Stjörnuspáin:
After the rush of energy over the past few days, Inga, today you may feel a powerful letdown. Not every day can be filled with adventure and excitement. For now, you just need to take care of the routine matters that are a by-product of life on Earth. However, keep in mind that there are many social opportunities coming up, and with the right kind of planning, you can get excitement back into your life.
Ég er nú eiginlega alveg hætt að nenna að lesa þessa stjörnuspá en þetta er svoldið sniðugt því ég hef verið á einhverju flippi síðustu daga. Gaman í blaki, gaman að vinna námsefni, gaman í Styrk, gaman hjá okkur Palla, gaman og meira gaman. En svo í morgun þá – sigh var eins og lífið gerði vart við sig á ný – þetta venjulega.
Tiltekt, þvottur, matseld, stúss og svona. Og gamal kunnar hugsanir gerðu líka vart við sig í þann mund sem Kimi missti ráspólinn til Hamiltions bensínlétta.
,,Ummm mig langar í eitthvað gott! Ég hef nú staðið mig svo vel að mér er greinilega óhætt að leyfa mér eitthvað í dag! Bakaríiið á nú margt gott! Já og svo gæti ég haft nammidag…“
En þar sem ég er nú að verða svolítið sjóu-uð í sjálfri mér (því rétt eins og Baldur sagði í gær þá hef ég stundum áður haldið að ég væri á sléttum sjó og dottið kylliflöt með nefið í eigin vitleysu) – þá ákvað ég nú að fara í Styrk og vigta mig. Og viti menn ekkert lést síðan á þriðjudag og því varð það úr að ég keypti mér ekkert nammislikkeríis ógeð – enda á ég ekkert með það. Dró heim með mér blómkálshöfuð og smjatta á því sæl í mínu ;-). Þetta er ekki einnar viku project Ingveldur og hennar stúss. Mér er að verða það ljóst.
En þar sem ég nenni ekki að taka til og það allt – og ætla að fresta því um sinn er fínt að blogga smá og setja hugsanir sínar á blað – í stað þess að eyða orku í þetta dóterí hér þá ætla ég að gera aðeins upp Reductil notkunina mína. Ég sá nefnilega að það var einhver að fletta upp á því í gær og fann síðuna mína – en annars er það hælspori sem google vinur minn finnur mig oftast undir ;-).
Sem sagt svona er sagan um Reductilið og mig:
Mér var bent á það í vor að til væru pillur sem gætu hentað mér vel: Ég var búin að vera ár því að breyta um lífsstíl, hreyfði mig reglulega og væri alltof þung. Þær tækju hungurtilfinninguna og löngun í mat minnkaði.
Mig langaði nú ekki mikið í þetta hjálparmeðal í fyrstu en eftir því sem fótaverkir ágerðust og brennslan minnkaði fannst mér kannski ekki úr vegi að athuga þetta lyf. Ég sá að aukaverkanir voru allnokkrar og fannst nú satt að segja nóg um. En ég lét samt vaða og fékk lyfjakort frá TR því annars er þetta gríðarlega dýrt lyf. Baldur sagði að líklega væri þetta lyf ekkert fyrir mig, honum sýndist ekki vera vandamál lengur með mataræðið, það væri komin regla á það en það vantaði miklu frekar hraðari brennslu og sjálfstjórn til að fækka bombunum sem ég borða vitandi vits.
Fyrstu dagana sem ég tók þetta, var blóðþrýstingur mjög hár og púls sömuleiðis. En ég fann að mig langaði ekkert í mat. En mig langaði alveg jafn mikið í slikkerí og nammi – já eiginlega bara enn meira. Ég var gjörsamlega friðlaus fyrstu dagana því mig langaði alltaf í eitthvað gott.
En þar sem ég var búin að læra að borða reglulega og það allt saman hélt ég því inni en hafði ekki lengur þennan náttúrulega control takka sem ákvarðar hvenær maður hefur borðað nóg og hvenær á maður að borða næst?
Fyrir vikið hjálpuðu þessar töflur mér ekki neitt. Ég lærði þó af notkun þeirra að ég er fíkinn í nammi og sætt og það kemur hungri ekkert við. Eftir stóð vandamálið, ég sjálf alveg eftir sem áður og e.t.v. kristallaðist það sem ég hef nú stundum sagt – vandi minn er ekki sá að ég borði of mikið heldur hvað ég set ofan í mig – þetta eitthvað góða sem ég læt eftir mér því stundum er eins og ég ætli að verða fyrsta manneskjan í heimunum til að sigrast á 100 kg í + með því að gera bara það sem mér sýnist í mataræðinu. Svona upp að vissu marki.
Það yrði eins með magaaðgerðina – ég stæði eftir sama manneskjan og myndi á endanum alveg leita í sama farið – og ef ekki þá yrði það vegna átaks og breytingaferlis hjá mér – innra með mér og mínum huga. Það breytingaferli getur allt eins átt sér stað án inngripa skurðlækna. Þess vegna verð ég að gera þetta sjálf.
Ég vil heldur ekki nein hjálparmeðöl. Ég vil bara gera þetta fyrir eigin vélarafli – finnst það áreiðanlega fínna ;-). Ég vil geta sagt: Já ég náði af mér 50 kg með því að vera ég sjálf. Og ég er alveg að verða búin að ná 30 af þessum fimmtíu sem gæti kallast fyrsti áfangi ;-). Og ég er steinhætt að geta sagt að ég sé 100 kílóum of þung ;-).
Reductil hjálpar áreiðanlega þeim sem borða of mikið og seint á kvöldin. Reductilið tók af mér matarlystina fyrst á daginn – sem má ekki í mínu tilfelli – ég verð að borða á daginn annars hrópar líkaminn á orku um kvöldið. Reductilið svipti mig líka ábyrgðinni og það gengur ekki. Og svo líkaði mér ekki aukaverkanirnar – ég vil helst hafa sem mestan frið með mig og mitt hjarta, blóðþrýsting og púls.
Ég held líka krakkar að það sé engin önnur leið út úr þessu önnur en sú sem kom manni í þetta. Vinna í þessu hægt og rólega og breyta því til hins betra sem maður var lengan tíma að breyta til hins verra á árum áður.
Ég fann engan mun á mér þegar ég hætti á Reductilinu – ég borða bara minn mat reglulega og þá er ég í góðum málum. Með því að vigta ofan í mig og elda reglulega tekst mér að léttast því hlutföllin eru ótrúlega fjót að breytast þó magnið sem maður borðar sé e.t.v. það sama. Of mikið brauð – of mikið kjöt, of mikið hveit og þetta allt saman sem maður veit að er voði og vitleysa.
En nóg að sinni – nú fer ég og tek til