Sem sagt þetta er ekki hægt!

Home sweet home – annar gluggi til vinstri þar var herbergið mitt!
Ég átti í yndislegum tölvupóstsskrifum í dag. Þar gengu á milli brandarar og sniðuglegheit Ingveldar sem var með alvitlausasta móti í dag. En ég fékk m.a. sendar ýmsar svona greinar og m.a. gullkorn úr offitufræðunum. Þær og þau áttu sko að vera til að stappa í mig stálinu og auka mér þolinmæði og þroska sem þau hafa áreiðanlega gert en lets face it – þetta er ekki vinnandi vegur! Það er frekar að breikka Suðurlandsveg en ég fékk líka marga marga pósta um það. Og svo fékk ég stjörnuspár og sendingarnar gengu á víxl í allar áttir. Afskaplega skemmtilegt leið til að eyða frímínútum og matarhléi 🙂 En víkjum að offitupistlunum. En þeir eru mér nokkuð tengdir.

Það er sko allt sem segir það – ekki veit ég hvernig hægt er að uppfræða fólk sem á að hjálpa manni við þetta – bottom line er alltaf að það kemur ekkert út úr þessu megrunardæmi öllu saman – og þó það heiti lífsstílsbreyting!

Hér tilvitnun í ægilega merkilegan prófessor við HÍ sem hefur skrifað ma. eina grein um þetta:

Afleiðingar
Há blóðfita Háþrýstingur Sykursýki Æðakölkun – kransæðasjúkdómur Slit á stoðkerfi (hné, mjaðmir, ökklar, hryggur) Aukin hætta á ýmsum gerðum krabbameina Félagsleg einangrun

Í Evrópu og N-Ameríku er offita svo mikið og vaxandi vandamál að því hefur verið líkt við farsótt (sjá nánar greinar eftir M.J.: Offita of megrun og Offita). Afleiðingar offitu eru skert heilsa og helmingi meiri líkur á að deyja fyrir aldur fram, samanborið við þá sem hafa eðlilegt holdafar:
Horfur
Ekki góðar, flestum sem tekst að megra sig
hafa aftur náð fyrri þyngd innan 5 ára.
Meðferð
Megrunarkúrar (alls kyns duft og dót; það eina sem léttist er buddan!?)

Hópmeðferð (mataræði, stuðningur, …)

Líkamsþjálfun (stíf þjálfun í 40-60 mín., 2-3 í viku gerir gagn(skjúkket maður!!!!! mitt innskot)

Lyf (lyf verða tæpast lausn á þessum vanda en geta hjálpað tímabundið)

Skurðaðgerðir (magaminnkun, tennur víraðar saman, …)

© Magnús Jóhannsson 30.01.2005

Sem sagt steindauð bráðum, og ef ekki dauð þá amk jafnþung innan skamms og fyrr og málið tapað samstundis og um leið.

Nú úr annarri grein eftir sama er þessi spurning borin upp og henni svarað um leið:

En eru þá til einhver ráð sem duga til að grennast? Því miður er það svo að árangur af megrun til langs tíma, sama hvaða aðferðum er beitt, er frekar bágborinn.

Christ! Er nema von að maður verði deprimeraður á stundum ha hu humm?!? Þessi lína á eftir að sitja í mér svoldið!

Og þetta var sko sent mér til að peppa mig upp! Það eru að vísu ýmsar aðrar setningar í þessari grein en þessi stendur einhvern veginn upp úr. Næsta málsgrein er þó þessi:

Það sem virðist þurfa til að árangur náist til langs tíma er viss hugarfarsbreyting og breytt hegðun gagnvart næringu og hreyfingu. Langtímaárangur er yfirleitt bestur af aðferðum sem grenna einstaklinginn hægt og rólega á löngum tíma þannig að breytingar á lífsháttum (breytt mataræði og aukin hreyfing) ná að festast í sessi. Því miður eru margir (flestir) of óþolinmóðir, þegar árangurinn kemur of hægt þá missa þeir móðinn og gefast upp.

En samt…. Lítur ekki vel út! En góður maður benti mér á að:

,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „

Svoldið spes þetta bara þarna inn á milli – bara að breyta um 🙂 en hann vissi nú svo sem ekki að þetta comment yrði birt á netinu. En það er bara svo ágætt að það er eiginlega ekki hægt annað en að láta það fylgja með. Ég ætla líka að einblína á það. Já og svo þetta:

,,Komið hefur í ljós að öll megrun er betri en engin, jafnvel bara fáein kg, og þeir sem eru of feitir og léttast um 10 kg eða svo geta búist við verulegri heilsubót.“

,,Af þessu leiðir að til eru tvær leiðir til að grennast, að neyta minni orku og hreyfa sig meira. Hér vegur mun þyngra að borða minna og það sem skiptir mestu máli er að minnka fituneyslu. Aukin hreyfing er einnig oftast nauðsynleg, hún eykur orkunotkun líkamans dálítið, bætir almenna líðan og hjálpar til við að viðhalda því þyngdatapi sem næst með því að borða minna. „

© Magnús Jóhannsson

Argh ég hélt ég kæmist upp með að hafa ,,bara“ hreyfinguna í forgrunni. Nenni ekki að taka á þessu mataræði af neinu viti – sem sýnir sig best í því að ég hef ekki enn farið í Bónus og það er kominn 8. nóvember!

En það er líka svo erfitt að bera poka þegar maður er svona aumur í herðum og hálsi ha? Mjög erfitt!

Mig langar mest að segja að ég sé aumingi að geta ekki kippt þessu í liðinn en ég er eiginlega í of góðu skapi til þess og of montin af spinning tímanum til að nenna að rífa mig niður.

Meira að segja þessi bréfaskrifti (enda voru þau nú öll svo skemmtileg) og þessi Magnús þarna nær ekki að rífa mig niður.

Oh yeah

Fínn dagur í dag, ég glöð, hress og kát – svona næstum bara eins og ég á að mér að vera.

Svo er bara að fara í brennslu í fyrramálið ha – (nenni ekki sko) en ég fór ekki í morgun því ég svaf sama og ekki neitt – og það er satt! Svo hvarflaði að mér um sex leytið að ég hefði bara gott af að hvíla mig í dag!?!

Þetta er slagur krakkar – helv… voðalegur slagur upp á hvern dag. Stundum gengur vel í baráttunni – stundum ekki eins vel.

Ég hef bara staðið mig vel

Jibbí ei og jibbí jó ég steig ekki á vigtina í dag. Ég veit svo sem ekkert hvað vinnst með því en amk gerði ég það ekki því ég var svona næstum búin að ákveða að gera það ekki. Sem sagt stóð við það. Ræði svo bara við Baldur um hvert framhaldið verði með þetta. Kannski er bara gott að ég sjái ekki töluna og bara hann – þá verð ég að standa mig í mataræðinu til að það komi bara ,,góðar“ tölur. Ha hu hummmm… kannski virkar þetta bara fínt.
Ég fór sem sagt í Styrk – Toppsport heitir það víst (finnst það svo hallærislegt nafn að ég á hreinlega í vandræðum með andadrátt þegar ég skrifa það). Var í 50 mín á brennslutækjunum og tók æfingar fyrir efri hluta líkamans – var bara með minn þyngd en alla jafna út af mínum yndislega hálsi. Það gekk bara vel. Mér finnst ógeðslega gaman í tækjasalnum. Það er eitthvað geggjað við að rembast þetta. Mér er aftur á móti farið að leiðast óumræðilega á brennslutækjunum. Ég held ég ætti að fá mér ipod og kaupa hljóðbækur inn á hann á netinu. Hlusta á góða sögur. Það gæti reddað mér þar sem ég er ekki mjög mikið fyrir tónlist. Nú svo fór ég og borðaði fisk og grænmeti – jukk mér finnst fiskur ekki góður. Að því skylduverkefni loknu fór ég í heita pottinn í lauginni og í gufu og ég veit ekki hvað og hvað. Borðaði svo meðal þegar ég kom heim og setti kaldan bakstur á hálsinn á mér og ég hef ekki hreyft mig síðan og líður svona líka bara ágætlega :-).
Ég verð að reyna að rífa mig upp úr þessari neikvæðni og vandræðum. Ég meina ég lifi góðu lífi. Ég er ekki einu sinni óhamingjusöm. Frekar bara hamingjusöm held ég. Ætli þetta sé ekki bara gamla óþolinmæðin sem er farin að láta á sér kræla af fullum krafti. Það skyldi þó ekki vera.
En mikið óskaplega verð ég fegin þegar koma mánaðarmót.
Sem sagt góður dagur í dag. Barasta aldeilis ágætur hvað það varðar að standast sett markmið. Um meira getur maður varla beðið.

Snör viðbrögð og ný aðgerðaráætlun

Það er margt sem getur ruglað litla sál eins og mína. Meira að segja fyrirfram þokkalega fyrirsjáanleg birtuskilyrði geta haft ótrúleg áhrif. Ég hef síðan ég byrjaði að vinna farið með Bjart á morgnana upp í Hellisskóg og gengið þar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá þarf ég ekki að halda í kvikindið sem er í meira lagi leiðinlegt verk eins illa og hann er upp alinn blessaður. Við getum því bæði um frjálst höfuð strokið.
Þetta gekk allt saman vel á meðan það var bjart. Ég gat verið búin að borða hafragrautinn og komin út í skóla bara rétt um sjö ef ég vildi. Náð andanum og hugsað minn gang og unnið svolítið líka ;-).
En svo fór þetta að verða erfiðara og erfiðara. Ég komst alltaf seinna og seinna og stressið jókst í samræmi við það. Nú svo fór ég að fara á hjólinu í skólann og hafði gaman af en það er ekki hægt í kulda og hálku snjó og slabbi. Og því fór að líta illa út með morgunbrennsluna mína (sem hefur samt skilað ótrúlega litlu í þyngdartapi miðað við væntingar verð ég að segja! en svöng er ég þannig að ég borða meira fyrri partinn en ég gerði og minna seinni partinn). Nú svo er bara svoldið mikið að gera í vinnunni og einhvern veginn er vikan þannig upp sett að ég þarf að vinna skrambi langt fram á kvöld á þriðjudögum og mánudögum sem voru báðir líkamsræktardagar.
Ég var líka hætt að hvíla um helgar heldur fór t.d. bæði í langa göngu í Þrastarskógi bæði laugardaga og sunnudaga enda veðrið og haustlitirnir eitthvað sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara. Þannig að ég var orðin ansi þreytt á miðvikudegi eftir vinnu, labb og líkamsrækt.
Smám saman dró því af mér. Ég átti erfiðara og erfiðara með brennslutímann og enn erfiðara með að halda í við verkefnin í skólanum. Þetta bjó svo um sig í mér og ég varð kvíðin og fannst ég ekki alveg ráða við þetta allt saman að því svo viðbættu að ég léttist ekki neitt svo árangurinn þeim megin var ekki góður. Fannst mér.
Eitthvað hefur þetta síast út í umhverfið og mínum helsta styrktaraðila var ekki farið að lítast á blikuna og hefur nú í nokkurn tíma bent mér að hætta að hugsa um vigtina heldur einbeita mér að heilsunni, mataræðinu og því hvernig mér líður eftir æfingarnar. Allt annað sé aukaatriði – bónus í besta falli. Ég get nú alveg fallist á að það sé rétt viðhorf. Það er ekki eins og það hafi einhvern veginn alltaf skipt mig svo miklu máli að léttast… Ég vil svo sem frekar vera heilsuhraust en best þætti mér að léttast líka. Mér finnst að ég eigi bara að gera það! En það er eitthvað sem skilar sér ekki þó mér finnst að það ætti að gera það! Baldur segir að það sé ekki línuleg fylgni á milli þess að hreyfa sig og léttast. Mér finnst nú samt að það eigi að vera rökrétt samhengi þar á milli – ég verð nú að segja það!!!! En ég þarf að venja mig við hina nálgunina – hún er hvort sem skynsamlegri og meira í mína veru. Ég er því komin með svar við því þegar fólk spyr hvort ekki gangi vel og ég sá alltaf jafn dugleg. Já og hvort ég sé ekki búin að léttast heilmikið og það allt saman. Ég ætla sem sagt að segja að ég sé alltaf jafn dugleg og ég styrkist með hverjum deginum! Þetta láti mér líða svo dáindis vel – en það segi ég nú bara ef ég er í rosa uppsveiflu! Gott plan ekki satt?!?
Og svo er ég komin með nýja aðgerðaráætlun varðandi hreyfinguna:
Passa mig gríðarlega í mataræðinu þessa viku!- Einbeiti mér að því að borða svakalega ofboðslega hollt og fínt viku og viku. Annars tek ég einn dag í einu og reyni að standa mig með að borða máltíðir með fullum grænmetisskammti sem allra oftast. Ekki borða á kvöldin – sem vel að merkja hefur gengið dásamlega vel í flestum tilfellum
Fer í Styrk (sem heitir eitthvað annað) á þriðjudögum


Fer í Styrk á föstudögum og djöflast vel og lengi – gæðatími
Prófa að fara í Styrk á sunnudögum eftir hádegið.
Í millitíðinni labba ég og hjóla – fer í morgunsárið í Styrk og hjóla smá ef mér finnst of kalt úti eða færðin úti leiðinleg!
Eyk brennslutímann upp í 50 mín þrisvar í viku en hef hann um 20 – 30 mín í hin skiptin.
Flott aðgerðaráætlun ekki satt?
Opinbert markmið Ingveldar er að léttast um 2 kg fram að áramótum. Það finnst mér lélegt markmið en Baldur segir að það sé nógu gott. Það sé þá bara ágætt ef það gengur betur en sé ekkert atriði. Já og sá böggull fylgir reyndar skammrifi að ég á að halda þyngd minni yfir jólin…
Ég er reyndar með ráð við því. Ég reyni bara að léttast meira, segi honum ekki frá því og þyngist svo bara sem því nemur um jólin! Klárt ekki satt?
Reyndar hef ég einhvern grun um að hann ætli mér ekki að stíga eftirlitslaust á vigtina hér eftir og halda reyndar fyrir augun á mér á meðan. Honum finnst ég verða eitthvað svo geðvond við að stíga á vigtina… Skil nú ekki afhverju hann kemst að þeirri niðurstöðu ;-). Vill taka þann þátt út. Ég á samt svolítið erfitt með að skilja hvað ég græði á því að hann sjái tölurnar en ekki ég – og til hvers þarf ég þá að vera að stíga á vigtina? Hvað þarf hann að vita hvað ég er þung ef ég veit það ekki sjálf? Skil þetta ekki alveg. En hann veit kannski hvað hann syngur. En bara kannski….
Nú jæja nóg er líklega komið af rausi í dag. Ég er bara ánægð með mig. Fór í 50 mín í brennslutækin á miðvikudaginn, 40 mín í gær (sem var svona auka sprikl því ég labbaði bara með Bjart en hjólaði ekki í vinnuna) og 45 í dag eftir að hafa hjólað í hálftíma um plássið í morgun í roki og rigningu – ja amk svolitlum vindi. Lærvöðvarnir mínir sem eru nú engin smá smíði voru þreyttir í dag, helvíta uppgefnir greyin þannig að það var mér töluvert mál að hjóla í 25 mín 😉 en ég gerði það. Og er stolt af mér.
Mér líður miklu betur í hálsinum þó ekki sé ég góð. Ég hef líka ekki mikið gert reyni bara að slæpast og hvíla mig. Borða svoítið Norgesic. Ægilega fínt efni! Og hælsporinn er að koma aftur. Orðin hölt og ferlega stíf fyrst á morgnana. eins og var gaman að ,,halda“ að ég væri laus við hann. En svona gengur þetta til.
Ætli ég fari svo ekki að fara í spinning? Ja það væri þa.

Hlusti hlusti hlust

Ég er ekki mjög góð í því…

Ég ætla ekki að segja að ég sé ekki góð í neinu samt…

Ég er nefnilega að æfa mig í því að vera jákvæð 🙂

Ég á sko svoldið í land!

Og ég er búin að finna amk eina ástæðu fyrir því.

Palli er farinn til Færeyja. Ojá og bíllinn minn er í Reykjavík – aleinn!

Ég fæ mjög mikinn aðskilnaðarkvíða við tilhugsunina eina saman (vegna bílsins þó fjarvera Páls sé í sjálfu sér afar heartbreaking).

Ég át eins og grís um helgina – drakk hins vegar eins og svín 😉 Nei nei bara djók – eða þannig!

Ég er svolítið í vandræðum með æfingarnar mínar og hreyfinguna. En þau eru alveg að fara! Gufa kannski upp!

En jæja ætla að hlusta smá – er svo sem að hlusta – hlusti hlusti hlust.

Fer í nudd á eftir. Er nú svooooldið slæm í hálsinum sko.

Meira síðar.

Það dugir ekki að láta svona

Sem sagt ég er haldin einhvers konar sjálfseyðingarhvöt. Ég hef komist að því.

Baldur hafði rétt fyrir sér að ég ætti ekki að vera alltaf á vigtinni heldur hugsa um að koma mér í stand og hafa léttinginn on the side því vigtin gerir mig mjög geðvonda.

Nú steig ég á hana á föstudaginn og hitti ekki á góðan dag! Og ég er búin að vera alveg vitlaus síðan. Gott ef ég er ekki búin að bæta á mig öllum 16 kg sem voru farin og gott betur allt fyrir afli hugarorkunnar.

Og ég held að ég sé meira að segja búin að fatta ástæðuna fyrir þessu. Ok það er í sjálfu sér ekki neitt mál að gera það sem ég er að gera – það þarf ,,bara“ að gera ákveðna hluti og s.s. eins og breyta vinnutímanum sínum, ganga í gegnum ýmsa líkamlega verki, taka til í sálarlífinu, fást við þá bresti sem koma í ljós undir álagi – og vísast valda því að maður er eins og maður er -og ég er viss um að það eru fleiri en bara offitusjúklingar sem hafa sína bresti. Þetta er sem sagt svolítið mál allt saman 😉 en ég er viss um að það sé ekkert sérlega erfitt að léttast. Maður þarf einfaldlega að finna brautina sína – og það er erfitt.

En þarna komum við einmitt að kjarnanum. Ég hef í gegnum tíðina verið fullkomlega sátt við að synda sundsins vegna og áhrifa þess á mig. Ég hef verið alsæl með golfið golfsins vegna og sjálfs mín vegna. Og framan af í vor var ég alsæl með Styrk og ferðirnar þangað hreyfingarinnar vegna en svo fór það að léttast að skipta öllu máli. Ég er heltekin af því og allt í einu er ég bara að þessu til þess að léttast – kannski vegna þess að ég er ekki lengur það flak sem ég var og finnst ég vera hressari.

Það er góð og gild ástæða fyrir því að ég hef aldrei á ævinni farið í megrun. Það bara hentar mér ekki. En nú er ég allt í einu farin að haga mér eins og ég sé í henni án þess þó að hafa mataræðið þar inni. Ég vil bara að ég léttist vegna þess ég hreyfi mig og ég borða ekki eins vitlaust og ég gerði. Ég er farin að hreyfa mig á morgnana, verða svöng árla dags, hætt að borða eftir 8 á kvöldin og samt finnst mér ekkert gerast. Afhverju léttist ég t.d. ekki meira núna en ég gerði í sumar? Ekki labbaði ég fyrst á morgnana þá – ekki var brennslan komin af stað þá og ekki hjólaði ég svona mikið þá – og ég borða ekki tóma vitleysu núna – ég get bara sagt ykkur það strax.

Allt í einu er allt farið að snúast um þetta – hreyfingin og áhrif henna á mig hætti að skipta mig máli – ég varð bara heltekin af því að léttast en gerði þó ekkert róttækt í því hvað mataræðið varðar enda nenni ég því ekki. Og nú þarf ég að breyta þessu – ég þarf að skipta um sjónarhorn.

Ég þarf að hugsa um hreyfinguna og hvað hún gerir mér gott og hve skemmtileg mér finnst hún vera. Mér finnst ótrúlega gaman að hjóla og reyna á mig í salnum, gaman og gott að hitta Helgu Dögg og þá sem eru að æfa þar svo ekki sé minnst á hvetjarann minn og bjargvætt. Ég hef lést vel og ágætlega – þeir á Reykjalundi þverneita að það sé gott fyrir mann að léttast meira en um 500 gr á viku og það er MARGsannað að þeir sem missa meira en það safna fljótar á sig aftur fitu.

Afhverju er ég þá ekki ánægð? Afþví ég er haldin sjálfseyðingarhvöt.

Ég held að ég sé að leita að ásætðu til að hætta þessu og fara í sama farið – ég get ekki beitt hreyfingunni fyrir mig en léttingurinn er ekki að gera sig að því er ég tel mér trú um og þetta sé vonlaus margra ára barátta. Ég geti svo sem bara hætt þessu strax þetta sé hvort sem er ekki hægt – ég geti þetta ekki – ég sé ekki manneskja í þetta. Ég verði því bara að borða það sem hendi er næst og láta þetta sigla sinn sjó. Það að stíga á vigtina færir mér heim sanninn um það – það eru sveiflur upp á 1 kg búnar að vera alveg síðan í vor – sumar vikur er ég að bæta við mig og svo hrapa ég niður og bæti aðeins við mig aftur og svo koll af kolli. Ég veit alveg hvernig mynstrið er en samt læt ég það trufla mig – eyðileggja fyrir mér. Kannski af því ég veit að ég gæti alltaf gert betur í mataræðinu og hreyfingunni. Og ég lem á mér fyrir það að vera ekki fullkomin – gera ekki allt rétt – fá mér stundum óhollan mat. Það er náttúrulega fullkomin ástæða til þess að hugsa neikvætt – maður hlýtur að sakna þess eins og ég barði á mér hér í eina tíð fyrir að geta mig varla hreyft og láta rétta mér allt eftir að ég kom heim útkeyrð úr vinnu – farin á sál og líkama. Þá var nú aldeilis hægt að lemja á sér – ókeypis og af ákefð. Nú get ég sakað mig um að vera allt annað en fullkomin. Það er náttúrulega dauðasynd.

En aftur á móti þarf ég að laga nokkra hluti og það er kannski bara rétt að gera það og vera ekki að lemja á sér vegna þeirra. Ég þyrfti að léttast um 2,8 kg í október og það lítur ekki vel út – en ef ég geri það ekki – þá hef ég hreyft mig fullt, orðið betri af hælsporanum, hjólað mér til yndisauka og upplifað haustið og litina í göngum með litla krílið mitt hann Bjart – ekki svo slæmt! Hitt kemur – það hlýtur að koma eins og það hefur komið hingað til og ég verð hraustari og hraustari!

Svona ætla ég að reyna að hugsa í dag – taka því fagnandi þegar einhver segist sjá mun og þakka honum fyrir það. Og vona svo að Pallinn minn komi heim í dag. Þetta er nú búin að vera meiri biðin eftir ljósinu mínu.

Sigh barasta

Jæja gott fólk. Ekki gengur nú of vel að fá fólk til að skrifa á fallega ljúfa póstinn minn en þeir sem hafa gert það veit ég að sumir hverjir hafa verið undrandi á því hvað þetta er erfitt. Ég er t.d. enn að hugsa eitthvað fallegt um mig til að setja þarna inn. Finnst það einhvern veginn ekki auðvelt og ég hélt ég væri að drepast úr sjálfumgleði. Og kannski er ég það – en gleðin sú er þá byggð á heldur veikri undirstöðu.

Ég er á bílnum í vinnunni í dag því ég ætla að vinna svo ótrúlega lengi að það verður komið kolniðamyrkur þegar ég fer heim! Tíhíhí. Verð að vinna upp allan vinnutímann minn sem ég ,,skulda“ Maður má náttúrulega ekki láta eiga inni hjá sér – eins og mesta hættan sé á því.

En nú skal segja af hreyfingaáætlun Ingveldar. Sem kunnugt er gekk nú ekki sem best að hreyfa sig í síðustu viku og ekki var nú helgin hjá Gústu – og í hennar húsi sérlega kræsileg heldur varðandi hreyfingu og mataræði.

Ég borðaði t.d. heilan poka af Nóa rindlum eða vindlum eða hvað það heitir á leiðinni norður og svo heim. Svolítið af lakkrís og 15 makkinstosh mola um helgina en meira var það ekki. Jú 10 walkers karamellur á leiðinni norður líka. Ok ok svoldið mikið nammi verð ég að segja – en það verður bara að taka á í vikunni til að losa sig við það.

Ég eldaði þó ógeðslega hollan mat í gærkveldi þegar ég kom heim og borðaði mikið grænmeti með. Og borðaði ekkert eftir 21 og bara popp fram að því. Svoho þessi vonda helgi var nú ekki verri en þetta. Labbaði 20 mín með Trýnu litla grjónið. Hefði átt að labba með hana í gær líka en geri það síðar ;-).

Ok svo nú er ég búin að setja upp æfingaprógramm fyrir vikuna því nú þarf að taka á því:

Mánudagur:

Labba með Bjart í Hellisskógi – gekk vel

Fara í fulla brennslu í Styrk og heilan fótaæfinga hring og svo í nudd – Dásamlegt nema hvað ég var í svo ótrúlega sleipum buxum að ég hélst varla á hjólinu svo brennslan var 17 mín á hjólinu, 10 mín á ógeðstækinu (sem reyndi helling á hælinn vel að merkja en það lagaðist er á leið) og 10 mín á stigvélinni – yeah – samtals 37 mín – er í 13 mín skuld.

Þriðjudagur

Labba með Bjart kl 7 í Hellisskógi
Hjóla í vinnuna eins snemma og ég get göngunnar og hafragrautsins vegna
Hjóla í 15 mín amk og fara í styrk kl 12:10 og taka efrihlutaæfingar og taka 10 mín sprett á ógeðstækinu (og stigvél (ef ég er nógu spræk))
Hjóla svo í skólann í 10 mín. Samtals brennsla 30 – 40 mín. Dugir vegna þess að ég er á hjólinu í skólanum.

Hjóla heim fyrir myrkur (fínt aðhald)

Miðvikudagur

Labba með Bjart
Hjóla í vinnuna og heim
Hjóla í sund og synda 400 metra með blöðkum mest

Fimmtudagur

Labba með Bjart og hjóla í skólann ef það er gott veður.
Ef ég hjóla ekki fara þá og hjóla í Styrk í 25 mín.

Föstudagur

Labba með Bjart í Hellisskógi
Fara á hjólinu í skólann ef ég mögulega get vegna veður
Fara á hjólinu í Styrk og bæta við túr um hólahverfið til að lenga túrinn eða Tjarnirnar.
Taka rosalegan fótapakka 🙂
Hjóla heim og fara svo á Súbbanum til Rvk og sækja Pallann minn.

Svo myndi ég gera það að tillögu minni að ég fengi skáp í Styrk – þessi burður á sjampói, handklæðum, og alls kyns drasli er alveg að gera mig vitlausa!

Helga Dögg getur þú ekki bara tekið að þér að hugsa um handklæðin mín. Vera að drösla þessu hægri vinstri hér um allan bæ. Frekar lítið spennandi verð ég að segja.

Svo verður konan að hvíla svoldið um helgina. Ætli það sé samt ekki hægt að labba í morgunsárið báða dagana? Er það of mikið?

Hmmm ætti kannski að spyrja að því þar sem ég hef ekki sérlega mikið vit á eigin mörkum.

Hvernig á kona eins og ég að hafa tíma til að hugsa um bæ, börn og vinnu? Vitlaust að ætlasts til þess bara verð ég að segja!

En mér finnst þið frábær, ég er líka frábær amk er ég með fallegar tær ;-). Ég verð að finna upp eitthvað fleira sem ég er góð í og er gott við mig. Ég er bara á þessu stigi ekki alveg nógu góð manneskja eitthvað… Þarf að endurhugsa þetta vel og vandlega

Ég bara get ekki ákveðið mig…

hvort það sé eitthvað vit að fara norður í land á sumardekkjunum… Palli sagði við mig að ég ætti barasta að gera það – væri engin vorkunn á 4×4 með alls konar spólvarnir og gripstýringu og hvað þetta heitir allt saman og náttúrulega sem þessi ofurbílstjóri sem ég er! Elsku karlinn alltaf með óbilandi trú á tækjunum – jafnvel þó það sé farin hjólalega í Hvalfjarðargöngunum eða eitt dekkið sé svo vírslitið að það nálgast að vera á stærð við tunglið undir bílnum, já eða dekkin með svo misjafnt loft að Ingveldur átti í fullu fangi með að hitta á brýr og ristahlið – alltaf segir Palli að allt sé í lagi, verði í lagi og ég eigi bara að hætta að hafa þessar ægilegu áhyggjur það sé allt í lagi með bílinn og allar aðstæður. Ég hef nú komist að öðru og trúi honum ekki alveg. Ég held ég biðji Birgi um að líta á veðurspánna og segja mér hvað ég eigi að gera. Ég held hann skilji hvað ég er viðkvæm sál og ráði ekki við heila heiði – já eða Bólstaðarhlíðarbrekkuna oh my god, í hálku á sumardekkjum. Það er svo flókið að vera ég! Og ekki er ég nú neitt að einfalda málið á stundum!

Nú jæja ég finn eitthvað út úr þessu. Það er amk brjáluð blíða núna – og ég labbaði í morgun! Og ég er í gati og allt! Það þýðir ekkert að vinna í þeim ég er alveg búin að sjá það. Best að nota tímann í andlega íhugun, pælingar og að blogga í þessu tilfelli! Tíhíhí.

Ég er sko búin að vera að hugsa um líf mitt og tilveru. Ég er búin að fatta (tímabundið amk) að ég verð að treysta á mitt hyggjuvit í þessu varðandi mataræðið og góð ráð frá völdum aðilum. Ég bara get ekki verið að taka inn á mig hvað öðrum finnst um hvað ég léttist hægt og lítið að þeirra mati.

Ég á eftir að vera í þessu svo lengi og þurfa að halda dampi í svo langan tíma að flestum óar við. Þetta er ekki 6 vikna átak sem öllu á að breyta – þetta er ekki einu sinni sex mánaða átak né heldur sex ára. Ég þarf áreiðanlega að stússast í þessu alla mína hunds og kattartíð og það er allt í lagi – ég vorkenni mér það ekki neitt. En ég verð að finna taktinn. Ég get ekki hugsað mér að hætta öllu því sem er gott að borða eða gleður mitt geð og maga í matarmálum. Það verður að líta raunsætt á þetta og þegar maður er ég þá fer ég ekki að neita mér um alla hluti. Það þætti mér svo leiðinlegt.

En ég eldaði hollustuhamborgara í gær fyrir okkur Aðalstein og franskar fyrir hann en ég borðaði soðnar gulrætur með – og fannst það bara gott. Eftir það borðaði ég ekki nokkurn hlut eða fra´19:30 og ég fór út og sá undurfagra sólarupprás í morgunsárið. Lífið er gott og ég hef fínan stuðning frá mörgum mörgum. Og jafnvel frá mér sjálfri.

Inga uppgefna á sjálfri sér

Sko þetta gæti verið skór dagsins.

Ég er nú bara í nokkuð góðum gír nefnilega. Ég er nokkuð vel áttuð í skólanum – búin að senda 100 tölvupósta til ýmissa foreldra um hitt og þetta – bara gaman að því :-).

Ég svaf vel í nótt – það er nú ekki alveg á hverjum degi sem ég geri það. Er í nýjum fötum sem passa þokkalega.

Er bara betri af hælsporanum mínum og veit hvað ég á að hafa í kvöldmatinn og ALLT. Var á þrælskemmtilegum fundi um skólamál þar sem maður ræddi sín hjartansmál – líka gaman að því.Gaman ef maður fær að tala – það vantar nú ekki.

En svo er ég einhvern veginn svo glötuð líka – eins og þessi skór – sko hann gæti verið fín á öðrum en ekki MÉR. Þetta er svo erfitt líf á köflum að ég get dáið. Ekki dáið dáið en vorkennt mér dáið.
Það eru bara ákveðnir hlutir sem eru ekki að gera sig og mér finnst ég eiga óþarflega stóra sneið í þeim hlutum. Jukkiti jukk…
En það verður bara að bretta upp ermarnar og snúa helv… vesenið niður :-).
Ég hef ekkert hreyft mig í dag – fór ekki með Bjart heldur lá í bælinu eins lengi og ég gat því ég var svo þreytt og uppgefin. Ætla svo ekkert að gera í dag – kannski bara í heita pottinn en ég meira að segja efast um það. Ég geri heldur ekkert á morgun þó ég ætli nú að labba í fyrramálið.
Ég er bara svo uppgefin og þreytt. Ég var það nú líka í gær og það var eins og ég væri með heilt fjall í stærri kantinum á herðunum. Ég minnist þess bara ekki að það hafi verið svona erfitt að hjóla eins og í gær, úff. Fór nú samt í Styrk því annars hefði ég bara farið á föstudaginn næsta. Það er bara ekki nóg. Onei… Held samt að það hafi ekki verið sérlega gáfulegt ráðslag satt að segja. En ég beið svo sem engan skaða af því. Fór bara í hádegishléinu mínu eftir að hafa mætt út í skóla rúmlega sex.
Það er kannski hluti af þessu öllu, búin að mæta í vinnuna á milli sex og sjö síðustu tvo daga og vinna til að verða níu og er enn að vinna í dag. Kannski er það hluti þess að ég sé þreytt. En ég er líka ánægð með það því ég hef getað gert svo mikið og verið fókuseruð á það sem ég er að gera. Maður bara verður stundum að vinna. En maður verður náttúrulega líka að vera duglegur að hvíla sig og ég hef nú svo sem ekki verið fræg fyrir annað í gegnum tíðina.
Á morgun er fimmtudagur. Þá er stutt í föstudag og helgina! Ég þarf að vinna svolítið um helgina held ég – skila einhverju af mér og svo bara verð ég að fara að læra smá. Er ekki að gera sig að sleppa því lengur.
Ekki var nú vigtin skemmtileg við mig í gær. Stundum afber ég þetta ekki. Það eru margir sem segja við mig að þeir skilji ekki að ég léttist ekki meira miðað við hvað ég hreyfi mig mikið! Og ég sekk stundum í það að skilja það ekki heldur – þó ég viti að jafnaðar þyngdartap upp á 700 gr eða svo á viku sé ekki slæmt á hálfs árs basis. Það skilar fínu á ársgrundvelli. En ég sekk stundum alveg niður í þetta að vorkenna mér þessi ósköp og fæ nagandi sektarkennd því ég er náttúrulega viss um að ég sé í raun og veru ekki nógu dugleg og mataræðið sé allt í volli og ég þá þar með orðin aumingi. Stundum finnst mér eins og ég geti aldrei verið ánægð – þurfi alltaf að finna skuggahlið á allri gleði.
Sko – ég er í aumingja ég stuði – en samt er ég frekar hress bara – en það er einhver hóll sem skyggir á útsýnið!
En ég færist vonandi úr stað- nú eða hóllinn verði grafinn í burtu – sem væri náttúrulega best líka.

Fagurblátt og blúsað

Ha ha ha – þetta stígvél mar. Veit ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta! En amk þá er hællinn flottur en nokkuð ómanneskjulegur. Kannski eitthvað fyrir Ástu Björk og Sædísi ofurgellur!

Nú en sem sagt. Enn í svolítilli fýlu. Tek greinilega svona fýluköst…

En nú er þriðjudagur og þeir eru nú alltaf svolítið spari sko. Ég hef komist að því að það er ekki hægt að vinna í götunum mínum tveimur þannig að ég fer gjarnan í Styrk á þessum tíma og er þá lengur fram eftir í staðinn. Sú varð raunin í dag.

Ég fór í lítið labb í morgun í Hellisskógi með dúlluna mína og snúð hann Bjart, fór svo heim og braut um það heilann hvort ég ætti að fara í Styrk í gatinu eður ei og ákvað að gera það ekki – ég kæmi hvort eð er aldrei nestinu (yeah tók með mér nesti skoho í skólann), handklæðunum, íþróttafötunum og treyjunni minni í bakpoksgreyið. Setti það svo í backupplanið að ég gæti nú vel komið hér við og náð í íþróttafötin ef mér snérist hugur. Yfir þessu gat ég svo væflast í morgun – Styrkur eða ekki Styrkur eða kannski bara hjólatúr? Sigh

Ákvað á endanum að fara í Styrk – brunandi á mínu hjóli því ég hafði nú farið á því í vinnuna eins og hjólreiðakappa sæmir – var ekki nema 7 mín að fara göturnar (nenni ekki þessum göngustígsfársferðum). Sótti fötin, hjólaði í 12 mín í viðbót á gólffasta hjólinuvið þessar 15 sem mér hafði tekist að koma ferðinni í Gagnheiðina í með hoppum og skoppum í Heimahaganum. Tók svo bara vel á í efri – hluta líkamans æfingunum og teygði vel og lengi. Og leið svo þetta líka dáindis vel í kennslunni á eftir og var að vinna alveg til hálf átta þegar ég þorði ekki annað en fara heim þar sem engin lukt er komin á hjólið. Og ég stend á öndinni af undrun að ég geti bara yfirleitt komið sjálfri mér úr stað á hjólinu.

Og vonandi er ég nú að lagast í hælnum – ég er amk ekki að nota hann eins mikið og áður. Tók íbufen áður en ég fór að sofa í gær og gat þá sofið fyrir fótapirringnum.

Pirringurinn á sálinn er hins vegar töluverður og vigtin lætur eins og asni – eins og ég. Og ekki er ég farin að borða kvöldmat enn. En nú fer ég líka í það! Svoldið seint ha? Mataræðið er sem sagt ekki í sérlega góðum málum.

það er hins vegar veðrið…

Næturblues


Tvíbentur þessi skór. Það er þetta yndislega myrkur sem fylgir haustinu – kertin og það allt saman. Ummmm dásemd. Svo eru það morgnarnir þegar máninn víkur fyrir sólinni – og birtan þá er engu lík! Það sáum við Bjartur í morgun í Hellisskógi rétt um hálf sjö. Sólaruppkoman var yndisleg. Loforð um góðan dag.
En svo er þessi skór eins og rennibraut – rennibraut beint til fj… í mínu tilfelli amk. Ég át sko eitthvað nammistykki sem lá hér fyrir framan mig skyndilega og allt í einu dag – og það nammi þótti mér ekki einu sinni gott.
Og ég sem var svo glöð á laugardaginn þegar ég vissi ekki einu sinni hvar nammið er lengur í Bónus. Nú ekki var nóg með það að ég æti þetta nammistykki með húð og hári heldur át ég líka tvo mola í kvöld með kaffinu af einhverju sem ég gat snapað hjá Dísu – Þýskt gæða handgert konfekt – ummmmm
En í dag var ég eins og Pétur postulu – afneitaði því innvirðulega að ég borðaði nokkurn tímann nammi nema á laugardögum – ekki bara einu sinni heldur tvisvar – Sigh.
Matarmálin mín eru ekki í nógu góðu málum. Og svo sagði einhver við mig ef hann hreyfði sig svona mikið eins og ég yrði viðkomandi orðinn að engu á no time… Jamm það var nú svei mér gaman að fá upplýsingar um það… Svoldið grátlegt bara… Ég meina er þetta bara til einhvers…
Ég verð aldrei búin að þessu – ég verð búin að fá taugaáfall sjö sinnum af depurð og vanmætti held ég áður en ég kemst hálfa leið. Ásamt svo öllu öðru sem er að gera útaf við mig í hinum daglega amstri – hversdagsleikanum. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur verð ég að segja…
Í dag gengu matarmálin svona fyrir sig:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör
9:30 Ab mjólk og weetabix flögur einhverjar
11:30 Appelsína
15 Banani
17 Súkkulaðibar
18:30 pasta rækjur og grænmeti – 2 heilhveitibrauðsneiðar
20 Appelsína
21 2 nammimolar og 2 kaffibollar
23 – 2 hlaupmolar – SIGH
Hreyfing:
6:30 20 mín labb í Hellisskógi
7:20 6 mín hjólr. út í Sunnulæk
15:00 10 – 15 mín Svaðilför á hjólinu eftir nýjum vegi sunnan Hólahverfis – úff margir vörubílar, gröfur, holur og lausamöl – hefði átti að fá áhættuþóknun
70 mín vinna í Styrk
Dásemdar nudd – það er held ég það sem kemur mér í gegnum þetta. Ég gæti þetta bara ekki án þess. Nógu er ég í miklu skralli annars…
17 hjólað heim –
Og ég léttist ekki neitt – er hálfu kílói þyngri en ég var í síðustu viku. Ok ok ekki gáfulegasta vika – svoldið um drykkju, osta og svona sitthvað fleira slæmt. – og voðalega lítið grænmeti borðað. Úff og er nema von að sumir segist myndu léttast svo mikið að þeir hyrfu á nó tæm. Sérlega skemmtilegt að geta ekki gert neitt af viti þó maður sprikli sig vitlausan!
Reyndar er mér skapi næst að fara ekkert í Styrk á morgun heldur hvíla mig bara. Er hvort eð er að drepast í fótunum, hælnum, hnjánum og ég er með svo mikinn fótapirring á nóttunni að ég sef ekki. Endaði á að taka 2 bréf af panodil hot um miðja nótt svo ég fengi einhvern frið.
Já þetta er náttúrulega tóm sæla sem skilar svona sirka kannski engu miðað við það sem hún ætti að gera! Það er amk ekki slæmt að fá verk í hnén líka í ofanálag við allt annað.
Ætti ég ekki bara að fara að éta verkja og bólgueyðandi lyf. Maður bara getur þetta ekki lyfjalaust held ég svei mér þá!
Ég veit svo sem ekki hvað ég er að hugsa. – Eða held að ég sé…
Þarf held ég að skríða inn í hýði og vera þar í nokkrar vikur bara…
You’ll be the first to know
En afhverjur kommenterar enginn neitt! Ég er held ég á bömmer.