Magavöðvar og leti

Sko – það er ekki hægt að skilja þetta mannslíkamadót og alls ekki þá minn. Ég vil bara fá svona einhverja einfalda mynd af vöðvum mannslíkamans en það er eins og það sé verið að drepa þetta internet með því að biðja um það!

Hvað er að þessum íslensku heilsufríkum að hafa ekki almennilega síðu um þetta einhvers staðar. Nú sem sagt þarf ég að fara að læra um þessa vöðva all by myself og það er ekki eins og ég skilji eitthvað í þessu! Veit ekki einu sinni að ég er með vöðva nema þá í kálfunum og ekki veit ég hvernig þeir liggja eða hvers vegna! Dj…

Svo bara allt í einu og skyndilega er ég með einhverja ,,verki“ í maganum og kemst ekki að neinni annarri niðurstöðu en að þetta séu harðsperrur eftir gríðarlegar magaæfingar á sunnudaginn og þennan líka litla spinningtíma dauðans á þriðjudag!

En veit ég og trúi að það sé til vöðvi innan í mér sem liggur þvert á kviðinn og inn í mig einhvern veginn! Vissi ég að það væru vöðvar þversum í mér inn að … einhverju? 1 cm breiður eða svo? Nei það vissi ég ekki! OG VEIT EKKI ENN því þetta internet getur ekki sýnt mér neitt um þetta þannig að ég skilji það! Sigurlín segir að það sé til svoleiðis harðsperrur og þá líklega vöðvi! Trúi henni nú ekki alveg – vil sjá almennilega mynd af þessu svo ég haldi ekki að ég sé með samgróninga ;-).

Ég geri áreiðanlega aldrei nóg – ég fæ svo sjaldan harðsperrur – en ég vil nú meina að það sé vegna þess að ég sé svo dugleg að teygja!
´
Afrekaskráin mín í dag:

nennti ekki í búð
Fór ekki í morgunbrennslu
alls ekki í spinning
ekki í afternoon brennslu
ekki út með hundinn sem er í stofufangelsi
Mataræði – eplakaka með rjóma,kjúklingabitar, franskar, hmmmm já og nammi á kennarafundi! Borðið fulla lúku af súkkulaðirúsínum í gær – já og svolítið af piparkökum í dag!

Brilliant og ég get ekki einu sinni sagt með sæmilegri festu að mér þyki það miður. Ég er búin að missa alla einurð og einbeitingu – fer í Styrk ef ég man eftir því – hmm hvar eru íþróttabuxurnar? Já eða skórnir – iss piss geri bara það sem mér sýnist. Lífið er hvort sem er svo snúið um þessar mundir ha hu hummm

OG ÉG VAR AÐ FREGNA AÐ STYRKUR ER LOKAÐUR FRÁ 20 DES TIL GUÐ MÁ VITA HVAÐ! Christ og ég sem ætlaði að vera svo dugleg um jólin!

shit

Og svo get ég ekki einu sinni sagt að afköstin í vinnunni séu svo mjög gasaleg!

Lengi lifi Coke lite – vatn er vont og nammi gott! Elda er óþarfi og Bónus er óvinur númer 1 – 100. Jább hún Inga litla er á góðri leið með bros á vör og kampakát. Ætlar í bólið snemma og láta sem ekkert sé því það koma hvort sem er alltaf svona tímabil þar sem hlutirnir ganga ekki vel – og það er bara eðlilegt og ekki er hægt að halda sama tempói alltaf og það er bara í lagi að slaka aðeins á – Maður má nú ekki ofgera sér. Já og nóvember er nú erfiðasti mánuðurinn í kennslu!

oh í svona niðursveiflu er svo mikilvægt að halda haus og vera umburðarlyndur og þolinmóður!

Oh yeah

Er ekki bara kaffi krús eftir skóla á morgun og enginn Styrkur? Tjú tjú trallalala

Life is a wonderful thing

Fíkn, offita, þunglyndi, móðursýki, orkuleysi, búseta í skýjaborgum, kenna öðrum um, allt eru þetta gjafir sem svo gaman er að vinna með – styrkja persónuleikann, auka manni umburðarlyndi og þroska. þetta er allt lífsreynsla.

En kvíðn er konan ekki og það er nú fyrir mestu!

Ég hef samt eiginlega engan áhuga á því að verða umburðarlynd og þolinmóð – ég meina hver yrði ég þá? Ekki hún Inga og ég hef svo sem engan áhuga á að segja skilið við hana.

En nú er ég farin í bólið að leas bók um óþolinmæði!

Og ég bara verð að fara að setja hann Bjart ofar í forgangsröðina – þetta er ekki að gera sig!

Og auðvitað fer ég í Styrk og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu af markmiðslistanum – en mig rámar í að mér hafi verið bent á að bæta svefninn. Nú fer ég í það.

Lof jú still

Inga

Margt um að hugsa

Fór til sála í dag. Það var svei mér áhugavert. Fannst hann ekki segja orð umfram það sem ég vissi. Talaði þessi ógn um einhverja fíkn og fíkla ;-). Voða margt sem ég þarf að kyngja ekki nóg með að ég þurfi að segja það endurtekið og horfast í augu við að vera offitusjúklingur og byrgði á þjóðfélaginu sem slík en ekki bara feit kona heldur er ég víst fíkill líka. Sigh…

En ok ég skal gera það. Svo var nú eitt og annað sem þið fáið kannski að vita – og kannski ekki. sumt var klárt – annað minna klárt en þegar upp var staðið þá hef ég bara heilmikið að hugsa um þar til næst – já og hefti til að lesa um óþolinmæði – hvernig í ósköpunum sem manninum datt í hug að ég væri svoleiðis.

Svaf lítið í nótt – aldrei þessu vant – fór ekki í Styrk kl sex eins og ég ætlaði og fór ekki út í skóla að vinna eftir styrkferð (liggur í hlutarins eðli kannski) og dagurinn bara hálfundirbúinn einhvern veginn.

Ég bara ræð ekki við að vera kennari nema vinna í 70 tíma á viku – svoldið sorglegt verð ég að segja!

Ég er mjög svekkt með að hafa ekki farið í Styrk en svona er þetta – þriggja tíma svefn er bara ekki nóg og maður bara verður að vera umburðarlyndur – (ég á að temja mér það víst!) Ef ég verð umburðarlynd þá fer ég í sama farið og ég var í febrúar. I shit you not!

Spinning á morgun og ég bara verð að undirbúa mig eitthvað en ég get það áreiðanlega lítið því ég þarf að vera heima til að vekja Aðalstein og koma honum í vinnu. Og ekki verð ég lengi í skólanum á morgun – ég er bara ekki alveg að ráða við þessar annir allar saman svei mér þá!

En ég er miklu hressari – amk á yfirborðinu en það gengur ekki vel með markmiðin maður. Þetta kemst ekki í lag fyrr en með matardagbók held ég…

Voða er margt sem ég þarf að laga – ég hef bara ekki áttað mig á því hvað ég er ófullkomin mannvera fyrr – sem betur fer verð ég að segja! Púff

Sigur á sjálfri mér

Ég þarf sko að gera afmælisgjöf handa einstakri manneskju – og náttúrulega og að sjálfsögðu er ég að gera það á síðasta degi – síðustu mínútu – og á allra allra síðasta snúningi.

Ég sá mér því kost vænstan að fara ekki í Styrk í dag því ég væri svo önnum kafin við að gera gjöfina handa kærri vinkonu. Neyðin brýtur lög og það allt saman. Sem sagt ég gaf það út við Pál að ég færi ekki í Styrk ég yrði að klára gjöfina.

Páli fannst það góð ástæða og sagði það vera í lagi. Hann benti mér á að hann væri líka önnum kafinn (en hann grunaði að ég ætlaðist til að hann kæmi með!).

,,Nei Páll það er ekki í lagi“ sagði Ingveldur hin skelegga hringsnúandi umskoðunskiptandi kona. ,,Það er bara alls ekki í lagi. Markmið mitt er að fara í Styrk í dag og þessi dagur kemur aldrei aftur (því ég gæti ekki bætt mér það upp á morgun því ég þarf að fara í bæinn eftir hádegið þar að auki). ,,Ég verð að fara í Styrk!“

,,Nú þá förum við bara Inga mín!“ sagði þessi elska og af stað fórum við og þó brennslan hafi nú ekki verið nema í 30 mín þá var þetta bara fín ferð!

Þannig vann ég sigur í dag! og afmælisgjöfin klárast vísast fyrir fjögur 🙂 en þá verð ég líka að halda áfram! (hmmmm í hvaða fötum ætti ég að fara?) Ha hu hummmmmm))

Lof jú ol

kveðja Inga sigurvegari!

oh yeah – hvernig gengur með markmiðin?

Það er nú eitt og annað búð að gerast hér í þessu húsi í dag skal ég segja ykkur. Seríur komnar í alla glugga nema tvo. Búin að taka til í eldhúsinu og losa mig við ýmislegt torkennilegt dót þaðan sem hefur safnast þar upp í gegnum tíðina.

Fór í pottinn í lauginni því ég er aum í fótunum eftir skóna og labbið, dansinn og fjörið í gær (þó ég hafi nú lítið dansað) og svo er ég bara svona almennt aum í fótunum. Mikið álag á þeim greyjunum :-). Þeir standa sig nú vel stólparnir atarna þó þeir verði ekki næstu árin notaðir í sokkabuxna-auglýsingar :-).

Svoldið snemmt að hafa kveikt á seríunum en ég ákvað nú bara að gera það samt. Æ það er eitthvað svo dimmt og svo finnst manni þær alltaf hana of stutt þegar maður tekur þær niður eftir jólin. Gaman að sjá líka glampandi gluggana – þeir eru bara svolítið óhreinir að utan – þyrfti að koma hlýindi svo ég gæti gert eitthvað í því.

Já og svo er ég ekki með neinn óhreinan þvott í vaskahúsinu!

ÉG þarf að fá mér svona, það er bara ekki hægt að þvo hér og þurrka í þessu húsi. Onei. Þetta er efst á óskalistanum. þegar ég verð búin að grafa mig niður úr skuldafeninu þá fæ ég mér svona :-).

Það er eiginlega sáluhjálparatriði. Kannski kemur einhvern tímann eitthvað út úr augnslysinu hjá Páli – hver veit.

Afhverju ætli maður verði aumur í fingurgómunum og svo sár ofan á fingrunum að hárið á manni sker í mann sár? Já og svo þurr á kálfunum að það nálgast klikkun? Hef nú bara ekki lent í svonalöguðu fyrr ég verð að segja það og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þurrk á kálfunum málum!

En nóg um þetta og nú að erindinu – meta hvernig gengur með markmiðin mín sem ég man eiginlega aldrei alveg hver eru!

Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi

Rautt gekk vel
Blátt gekk verr

Matur
Versla reglulega inn (það fer um mig hrollur)
Palli hefur séð um það – allt í góðu!
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Fæ fínan mat hjá Palla nema einu sinni einhvern skyndimat, feitan og ógeðslegan!
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Var nú annasöm vika og þar að auki Páll heima en ég var oftast komin heim um sex 🙂 eða aðeins seinna!
Borða skyr – jukk
Heyrðu eitthvað borðaði ég af skyri en ekki nóg
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Ekki einu sinni vísir að því – borðaði nammi og drakk kaffi í staðinn
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi!
Sbr hér að ofan þá náttúrulega var þetta ekki alveg að gera sig en… það var nú leynivinivika og ég fékk mér enga sæta köku í erfinu í gær og ekki heldur í asíska kennarapartíinu í gærkveldi! Á ég þá ekki eiginlega inni nammidag?
Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fór síðast og fer á morgun!
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Done – brennsla
Spinning á þriðjudögum
Done
Hvíld á miðvikudegi
zzzzzzzz
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Done
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk.
Jarðaför þannig að ég tók 40 samfellda brennslu áður en kennsla hófst – æði!
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.
Jebb!
Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka.
Ekkert labbað með Bjart í dag en ég labbaði í nótt 😉 telst það ekki með? en við förum aðeins í skóginn á morgun
Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.

Það er meira blátt matarmegin – ha hu humm – skrítið

Hreyfingin er alveg að gera sig samkvæmt markmiðum. Best að halda sama tempói næstu viku. Kannski má lengja morgunbrennsluna þegar því er við komið og maður er í stuði!

Þarf að halda matardagbók – þá kannski held ég betur utanum þetta og segi ekki bara að þetta sé í lagi. Hef þá ákveðna sönnun 😉

Það er náttúrulega eitt að drekka kaffi

…en svo er annað að drekka kaffi! Hversu mikið kaffi er t.d. hægt að drekka á einum degi án þess að verða vitlaus? Er búið að kanna áhrif kaffidrykkju í megrun? Miðað við allt og allt þá hlýtur það að hafa jákvæð áhrif ég segi nú ekki meir að sinni – það væri too much sko!

En þar sem mér almennt finnst ég vera svoldill auli – stundum mikill þá er gott að eiga leynivin sem heldur annað og pakkar því í box með ekki svo mjög óhollu nammi (ég hugsa að hann hafi ætlað mér að borða nammi yfir ákveðinn tíma sem þó væri meira en einn dagur! Enda er ég ekkert búin með það!) En sem sagt sjálfstyrking er jákvæð – egóflipp jafnvel nauðsynleg. En sem sagt í sæta boxinum mínu með kókosnum voru 14 miðar með svo fallegu um mig að ég hef tárast reglulega í dag yfir yndislegheitunum – í þeirri von og trú að enginn myndi setja svona á blað í box nema meina það!

Og þar sem ég ætla að fara að hugsa um styrk minn en ekki veikleika alltaf hreint deili ég þessum dásamlegum molum með ykkur og þá meina ég ekki kókosnum. Ég byrja á kennaranum:

Þú ert góður kennari!
Þú ert leiðtogi 🙂
Þú ert skemmtilegur samstarfsfélagi 🙂
Þú ert útsjónarsöm
Þú ert klár!
Þú ert dugleg!
Þú ert kraftmikil!
Þú ert umhyggjusöm 🙂
Þú ert góð!
Þú ert kát 🙂
Þú ert fyndin:-)
Þú ert skemmtileg 🙂
Þú ert frábær:-)
Þú ert æði:-)
Ég er algörlega bergnumin og tárvot um hvarmana enn einu sinni!
Á fyrsta degi var ég viss um hver leynivinurinn minn – þekkti mig svona hæfilega mikið – væri ekki búin að vera lengi í Sunnulæk.
Á þriðjudag var ég enn nokkuð viss – fékk stjörnur af ýmsum tegundum.
Þriðja daginn var ég svo sem ekki alveg viss- hugmyndaauðgin kannski aðeins meiri en ég átti von á í Fröken Stjörnu bókinni. Líklega læsi viðkomandi bloggið mitt og þar segir að mig langi til að verða fræg eins og fröken Stjörnu og það eru ekki svoooo margir í skólanum sem lesa bloggið. Ég var sem sagt farin að efast – fannst þessi manneskja þekkja mig betur en sú sem í upphafi ég ætlaði að væri leynivinurinn minn!
En í dag – þekkir sá mig sem skrifar svona fallegt um mig? Ef svarið er já – því tilhvers að skrifa þetta ef engin væri meiningin þá get ég ekki annað en lotið höfði í auðmýkt og þakkað fyrir mig.
Ég á eftir að geyma þetta og prenta út og geyma hjá kvótinu hans Baldurs. Það er svo mikil dásemd að ég les það í hvert eitt sinn sem mér finnst ég vera að tapa mér – sem er nokkrum sinnum í viku. Það á í mér hjartað auk þessara 14 dásamlegu miða sem ég fékk í dag!
,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „
Og hvað er ég að kvarta? Þvílíkt vanþakklæti.
Markmið: Muna að þakka ykkur að kvöldi sérhvers dags!

Spinning að baki

Engir verkir undir iljunum, ekki sérlega aum í kálfunum, svoldið aum í herðunum, hælspori sem aldrei fyrr og ég var 20 mín að ná reglulegum hjartslætti. Sigurlín komst í 178 í púls. Ok ég djöflast ekki eins og Sigurlín en eitt lagið þarna – ég hélt hún dræpi okkur!

En tímarnir styttast og þetta er bara fínt mar… Bara gaman sko. Fínt. (ef ég segi það nógu oft man ég þá ekki klárlega betur eftir því í næstu viku að ég get þetta VEL!)

Og Heiðrún segir bara að ég sé ógeðslega dugleg og standi mig vel! Fitubollan atarna hún Ingveldur er amk ekki að draga sérlega af sér – en kannski ekki að leggja sig alveg nóg fram ég veit það ekki.

Skil samt vel að Baldur hafi sig ekki í þetta! Hann er áreiðnlega með fullt af fínum afsökunum pottormurinn atarna! Tíhíhí

Ægilega fín markmiðin mín – eina sem ég man er að ég á frí á miðvikudegi! Og eitthvað með verslun….

Heyrið þið bara allt fínt að frétta – ekkert mega dramakast í dag, bara í vitleysisgír. Og það er bara svoldið gaman af því.

Já og Palli fór að versla þannig að það markmiðið bara púff leystist af sjálfu sér en þessi skammtíma markmið eiga að vara í 6 vikur og ég á að ná þeim á þeim tíma en ekki á fyrsta degi. En ég næ nú þessu með hreyfinguna ha! Kýli á morgnana…

Ég hlýt að geta það…….

ha hu hummm

Ein ég sit hér og bíð

Búin að drekka kaffi þannig að það bunar út um eyrun á mér, láta eins og fífl á kennarafundi, svíkja sjálfan mig á því að vinna það sem ég ætlaði að gera í vinnunni – mér miðar ekkert með það. Ég er bara orðin letihaugur og er samt enn í vinnunni en er nú formlega hætt að vinna enda farin að blogga!

Ég er að fara í spinning! Og ég held ég kvíði því svolítið þó ég segi mér að þessi tími verði betri en sá síðasti – ég meina þetta er ekkert svo erfitt – bara erfitt 🙂

Enda sjáið þið að þetta er tóm sæla og ekkert annað. Tóm sæla. Hélt nú annars að Baldur ætlaði einhvern tímann að koma með mér en hann hefur nú eiginlega alveg svikið mig um það! Þorir kannski ekki, tíhíhí!

Heyrið þið mig – ég er búin að búa mér til markmið og ég ætla að setja þau hér inn því ég svoldið eftir að gleyma þeim held ég – ekki alveg búin að tileinka mér þau – enda á maður víst að gera það smám saman! Þau eiga ekki að nást á fyrsta degi heldur með æfingunni. Maður er bara alltaf að læra skoho.

Og nú ætla ég líka að anda svolítið – því ég er svoooo stressuð út af þessu spinning dæmi – þessari sælu og því!

En Ingveldur hér eru markmiðin þín og hana nú!

Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi

Rautt er erfiðastbleikt er svoldið erfitt

Ljósblátt er minnsta málið (kannski auðvelt en ekki ægilegt)dökkblátt aðeins erfiðara.

Matur
Versla reglulega inn
(það fer um mig hrollur)
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Borða skyr – jukk
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi!

Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Spinning á þriðjudögum
Hvíld á miðvikudegi
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk.
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.
Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka. Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.

There you are!