Fótafúin Ingveldur í hjólreiðaham

Halið þið að það sé – þetta er mánaðarskórinn minn! Svei mér ljótur skór og á ekkert skylt við apríl – fuss og svei.
Jæja hjólið búið að vera í húsi í sólarhring. Vantar lás og hjálm – vil ekki hjóla hjálmlaus – fyrirmyndin og það allt saman. Hver veit nema ég fjárfesti í þessu tvennu innan tíðar.
Nú en ég fór í Styrk í dag eftir að ágætan vinnudag – mætti út í skóla kl. 06:00 og kláraði stöðvabækurnar sem ég byrjaði á í gær – vonandi eru þær réttar blessaðar. En sem sagt var komin í Styrkinn um 15 og það var bara ágætur tími en orðið alveg crowded um 17 þegar ég fór heim næstum rænulaus úr hungri – sulti og seyru (ælti það sé Y?) Púff – ég borðaði eitthvað grunsamlega lítið í skólanum í dag og ekkert frá 11:30 – mæli ekki með því – enda orðin algjör undantekning ef slíkt kemur fyrir.
Nú jæja sem sagt – þar sem mér er frekar illt í mínum fúnu fótum eftir göngurnar – sem styður enn þá bjargföstu trú mína að ég hafi EKKI getað farið út að labba fyrr en ég gerði – og ekki heldur þá reyndar., – þá ákvað ég að hjóla bara í dag í brennslunni en láta öll önnur brennslutæki vera. Og ég skemmti mér bara ágætlega. Hjólaði í 2X25 mín – og það var nú bara ekkert sérlega auðvelt – ekki þegar maður velur eitthvað svona fínaríis prógramm og þarf að halda ákveðnum hraða – assgoti gott bara. Ég svitnaði sem aldrei fyrr – með þessari dásemdar vellíðunartilfinningu samfara því- sem er einhvern veginn svoldið kinky.
Ferlega gott og hressandi – eldaði fyrir Ragnheiði og fór svo til Dísu systur að sauma smá en nennti því nú eiginlega ekkert. Talaði bara og talaði – það var ágætt líka. Hef ekki marga að tala við hér heima – Aðalsteinn segir að ég sé ekki viðræðuhæf ég sé svo leiðinleg og mikill tuðari og svo talar maður víst ekki um ákveðin málefni við móður sína – eins og kærustur og svoleiðis. Það takmarkar töluvert umræðuefnin verð ég að segja.
Ragnheiður leit nú hér við í dag – það er voða notalegt að fá hana heim við og við annars er hún mest hjá Jobba sínum.
Þar sem ég sit hér og slæ á lyklaborðið þá horfi ég á æðarnar á handabakinu á mér – ég vissi nú eiginlega ekki að ég hefði svoleiðis. En þær koma svona ægilega vel í ljós orðið.
Eins er það með rifbeinin. Ég var svo sem ekki sérlega vel áttuð á því að ég hefði svoleiðis heldur – var svona bara meira að ganga útfrá því en vita það.
Það var svo eftir sturtu um daginn að ég fékk hálfgert tilfelli því það var eitthvað hart á mér og ókennilegt í laginu sem heldur ónotalegt var að reka hendina uppundir. Var þetta þá ekki neðsta rifbeinið mitt sem er bara komið þarna í ljós. Ja hérna – ég veit það þá er með svoleiðis. Einu áhyggjuefninu færra ;-). Ég á líka orðið svoldið flotta holhönd tíhíhí….
Maður er bara að koma í ljós – í fyrsta sinn í mörg mörg ár – ja eða svona frá því að ég fór í kaf…
En sem sagt – bara ánægð með mig, lífið og tilveruna þannig lagað. Ég er eiginlega búin að sjá það að á meðan ég get labbað um í Þrastarskógi í veðurblíðu sem stormi, með Bjart skoppandi um kjarrið og jafnvel í eðal félagsskap Þórunnar þá er ekki hægt að kvarta undan neinu – heldur bara ástæða til þess að þakka fyrir lífið sjálft, Sogið og kjarrið. Þetta er bara næstum eins og heima enda ég tengd Soginu og vatni þess langt aftur.
En nú er ég farin að sofa – verð að fara að labba í fyrramálið – ekkert múður með það – fór ekki í morgun því ég taldi mig hafa svo mikið að gera – sem reyndist alveg rétt -mátti ekki miklu muna að ég næði ekki að gera það sem ég vildi.
Over and out…
Inga
P.s: Já og ég hafði jafnvel lést enn meira í dag – en ég á nú von á að fá sveiflutölurnar á ný – þannig gengur þetta. Upp og niður – en vonandi alltaf heldur meira niður.

Nuddferðin hennar Ingu – 1.hluti

Þegar hún Ingveldur fór ,,að nota eitthvað salinn hérna?“

Staðan í upphafi árs 2006

Staðan þegar ég fór til nuddara í febrúar 2006….
Það að ég skuli byrja þennan pistil svona er í raun sönnun þess að þar og þá urðu staumhvörfin. Kannski hafði eitthvað átt sér stað áður í mínum yndisfríða kolli sem auðveldaði þau straumhvörf – kannski var ég tilbúin án þess að ég vissi það. En hafi ég verið tilbúin þá var mikil vinna framundan að kalla það fram. Láta eitthvað gerast – breyta um stíl.

En sem sagt þegar ég fór til nuddara í febrúar 2006 var ég um það bil tvisvar sinnum of þung – give or take…
Ég gekk þrisvar í viku stutta túra í vetur, hafði hreyft mig mikið á sumrin síðustu 8 árin en minna á veturnar. Stundum ekki neitt – og alltaf of lítið. Ég náð að fljóta á hreyfingunni um sumarið svona fram að jólum en þá fór að halla undan fæti.

Ég þyngdist í heildina ekki neitt á bilinu 30 – 40 ára – léttist heldur en hélt því kannski ekki alltaf sérlega vel. Aldrei varð ég þó jafn feit og um þrítugt. Ég hef aldrei farið í megrun – ég prófaði danska kúrinn í verkfallinu og leit á það sem manneldislegt markmið frekar en megrun. Lærði mjög mikið um mataræði á þeim mánuðum sem ég fór eftir því – en þeir voru nokkrir – jafnvel ár, svona meira og minna – kannski heldur minna. Takturinn í mataræðinu var þó alltaf brenglaður – ég var eins og flestir offitu,,sjúklingar“ (vil ekki enn kalla mig offitusjúkling nema í bröndurum en auðvitað er ég ekkert annað þó ég sé ekki sérlega mikill sjúklingur þegar á heildina er litið – vil ég meina (enda yrði ég ömurlegur sjúklingur)) mikið að borða seinni parts dags, lítið sem ekkert fyrri partinn og hafði ekki sérlega mikla stjórn á mér ef eitthvað gekk úr lagi. Naut þess að hvíla mig og borða. Hluti af hvíldinni kærkomnu var að vera með eitthvað gott að narta í – eða hakka í mig.

Eftir að ég flutti á Selfoss náði vinnusýki mín nýjum hæðum og eftir að hafa náð mér upp úr vinnufárinu sem fylgdi F1 skrifum mínum þá féll ég kylliflöt í nýtt vinnufen – enn dýpra og erfiðara en F1. Segja má að um jólin 2005 hafi allt verið orðið tómt á geymunum og ég hélt áfram því ég taldi mig ekki geta neitt annað. Ég vissi ekki alveg hvort ég var undir valtaranum, eða hvort hann var nýfarinn yfir mig. Hvort heldur sem var – eina leiðin var að halda áfram. Ég kunni heldur ekkert annað. Ég hékk uppi af gömlum vana. Ég mætti til vinnu eftir jólafríið örmagna. Sá ekki úr augunum út eins og þar stendur…

Hingað og ekki lengra

Í febrúar var því svo komið hjá mér að um kl. 13 á daginn lagðist ég fram á kennaraborðið, sá bara svart og veröldin snérist á ögnarhraða í kringum mig. Ég hélt satt að segja að ég væri að gefa upp öndina ítrekað og í einu slíku kasti æddi ég upp í Laugarás til að fá staðfestingu á því.

Þar kom í ljós að fátt var að mér líkamlegt ,,nema“ vöðvabólgan mín blessaða sem hefur verið fylgifiskur minn frá unga aldri.

Gylfi skrifaði því upp á beiðni um nudd hjá einum svolítið kröftugum á Selfossi eins og hann orðaði það. Á beiðnina skrifaði hann að ég ætti líka að fara í léttar æfingar – en hann sagði mér nú ekkert frá því – komst ekki að því fyrr en ég fékk ljósrit af beiðninni til að senda til stéttarfélagsins og fá endurgreitt;-) í maí. Ég fór ánægð heim – ekkert að mér sem nuddari gæti ekki lagað. Upplagt. Nudd er gott. Nú var bara að bíða – það var allt og sumt – bíða eftir bata. Nuddarinn sæi um restina.

Sjúkraþjálfarinn kemur til sögunnar

…sem sagt ekki nuddari… Og sá var staðsettur í Styrk – sérkennilegur staður fyrir nuddara verð ég að segja… (var svolítið lengi að læra nýja starfsheitið og enn lengur að skilja muninn á þeim). Ég varð því hæfilega hrifin þegar ég fékk hringinguna um að ég gæti komið í fyrsta tímann í þessa líkamsræktarstöð sem ég hafði nú ekki komið inn í síðustu 15 árin -mig minnti meira að segja að hún væri hálf óhrjáleg… Hvað gat nuddarinn verið að gera þar? Sigh …

Jæja skítt með það – gott að komast að. Nuddið þurfti ég svo sannarlega.

Ég gleymi því seint þegar ég sá ,,nuddarann“ minn í fyrsta sinn. Ég hafði komið ágætlega tímanlega – settist þannig að ég snéri sko baki í þennan tækjasal – hafði ekki áhuga á því að glápa á einhverja brúsagellur svitna á brettum, varalita sig á milli tækja og setja upp hárið á sem glæsilegastan hátt. Þetta líkamsræktarfólk er hvort sem er allt eins – yfirborðskennt lið sem hefur ekki áhuga á neinu nema sjálfu sér og í besta falli hvað aðrir hugsa um dressið sem það er í, á meðan á æfingum stendur. Hver gæti ástæðan verið önnur fyrir öllum þessum speglum? Not my cup of tea get ég sagt ykkur! Hrmpf…

Kemur þá ekki Nudd – Baldur, í íþróttagalla!!! Hreystin uppmáluð – greinilega einhver svona tækjagæi skoho… Svellkaldur töffari sem leit sko ekki út fyrir að henta mér – var ekki mín týpa o nei… En ég minnti mig á að ég hafði heyrt út í bæ að hann væri góður nuddari og meira þurfti ég ekki – það var ekki eins og maður þyrfti að vera andlega skyldur – ekki einu sinni andlega tengdur nuddaranum sínum! Ég elti hann því eins og þægur krakki inn í nokkuð dimma stofu þar sem mér var sagt að fá mér sæti (síðar sá ég að viðlíkingina að vera leiddur eins og lamb til slátrunar átti betur hér við en flest annað!). Jahá… Svoldið spes byrjun á nuddi verð ég að segja – setjast á bekkinn en ekki leggjast…

Nú ég settist…. enda hlýðin með eindæmum. Og hann settist líka en snéri í mig baki – og byrjaði að spyrja – og pikka svörin inn í tölvuna sína (þetta var sem sagt fært til bókar!!!) Og þvílíkar spurningar… Skildi nú ekki alveg tilgang þeirra þar sem ég var komin til að fá bót á vöðvabólgu með nuddi – hélt að það væri nú frekar auðveld aðgerð – hann þyrfti ekki annað en þreifa á þreyttum vöðvum mínum og byrja svo að nudda. En hann þessi nuddari hafði greinilega einhverjar aðrar hugmyndir. Ég gat svo sem alveg látið það eftir honum að sitja þarna og svara spurningum – bara ef ég fengi svo nudd. …fyrst hann endilega vildi!

Frekar skilningslaus nuddari…

Ég átti nú eftir að sjá eftir því að gefa honum slaka með þessar spurningar maður… Hef aldrei lent í öðru eins – og skildi ekki – bara skildi ekki hvað hann hafði með það að gera að spyrja mig að því hvað ég hefði verið lengi feit, hvað ég væri þung, hvað ég ætlaði að gera í því, hvort ég gerði mér grein fyrir að allt sem að mér væri – væri vegna þess að ég væri of þung (ja hann gaf það amk sterklega í skyn), já og að ég væri nú frekar mikill lúser (var svona meira tilfinning sem ég fekk en að hann segði það beint) að hafa látið þetta fara svona, og hann gaf nú ekki mikið fyrir svörin… Það var greinilegt að hann áttaði sig ekki á því að ég væri sko tough cookie sem yrði aldrei misdægurt, hreyfði mig bara meira en margur, væri dugleg og skynsöm kona sem nyti bara nokkurrar virðingar í mínu fagi!!!! Hann barasta skildi mig alls ekki!
Þetta var svei mér kaldlyndur nuddari – og hvað átti hann líka með það að vera að hnýsast þetta í mín mál? Það var ekki eins og ég væri að borga fyrir viðtalsmeðferð einhverja o nei – ég var komin í nudd og hann átti – samkvæmt beiðni læknis að nudda mig.

Ég reyndi nú að halda andlitinu – minnug þess að ég væri tough cookie – en það varð æ erfiðara. Og þegar spurningin kom sem þetta blogg mitt heitir eftir: ,,Hefur þú hugsað þér að nota eitthvað salinn hérna?“ missti ég bæði ráð og rænu. Ég hef ekki hugmynd um hvað átti sér stað eftir það. Hvort ég fékk nudd – það man ég ekki en það er eins og mig minni að hann hafi svo farið með mig fram og sýnt mér eitthvað hjól (glætan að ég kæmist upp á svoleiðis græju – mannhæðarhár fjandi). Ég man líka að ég hugsaði með mér að það væri best að láta þetta eftir honum – fyrst hann langaði svona að spranga með mig þarna fram. Það þýddi þó ekki að ég ætlaði að nota þetta hjól – en svona í upphafi var greinilega best að spila með – honum virtist þetta vera svo mikið hjartans mál. Óþarfi að eyðileggja fyrir honum daginn…. Ég hafði líka tæpast þrek til að standa upp í hárinu á þessum manni að svo komnu – það yrði að bíða.

Um leið og ég skjögraði út fyrir dyr ákvað ég að ég skyldi sko aldrei fara aftur til þessa skelfilega manns. Dísuss hvað hann var ekki að skilja mig og mitt líf! Hann var sko bara ekki við mitt hæfi og ég ætlaði til einhvers annars – SEM VÆRI EKKI STAÐSETTUR Í STYRK og skyldi mig betur!

Ég fór heim og skældi svolítið, lét fólk vorkenna mér ægilega að hafa lent í þessari ógnarinnar nauð og staðfastlega hét mér því að hitta þennan nuddara ekki aftur – onei. Fuss og svei. Það féllu nokkur tár í kodda næstu kvöld. Þetta var sko hræðileg lífsreynsla þarna á bekknum.

Eftir að hafa náð mér eftir mesta áfallið – harða kakan og það allt, sá ég að líklega væri best að halda áfram að hitta þennan mann þarna… En það var sko bara vegna þess að ég gat ekki beðið eftir að komast að hjá einhverjum öðrum því ég var hreinlega að drepast og varð að komast í nudd. Auk þess hlyti maðurinn að vera búinn að pústa og léti mig í friði í framtíðinni.

Boy oh boy was I wrong!

En boy oh boy er ég fegin að ég fór í annað sinn og hið þriðja. Þrátt fyrir ógnarinnar vanlíðan, sárindi og innibyrgða orðræðu tilhanda Baldri mínum (sem var ætluð til að leiða honum það fyrir sjónir að ég væri sko ekki aumingi og bara svoldið í mig spunni) sem hann fékk þó um síðir að heyra – eða frekar kannski að lesa.

Engu er ég þó fegnari í dag en því að hafa komist í ,,nudd“ til hans. En það er líka nokkuð góður dagur í dag ;-). Allt sem ég upplifði þurfti ég að endurskoða og hugsa upp á nýtt. Það skyldi þó ekki vera að vandinn lægi hjá mér en ekki nuddaranum?

Hálf drusluleg…

Það er náttúrulega ekkert druslulegt við þennan skó – en hann er nú samt svoldið svefnlegur -og það er það sem ég hef gert í dag. Ég svaf svona næstum því í 13 tíma þó nóttin hafi fyrst farið í hann Magna og svo í klósettferðir, snýt og hósta.
Ég komst því á þá skoðun í morgun að brjóta bann mitt við að vera veik á smiðjudögum og vera heima með einhverja kveisu. Fannst það ekki góð hugmynd og reyndi meira að segja að gera heiðarlega tilraun til að fara út í skóla um 9 leytið en miðað við svitakófið og andlegt ástand mitt sá ég að það var líklega ekki góður kostur – lagðist á koddann á ný og svaf til að verða fjögur. Ja hérna hér… Er nema von maður velji náttskó…
En nú er ég komin á stjá. Svitna vel og ímynda mér bara að ég sé í ræktinni en ekki eins og hæna á priki á mínum stól – reyndar Aðalsteins stól en það er nú málinu ekki viðkomandi.
Fréttir af líkamsrækt og afsökunum
Þar sem ég er svindlari af guðsnáð hef ég náð að snúa á sjálfa mig allverulega. Ég hélt um daginn að ég hefði náð að gjörsigra í mér svindlarann en hann er klárari en ég hélt og lá bara í laumi og hefur nú náð tímabundnum tökum á lífi mínu. En nú skal snúið vörn í sókn.
Einhvers staðar var ég búin að vara ykkur við að þegar ég færi af stað með svindlaranum yrðu afsaknirnar svo góðar, svo solid að ekkert gæti mögulega komið í veg fyrir að ég né þið trúðuð þeim ekki – og voila sú er einmitt raunin.
Ég hef verið með verki í fótunum nokkuð lengi og þeir hafa staðð mér fyrir þrifum hvað varðar hreyfinguna – það er bara ótrúlega erfitt að ganga með stingandi ,,beinhimnubólgu“, ökklaverki, harða kálfa og eitthvað mega óþægilegt undir öðrum hælnum. Ég bara sæi fólk svona almennt standa í því!
Það er þvílík mannmergðin í Styrk á hvaða tíma sem mér dettur í hug að líta þar inn að það er varla pláss fyrir eina kerlingu enn – tóm bið, beljandi karlar að lyfta töluvert meiru en þeir ráða við með tilheyrandi svitaskvettum og stunum, augngotur.
Umferðin í búningsklefanum er þvílík að mér líður eins og á umferðarmiðstöð þar sem ég stend ber eins og daginn sem ég kom í heiminn að teygja mig í handklæðið, mitt í umferðarörtröð kvenna sem eru að ná sér í vatn í brúsana – afhverju í ósköpunum er ekki vaskur frammi?????
Ömurlegt
Nú ekki er nóg með þetta allt saman heldur er vinnan að koma inn í líf mitt verkefnin bíða í stórum haugum og það sem meira er ég er með fullt af hugmyndum áhuga og nennu til að sinna þeim – og skemmti mér svona ótrúlega vel við það. Og ég get sagt ykkur það – ég get eins hætt að kenna ef ég leyfi ekki hugmyndfluginu, sköpunargleðinni og ánægjunni að hafa völdin við og við o já. Og svoleiðis vinna tekur bara tíma en öðruvísi er ég bara ekki ánægð.
Reynið svo að segja að þetta séu ekki fínar afsakanir!
Þetta eru þær bestu skal ég segja ykkur. Og ég nota þær óspart! Og ég kaupi þær skoho sem og aðrir í kringum mig – enda eru þær þess eðlis að annað er ekki hægt.
Það er kannski einn sem heldur aðeins að mér að ég ætti að hjóla bara í staðinn fyrir að ganga – synda eitthvað líka, en ég held meira að segja að kveljari minn og harðstjóri sé að kaupa þetta allt saman hjá mér – enda er þetta sko flottar afsakanir svo ég komi því enn að.
En ég ætla að fara á morgun! Oh yeah…