því hálsinn á mér var svo lélegur. Og svo bara batnaði mér. Hausverkurinn fór með nuddi og nálum á ótrúlega skömmum tíma.

Svo fór ég í nudd á mánudaginn og fékk svo frábært tog eitthvað að ég fann alveg hvernig það virkaði frá a til ö en eftirstöðvarnar urðu nokkuð svæsnar – nema að það sé bara streita og vitleysa sem veldur þessu öllu saman. Hún er nú alveg næg. Það var sovlítil brekka í þessu öllu saman hjá mér á mánudaginn var en mér var nú komið inn á brautina með góðra manna hjálp.

E.t.v. er hluti af því hvað mér finnst lífði stundum erfitt um þessar mundir er að vinnan er farin að safnast upp. Það er svo ofboðslega mikið sem er að safnast upp hjá mér og ég bara verð að sinna því – en ég kem því ekki við. Ég náttúrulega elska að vinna og vil gera allt sem áður en ræð ekki við það tímalega séð. Þetta er ekki alveg einfalt alltaf. Nú verð ég að vera fókuseruð í vinnunni og taka æfingarnar það létt að ég geti það. Ég er því að hugsa um að setja upp nýtt æfingaprógramm.

Fara í toppsport (styrkur heitir sko ekki lengur styrkur) á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum. Þá er allt annað yfirbragð á þessu hjá mér. Kannski fer ég líka í spinning og reyni að vera eins og manneskja. ´

Ég heit mér því að láta ekki deigan síga þó ég sé að drepast í höfðinu og hálsinum. Fór í neyðarnudd í morgun og svo tók hann mig í nálar seinni partinn. Og ég er eins og steiktur fiskur í raspi – á uppleið 🙂
Ekkert farið á vigtina og guð má vita hvernig það gengur. Úff…
En nú er bara verið að ná heilsu á ný og passsa mataræðið sem best ég get.

Já já er það ekki bara

´

ÉG þekki sko klárlega einhvern sem er þessi skór. Ég þekki svo margar blúndur. Hildur systir væri ein. Og svonan lítil falleg kona einhver, hmmmm já – tileinka hann bara öllum litlum fínlegum konum. Þær eiga nú skilið að fá sína athygli hér á þessu bloggi líka :-).

Heyrið þið mig. Ég fór í nudd í gær sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi – er búin að vera þar í 8 mánuði slétta núna. Nema nú er minn kæri nuddari farinn að dútla sér á alveg nýjan hátt við herðarnar á mér og hálsinn. Oh my god – frekar vont verð ég að segja og ég er nú bara alveg helaum í dag eftir átökin í gær. Ég þarf náttúrulega að finna til tevatnsins þar sem kálfarnir eru úr sögunni í bili að minnsta kosti.

Og ekki tók svo betra við í dag. Ég hjólaði í gær um allt eins og berserkur þrátt fyrir mikið rok og kulda fór ekki heim fyrr en að verða 22 eftir að hafa föndrað smá jólaföndur frá 20 en fram að því hafði ég nú bara verið að vinna. Nú í morgun fór ég líka út að labba eins og í gærmorgun (heyriði og sunnudaginn en þá fór ég nú í klst göngutúr um Selfoss með Páli og Bjarti!) og svo á hjólið í sama dómadags rokinu að viðbættum svakalegum kulda – eiginlega fyrsta kuldanum í haust. Og þar sem ég hjólaði í Styrk í hádeginu og gatinu mínu þá bara hélt ég stundum að ég væri stopp en hvað um það – er sem sagt búin að hjóla heilmikið í strekking í gær og dag. Svo bætast við 11 mín á stigvélinni, ógeðstækið og fótaæfingar dagsins og saman gerir þetta þessar líka dómadags harðsperrur og strengi. Þetta er nú í alfyrsta skipti lengi lengi ef nokkurn tímann sem ég er bókstaflega eins og kvika frá toppi til táar. Ætti ég ekki bara að sleppa morgungöngunni í fyrramálið – ég meina vá.

En á móti kemur er ég hrædd um brennsluna. Er ég ekki eitthvað búin að minnka hana því ég er að hjóla – kannski er ég bara ekkert að brenna nóg. Kannski er það þess vegna sem Baldur er farinn að tala um spinning? Oh my god. Svona getur þetta verið…. Oh my god endalaust.

En jæja – enn að reyna að vera jákvæð eftir miklar sveiflur undanfarið – og sveiflurnar flestar verið niður á við… Ég meina hversu óánægður getur maður verið við sín og sín verk? Töluvert I tell you. Og þá er nú gott að eiga vesenislausar vörður til að leiða sig áfram.

Sem minnir mig á að ég er að fara að klára verkefnið mitt hjá Ingvari – hinum vesenislausa manninum í mínu lífi.

Inga uppgefna á sjálfri sér

Sko þetta gæti verið skór dagsins.

Ég er nú bara í nokkuð góðum gír nefnilega. Ég er nokkuð vel áttuð í skólanum – búin að senda 100 tölvupósta til ýmissa foreldra um hitt og þetta – bara gaman að því :-).

Ég svaf vel í nótt – það er nú ekki alveg á hverjum degi sem ég geri það. Er í nýjum fötum sem passa þokkalega.

Er bara betri af hælsporanum mínum og veit hvað ég á að hafa í kvöldmatinn og ALLT. Var á þrælskemmtilegum fundi um skólamál þar sem maður ræddi sín hjartansmál – líka gaman að því.Gaman ef maður fær að tala – það vantar nú ekki.

En svo er ég einhvern veginn svo glötuð líka – eins og þessi skór – sko hann gæti verið fín á öðrum en ekki MÉR. Þetta er svo erfitt líf á köflum að ég get dáið. Ekki dáið dáið en vorkennt mér dáið.
Það eru bara ákveðnir hlutir sem eru ekki að gera sig og mér finnst ég eiga óþarflega stóra sneið í þeim hlutum. Jukkiti jukk…
En það verður bara að bretta upp ermarnar og snúa helv… vesenið niður :-).
Ég hef ekkert hreyft mig í dag – fór ekki með Bjart heldur lá í bælinu eins lengi og ég gat því ég var svo þreytt og uppgefin. Ætla svo ekkert að gera í dag – kannski bara í heita pottinn en ég meira að segja efast um það. Ég geri heldur ekkert á morgun þó ég ætli nú að labba í fyrramálið.
Ég er bara svo uppgefin og þreytt. Ég var það nú líka í gær og það var eins og ég væri með heilt fjall í stærri kantinum á herðunum. Ég minnist þess bara ekki að það hafi verið svona erfitt að hjóla eins og í gær, úff. Fór nú samt í Styrk því annars hefði ég bara farið á föstudaginn næsta. Það er bara ekki nóg. Onei… Held samt að það hafi ekki verið sérlega gáfulegt ráðslag satt að segja. En ég beið svo sem engan skaða af því. Fór bara í hádegishléinu mínu eftir að hafa mætt út í skóla rúmlega sex.
Það er kannski hluti af þessu öllu, búin að mæta í vinnuna á milli sex og sjö síðustu tvo daga og vinna til að verða níu og er enn að vinna í dag. Kannski er það hluti þess að ég sé þreytt. En ég er líka ánægð með það því ég hef getað gert svo mikið og verið fókuseruð á það sem ég er að gera. Maður bara verður stundum að vinna. En maður verður náttúrulega líka að vera duglegur að hvíla sig og ég hef nú svo sem ekki verið fræg fyrir annað í gegnum tíðina.
Á morgun er fimmtudagur. Þá er stutt í föstudag og helgina! Ég þarf að vinna svolítið um helgina held ég – skila einhverju af mér og svo bara verð ég að fara að læra smá. Er ekki að gera sig að sleppa því lengur.
Ekki var nú vigtin skemmtileg við mig í gær. Stundum afber ég þetta ekki. Það eru margir sem segja við mig að þeir skilji ekki að ég léttist ekki meira miðað við hvað ég hreyfi mig mikið! Og ég sekk stundum í það að skilja það ekki heldur – þó ég viti að jafnaðar þyngdartap upp á 700 gr eða svo á viku sé ekki slæmt á hálfs árs basis. Það skilar fínu á ársgrundvelli. En ég sekk stundum alveg niður í þetta að vorkenna mér þessi ósköp og fæ nagandi sektarkennd því ég er náttúrulega viss um að ég sé í raun og veru ekki nógu dugleg og mataræðið sé allt í volli og ég þá þar með orðin aumingi. Stundum finnst mér eins og ég geti aldrei verið ánægð – þurfi alltaf að finna skuggahlið á allri gleði.
Sko – ég er í aumingja ég stuði – en samt er ég frekar hress bara – en það er einhver hóll sem skyggir á útsýnið!
En ég færist vonandi úr stað- nú eða hóllinn verði grafinn í burtu – sem væri náttúrulega best líka.

Húsfreyjustörf

Og húsfreyjuskór! Þarf að fara að taka til svo Dísa og Hildur kafni ekki í einhverju sérkennilegum efnum og dóti hér. Úff púff. Ef ég væri gella þá myndi ég vera í svona skóm þegar ég ryksugaði upp hundahárin – tíhíhí.
Var í nuddi – dásamlega viðbjóðslegt. Held samt að ég myndi ekki vilja vera nuddari og nudda mig…
Held ekki… sem er náttúrulega ákveðið áfall í sjálfu sér…
Er nú samt áreiðanlega að verða betri í kálfunum þó enn sé það næstum ólýsanlega vont að láta nudda þá og ég bara hlýt að fara að verða góð í herðunum… Ætli hr. nuddari sé ekki bara að nudda þær til að halda mér góðri. Fæ nefnilega aðskilnaðarkvíða ef ég fæ minnsta pata af því að ég geti ekki verið í ,,nuddi“ það sem eftir er ævinnar hið minnsta! Sigh
Fór að labba í morgun, hjólaði í vinnuna og í Styrk – og lengdi ferðina þangað svo hún tæki nú svona eins og 15 mín. Annars er þetta hjólarí svo stutt og ómerkilegt að ég held ég hætti að nefna það nema um lengri ferðir sé að ræða. Maður svona spyr sig hvort þetta hafi eitthvað að segja. Að vísu var dagurinn í dag strembnari en undanfarið þar sem það var svo mikið rok á móti og þá reynir maður meira á sig -enda svitnaði ég heilmikið í göngunni og hjólinu að ég vildi óska að það væru sturtur í Sunnulæk. En þær koma nú bráðum. Ef ég þá… uss ekki orð um það meir.
Nú jæja – nú er ég búin að bíða klst af mér í tiltekt – spurning hvort spenningurinn og stressið jafni það út og ég fari að gera eitthvað hér í þessu litla húsi mínu. Það er ekki eins og þetta sé óvinnandi vegur – öðru nær.
En jæja ætla að hökta af stað helaum í hægri öxlinni eftir nuddarann – en ég á eftir að segja ykkur eitt: Í fyrsta sinn í háa herrans tíð – og ég er að tala um kannski svona eins og 20 ár þá finn ég stundum vellíðunartilfinningu í kálfunum – jamm þeir hafa löngum verið í hassi blessaðir. Eins og kannski fleiri líkamspartar.
Kveðja húsmóðirin Ingveldur sem langar þó miklu frekar að vera merkilegur rithöfundur í skáldahúsi í suður France. Jummmm