FATT

ég er hætt að hugsa um að léttast. Gengur hvort sem er ekki neitt. Ég ætla bara að verða massaðasta fitubolla á Íslandi.

Sounds good – yeah!

Ég geri bara það sem mér sýnist!

Þetta er vænlegt markmið ekki satt?

Áhyggjulaust líf here I come!

Ég er líka hætt í námi hjá KHÍ – ég ætla aldrei að læra neitt sem viðkemur kennslu framar? Tilhvers? Álíka gáfulegt og að henda peningum tíma og heilsu út um gluggann!

Vill einhver koma í slag? Ég er til 😉

Blaðaviðtöl ímynduð – eða ekki

Látum aðeins gamminn geysa:

30 kílóum léttari: Allt annað líf!

Hefur öðlast nýtt líf eftir að hafa lést um 50 kíló!
Ung kona segir reynslusögu sína

Hef losnað við áralanga vanlíðan
,,,, sss dóttir segir sögu sína af baráttunni við aukakílóin, eineltið og félagslega eingangrun!

Þetta eru allt uppdiktaðar fyrirsagnir en þær hafa vísast allar verið notaðar, nóg er amk af viðtölunum við fyrrum óhamingjusamt fólk sem hefur öðlast hamingjuna við að léttast.

Flest-allir rekja ástæðu offitunnar til einhvers sem þeir urðu fyrir enda lítið gaman að taka viðtöl við einhverja sem hefur ekki lent í neinum áföllum. Offitan er sem sagt ein og sér ekki nægilega spennandi viðfangsefni – heldur verður hún spennandi þegar hún er horfin og var tilkomin vegna einhverra hörmunga.

Ef þú hefur dvalið á biðstofu þá hefur þú séð þessi viðtöl í afskaplega mörgum en gömlum tímaritum. Þau eru líka í dagblöðum og sjónvarpi. Fólk kemur og segir reynslu sína og spyrlarnir sem sjaldnast hafa bætt á sig meira en 5 kg um ævina sitja bergnumdir og vilja heyra af stórsigrum viðkomandi.

Og það er stórsigur að léttast. Það eru svo aftur á móti ekkert minna engaldrar að ekki er nóg með að fólk léttist heldur hverfur öll óhamingjan. Nýja lífið inniheldur ekki lengur vanlíðan, þunglyndi né hvað þá vandræðin sem olli spikinu.

Allt í einu er eineltið sem olli því að fólk datt í ofát ekkert issue – ekki þegar maður er mjór á ný, þá virðast engin vandamál vera til.

Kynferðislegt ofbeldi tilheyrir bara fortíðinni – það viriðist ekki skipta máli nú þegar viðkomandi er orðinn mjór. Ja amk er ekki látið fylgja sögunni

Þrekið er meira – fötin eru fallegri, svefninn betri og andleg líðan svona miklu miklu betri.

Ég bara skil þetta ekki. Nú hef ég ekki lent í nokkrum áföllum í mínu lífi. Átti ágæta fjölskyldu, hef aldrei orðið fyrir ofbeldi og bara hamingjusamlega gift í þokkabót. Svoldið blönk stundum en það er nú ekki verra en gengur og gerist. Samt á ég í þessu ógnarinnar basli. enda hef ég bara misst fjórðung þeirrar þyngdar sem þarf til að ég komist í kjörþyngd. Þriðjung af þeirri þyngd sem ég þarf að missa til að ná þeirri þyngd sem langar að vera í og get sætt mig við að sinni.

Mér finnst sem sagt að hamingjustigið ætti þá að hafa aukist um 33% prósent og þá ekki minna en 25% fyrst fólk getur losnað við heilu og hálfu ofbeldisverkin með kílóunum.

Málið er að mér finnst þetta fáránlegt. Við sem erum feit eigum alltaf að vera svo vansæl og skelkuð, heilsulaus og firrt. Étandi allan daginn, í ljótum fötum, með minnimáttarkennd, óáreiðanleg og hreinlega heims. Ja það er amk þannig ef marka má ímyndina sem er gefin í sjónvarpinu og bíómyndum. Og svo um leið og kílóin fara – hviss bang þá er allt gott í veröldinn. Illska bernskunnar skiptir ekki lengur máli. Ég held það gleymist nú stundum að athuga þá betur þessa ástæðu sem fólk gefur fyrir spikinu – hvort kom á undan kílóin eða ástæðan? Ef ekki er fengist við ástæðuna og fólk einblínir bara á myndir og sjálfan sig í speglinum þá er hætta á að sársaukinn sé alveg samur.

Ég þekki amk grannt fólk sem dettur ekki um hamingjuna í hverju skrefi. Mér hefur nú bara sýnst að lífið geti verið strembið á fleiri bæjum en Offituvöllum.

Ég er hætt að leita að ástæðu fyrir mínu spiki. Ég veit hana og hef alltaf vitað:

Ég borðaði of mikið og hætti að hreyfa mig á krídískum tíma eftir að hafa verið mikill göngugarpur og útivistar barn.

Þess vegna varð ég feit.

Ég er leið afþví ég ræð ekki alveg við vinnuna mína, vildi vera milli og finn til í hálsinum.

Einu sinni var ég leið yfir því að hafa ekki lokið við Kennó – ég held varla að það hefði hjálpað mér að losna við kílóin þar.

Ég er samt viss um að með því að vera duglegri að hreyfa mig hef ég sótt í mig veðrið. Hvert sumar frá 32 ára aldri hefur fært mér meira þrek og sjálfsánægju.

Síðasta ár hefur hins vegar fært mér heim sanninn um það að þetta sé ekki flókið – jafnvel bara einfalt – en þetta er ekki auðvelt.

og þetta þetta er ekki að missa kílóin heldur að breyta um hugsunarhátt, lífsstíl og áherslur.

Ég er að hugsa um að vera svolítið stolt af því að við Baldur eigum bráðum eins árs afmæli. Það er ár síðan sáðkornum var fyrst sáð í huga minn – nú er breytinga þörf. Ég hef styrkst jafnt og þétt og kjölfarið hafa 20 kg farið hægt og bítandi og þau virðast ekkert vera á leiðinni til baka. Ég stend samt í stríði við þunglyndið, vanlíðanina og orkuleysið.



Ég held það hafi í sjálfu sér ekkert að gera með spikið á mér. Vandi minn felst í því hver ég er – en þar er líka styrkur minn og því felst lausnin innra með mér en ekki í því að minnka það sem hangir utan á mér.

Mælingar

Það var með semingi sem Palli minn samþykkti að mæla horfna sentimetra á frúnni enda fóru síðustu mælingar í nóvember ekki sérlega vel fram! Reyndar gekk svo mikið á að hvorki Bjartur né Páll hafa almennilega borið sitt barr síðan. Og málbandið var rétt að koma í leitirnar nú um daginn! Það voru sem sagt farnir eitthvað færri sentimetrar þá en frúin vildi.

Páll samþykkti þó með semingi að mæla en einungis með því skilyrði að vera með hjálm og auða útgönguleið úr stofunni. Ég gekk að öllum skilyrðum og hét mér og honum því að vera ósköp blíð og góð. Hann setti nú Bjart út engu að síður enda engin vörn til handa honum önnur en útveggirnir!

Frá því í ágúst hef ég misst samtals 28 sentimetra og um 18 síðan í nóvember.

Þetta er svolítið merkilegt því frá nóvember og til dagsins í dag hef ég sáralítið – ef nokkuð lést en frá ágúst og fram í nóvember léttist ég allnokkuð og töluvert meira en ekki neitt.

Þetta sýnir mér rétt eina ferðina að ég verð að vera róleg, þolinmóð og skynsöm. Ég er greinilega enn að byggja upp líkamann og fá mér svolítið af vöðvum fyrir svo utan það að þetta virðist bara ganga svona -upp og niður – stopp. Langa stoppið nú frá því í nóvember er þó ekki kyrrstaða því ég hef glatað þessum sentimetrum út til efnisheimsins.

Nú snýst allt um það að vera sæmilega sátt, sallaróleg og halda ótrauð áfram. Nú birtir óðum, hlýir dagar framunda og ég hlýt að komast í styrk tvisvar sinnum í næstu viku nú eða ég bæti mér það upp með svona líka svakalegri sundferð eins og í gær – kannski verð ég tilbúin að leggja 40 mín að baki í sundi og þá er ég að brenna eins og á hjóli og ógeðstækinu á sama tíma. Svona á góðum degi :-).

Ég vaknaði sæmileg í hálsinum í gær og í dag – ekki verkjalaus en ekki með þessa rosalegu lömunartilfinningu og harðræðistilfinningu í aftan í hnakkanum og niður í bakið. Ég er hins vegar strax farin að þreytast núna en það er skref fram á við að opna augun öðruvísi en ég haldi að ég sé í gapastokknum.

En sem sagt Bjartur og Páll komust vel frá mælingunum og una nú sáttir við sitt. Svo ekki sé minnst á konuna sem hefur misst 97 sentimetra all frá því í lok apríl þegar hún byrjaði að léttast.

Posted by Picasa

Höfuð herðar hné og tær (hæll) og svo svoldið meiri háls ;-)

Eitthvað er ég orðin slappari við að blogga. Sá slappleiki átti reyndar að vera vísbending um það að ég væri að slaka á klónni – svona eitt af fyrstu einkennunum. Ég er svo sem ekki viss um nema það sé – en ég er heldur að vona að þessi lífsstílsbreyting sé meira svona ferli frekar en ein allsherjar brunferð niður kílóaskalann eða upp vellíðunarstuðulinn! Svona er ég nú orðin sjóuð, þroskuð og vel hugsandi í þessu öllu saman :-). Yeah rigt!

Staðan er þessi hjá mér:

Mér finnst erfitt að stunda vinnuna mína eins vel og ég vildi- mér finnst hún erfið!
Það veldur mér leiða

Ég hef fengið nóg af hálsverkjum
Ég hef fengið nóg af svefntruflunum vegna þeirra

Ég er farin að skrá ítarlega matardagbók – allt upp á kalóríur og grömm. Niðurstaðan er nokkuð athyglisverð. Ég ætla þó ekki að grípa til neinna breytinga þessa viku heldur skrá hjá mér nákvæmlega allt það sem ég borða í um vikutíma og sjá mynstrið. Nánari fréttir af því síðar 😉

Polli vinur minn heldur utan um brennsluna. Ég hef lítið getað hreyft mig þessa viku vegna hálsins og einhvers fundarvesens hér og þar. Ég hef brennt 1100 kaloríum þessa viku og næ ekki nema um 1800 hitaeiningu þessa viku. Þannig er þetta bara stundum – það er bara að gera betur næst. Það er þá auðvelt að bæta sig en ég vil helst brenna um 2900 hitaeiningum. Ah já og svo fór ég í hælsporanálar á mánudaginn var og gat nú ekki hreyft mig meira þann daginn og á föstudaginn fór ég í nálar í hálsinn og teygjur og tog og ég gat skoho ekki farið í sund eftir það.

Mér líkar ekki sundleikfimin – en ætla að prófa einn eða tvo tíma í viðbót. Væri frábært ef hún gæti gengið amk í mesta skammdeginu- en svo kannski vil ég bara heldur labba í Hellisskógi með Bjart árla morguns um leið og birtir. Það gaf mér heilmikið svo ekki sé nú minnst á Bjart sjálfan.

Húsið er allt komið í skrall einhvern veginn. Palli er heima og mér finnst einhvern veginn að hann eigi að gera eitthvað varðandi heimilishaldið, en auðvitað er það ekki þannig – ég þarf bara að gera það sem ég vil gera sjálf en ekki ætlast til þess að aðrir geri hlutina eftir mínu höfði – það er víst ekki hægt að kenna gömlum hundum að sitja. Ef ég tek á mínu þá eiga víst aðrir að gera það líka í framhaldinu – við skulum nú sjá með það.

Ég fór í Kennó í dag og það var frábært! Fannst einhvern veginn eins og það væri þrátt fyrir allt eitthvað vit í því hvernig ég hugsa – ég hlakka til að vinna verkefnin í þessum áfanga og vinna svo verkefnið í honum – ég er næstum nú þegar búin að ákveða hvað það ætti að vera. En svo þráast nú hlutirnir í allavega áttir. Það er bara gaman af því.

En amk er að baki góður dagur – ég brenndi 770 hitaeiningar í sundi – það finnst mér frábært og er persónluegt met á 30 mín í sundi. Mataræðið ekki eins gott en ekki alveg slæmt heldur.

Á morgun er frídagur og ég gæti bæði farið í Styrk og eða sund. Það er nú ekk amalegt. Ég kemst ekki í Styrk á mánudag en ég gæti farið í sund seinni partinn ef nálarnar í hælinn verða ekki alveg eins hrykalegar og á mánudaginn var.

Háls

Er búin að vera heima í tvo daga vegna hálsverkja sem svo aftur leiða af sér þessa líka svakalegu höfuðkvalir, þreytu og ómögulegheit. Ég fór til læknis í gær, ég er eiginlega alveg búin á því. Og það er ár síðan ég var búin á því síðast. Sem þýðir að janúar er mánuður sannleikans í mínu lífi.

Læknirinn var hinn skilningsríkasti og var mér sammála um að undarlegt væri að ég losnaði ekki við háls og höfuðverkinn í þeim aðgerðum sem ég væri í. Ergo einhverjar félagslegar aðstæður valda þessari vanlíðan minni. Hann benti mér á leið til úrbóta sem ég þarf að íhuga. Hún er svolítið drastísk en ég held að ég geti ekki meira. Rétt eins og í janúar 2006. Með úrbótum á lífsstíl hélt ég reyndar að leiðin lægi upp á við og líklega gerir hún það. Það eru brekkur á öllum leiðum. Ætli ég væri uppistandandi í dag, fær um að taka ákvarðanir um nokkurn skapaðan hlut ef ég hefði ekki farið í nudd í febrúar á liðnu ári?

Líklega ekki.

Ég og Polli

Ég hef sko eignast nýjan förunaut sem kunnugt er. Við Polli (www.polar.fi) eigum vel saman en við erum þó einungis að kynnast.

Í gær fórum við saman í Toppsportið sundursagaða og hávaðasama (jukk jukk). Þar sagði Polli vinur minn að ég hafi brennt 1200 hitaeiningum og við það urðum við jafnvel enn betri vinir.

Áður er Polli búinn að segja mér að hvíldarpúslinn minn sé svona á bilinu 40 – 50 oftar nær 40 en hinu og það er nú svei mér lár púls. Þar til læknirinn minn segir að ég sé eitthvað veik kýs ég bara að líta svo á að ég sé komin í svo gott form enda bætt mig frá því að vera í um 90 svo 65 og þá þetta neðarlega.

Björk segir að ef ég kæmi inn á sjúkrahús þá myndu allir æpa upp yfir sig að ég væri með lágan púls og fengi lyf í hvelli til að auka hann. Þá myndi ég stynja upp: nei þetta er allt í lagi ég er nefnilega í svo fínni þjálfun ;-)“ Nú eða: Nei þetta er minn púls ég er nefnilega íþróttamaður 🙂 ha ha ha ha ha

En amk glöð með að hafa komist í gegnum Toppsportið jafn lítið aðlaðandi og það nú er þessa dagana – svo ekki sé minnst á andnauðina sem maður kemst í við að anda að sér þessu sagi öllu saman.

Ég verð að huga að mataræðinu enn frekar.

Yfirlit

Þriðjudagur – unnið til átta eða svo 😉
Matur að mestu í fínu lagi
Miðvikudagur – vatnsleikfimi – var að venjast fyrirbærinu. Sund um kvöldið, alls brenndi ég 600 hitaeiningum í vatninu yfir daginn. Matur í fínu lagi nema 2 smákökur og einn súkkulaðimoli og ég borðaði of seint eða 20:30. Fór í nudd og bylgjur á hælinn. Er mjög þreytt í hálsinum og komin með verki um 11 leytið alla virka daga. Geng hölt eftir setur. Er með seiðingshausverk alltaf hreint, gleymi honum stundum hann er orðinn svo viðvarandi.
Fimmtudagur. Besti morguninn varðandi hálsinn en var með dúndrandi hausverk þegar ég vaknaði. Keypti mér fínt nesti yfir daginn :-). Stefni á hvíld í dag nema kannski sund seinni partinn því ég er á fundi í kvöld- það yrði þá bara til að létta á spennunni sem er ynnra með mér.

Svo er það toppsport á morgun og það verður nú svolítið gaman að sjá hvað Polli vinur minn segir þá. Hann þverneitar að taka sundið í gærkveldi inn í kaloríur vikunnar – skil ekkert í því. Æfingin birtist í dagsyfirlitinu fyrir 10.01 en kemur ekki inn í vikuna. Verð að athuga þetta :-).

Við Polli, við erum annars góð saman ;-).

En best að leggja í daginn sem vísast verður með skrautlegasta móti.

Enn af mér og mínu – nema hvað?

Jólin

Jæja þá eru jólin á enda runnin þar til næst. Afsakanir fyrir áti og sælgætiseigu foknar fyrir lítið! Hér stendur þó jólatré fullksreytt við hliðina á mér, jólaskraut lúrir í hverju horni og hvert sem auga lítur og ekki eru uppi neinar sérstakar áætlanir um að breyta þar um. Ég fer þó að tína það á borðið hér í stofunni svona eftir því sem andinn blæs mér í brjóst og jólaseríurnar í gluggunum fá e.t.v. að hvíla bráðlega. Annars elska ég þessi ljós og í augnablikinu mega þau loga um sinn að mínu mati hvað sem verður svo í næstu skoðanaumskiptum :-).

Jólatréð heldur að það sé enn úti í skógi. Það hefur ekki sveigt greinar sínar niður og er eins ilmandi og grænt og þegar það kom hingað inn. Ég held það sé afþví við tókum neðan af því og settum á það sjóðandi vatn og létum standa í smá stund áður en við settum kalda vatnið útí. Hver svo sem ástæðan er þá er tréð billiant – það alfallegasta sem ég hef átt á 20 ára jólatrésferli mínum :-). Rautt og gyllt með hvítum perum var þemað í ár. Í alfyrsta skipti sem ég hef haft jólatré í einhverjum setteringum og ég kann því bara vel! Perurnar mættu þó vera skærari – þarf eitthvað að hugsa það betur.

Þetta hafa verið góð jól. Ég gat hvílt mig, borðað góðan mat og hamið mig í mataræðinu. Ég hreyfði mig vel og þó ég fengi kvef var það ekki svo slæmt. Börnin mín fullorðnu voru yndisleg og Páll líka þó það sé alltaf svolítið álag að hugsa um hann meiddan ;-). Við erum ekki alltaf alveg sammála um skilgreiningar á því hvað sé hægt að gera einhentur ;-). En það gekk nú allt stóráfallalaust enda fer ég að verða þjónustuhlutverkinu vön. – Þó ég verði náttúrulega aldrei sérlega góð í því.

Hreyfing síðustu vikur

Í jólafríinu fór ég heilmikið í sund. Ég synti líka svolítið síðustu dagana fyrir fríið.

Þorláksmessa – sund 800 metrar

Jóladagur – Ganga í Þrastarskógi í 65 mín
27. des – 31.des – Einn hjólatúr, Sund 600 – 800 m auk göngu eða hlaups í lauginni 2 – 600 metra
Nýársdagur 90 mín ganga um Þingvelli
2. jan 20 mín hálkuganga í Hellisskógi og sund í Hveragerði 600 metrar eða svo
3. jan sund 800 m
4. jan Sund 600 – 800 m
5. jan Sund 800 m og ganga í lauginni
6. jan ekkert

Mataræði

Þannig að það má segja að ég hafi verið dugleg að hreyfa mig í jólafríinu. Ég var líka passasöm í mataræðinu miðað við allt og allt. Ég borðaði ekki mikið nammi né feitmeti. Hins vegar er trendið það að verða lélegri í þessu öllu frá og með Gamlársegi og janúar hefur verið rosalegur át og narta í mánuður. Þá hef ég gjarnan náð að rífa niður alla múra skynseminnar.

Það gerðist líka nú. Ég hef etið nánast allt það sem ég át af rjóma og sælgæti þann 31. og 1. jan sem ég át öll jólin og ég er enn að. Ég hef á undanförnum dögum étið margfalt það sem ég borðaði um jólin sjálf.

…og það sem verra er ég get vel hugsað mér að halda því áfram.

Ég verð svo pirruð á mér yfir því að langa ekki í morgunmat heldur sætindi eða einhverja vitleysu þá.

Ég ,,gleymi“ að borða eins mikið af grænmeti og ég þarf – man svona þægilega eftir því í annað hvert mál!

Vont en það gæti verið verra!

Mig langar ekkert í morgunhreyfingu! Bara að lúra í rúminu og lesa eða horfa á sjónvarp. Og mig langar sko ekkert í Styrk í æfingar þar – auj sen fauj sen!

Einhver sagði mér að búa mig undir að hafa þyngst um 3 kg um jólin og ég bara oh my god ég dey ef ég hef svikið mig þvílikt að ég hafi þyngst um 6 smjörlíkisstykki! En það væri samt ekkert skrítið eins og ég ét núna!

Ég er ótrúlega slæm í fótunum. Ég er með verki framan á hnjánum og sköflungnum, strengi og eða þreytuverki í lærunum.

Ég er svakalega slæm í hálsinum og þreytist fljótt – get mig varla hreyft á köflum og er með viðeigandi höfuðverk á stundum.

Hælsporinn er að drepa mig í hvert sinn sem ég sest og stend upp aftur – næstum sama hve stutt ég sit – þið ættuð að sjá mig fyrst á morgnana og bara í hvert sinn sem ég stend upp eftir smá setu.

Stundum finnst mér hreinlega að ég ætti ekki að vera í vinnu!

Þunglyndið – það er með betra móti og hugsunin sæmilega skýr en minnið arfalélegt.

En það eru ljósir punktar við skulum fókusera á þá og líta upp og halda áfram.

Ég dey ekki þó ég hafi þyngst – kannski virkar það bara hvetjandi 😉 sem spark í rassinn!

Ég fór og fékk mér grænmetisbar í hádeginu í gær í staðinn fyrir pizzu eða mcDonalds með tilheyrandi frönskum.

Ég borðaði fullt af grænmeti í kvöldmatnum líka. Ég borðaði ekkert nammi í gær!

Framundan eru 257 dagar til þess að taka á málunum. Ég gat lést um 20 kg í fyrra og ég get því gert það aftur – já og geri það.

Ég er farin að sofa miklu betur.

Ég á heilsukodda sem virðist virka vel!

Ég fékk buxur og peysu í gær og skokk og leggings! Ógó flott

Vinnan já vinnan – það kemur í ljós.

Í dag get ég vel farið að synda þó ég nenni ekki að labba!

Slatti af áramótaheitum!

Stefnt er að því að léttast ekki minna en 250 gr. á viku á komandi ári. Það þýðir að ég léttist um 1 kíló á mánuði að jafnaði – 12 kg alls. Ef ég léttist um 750 gr á viku þá verð ég 39 kg léttari í desember. Það er hins vegar ekki raunhæft og stefnt er að því að léttast um 20 – 22 kg á nýju ári. Það eru um 400 gr á viku.

Ég hef gert ótrúlega magnað línurit yfir léttinginn og inn á það verður merkt einu sinni í mánuði – nú eða tvisvar eftir því hve góð ég verð á geði en það hefur ekki sérlega góð áhrif á mig að stíga á hana er mér sagt ;-).

Sem sagt ég vonast til þess að hafa misst alls 40 kg í lok árs. Það er nú allnokkuð er mér sagt!

Leiðir til þess að léttast? Þær sömu og hingað til.

Hreyfa mig af fullri alvöru og á sem fjölbreytilegastan hátt.

Búa til rými innan hversdagsleikans fyrir hreyfinguna – gera hana að sjálfsögðum hluta hvers dags.

Morgunbrennsla
Göngur
Hjólreiðar
Sund
Sundleikfimi
Spinning
Lyftingar og ræktin

Mataræði áfram í sífelldri endurskoðun!

Bæta svefninn

Annað:

Kaupa þurrkara
Nýtt rúm!
Vera mikið í útilegum
Vera dugleg í náminu mínu
Endurskoða vinnuna mína
Mála húsið
Setja króka fyrir jólaseríu á húsið í sumar en ekki í 20 stiga frosti um næstu jól!
Safna fyrir almennilegum jólaseríum á húsið!
Fara til Færeyja
Fá bætur fyrir augað hans Palla og athuga með nýtt bað og klósett!
Koma sér út úr þessum eilífu blankheitum!

Halda áfram að búa um rúmið mitt 😉

Bætist við eftir þörfum

Áramót og sitthvað fleira

Ég hef eiginlega verið að humma það fram af mér að byrja hér á einhverjum pistli um síðasta ár og hið nýja sem nú trítlar inn eftir gangi eilífðarinnar. Strax er einn dagur að baki og annar framundan. Sá þriðji er á morgun og þá er eins og hið ókomna hætti að vera einmitt það heldur verði að hversdagsleika nús-ins.

Ég hef aldrei verið sérlega hrifin af gamlársdegi. Hann og nýársnótt hefur verið mér kvöð frekar en nokkuð annað – þessi skylda manns að skemmta sér, vera helst svolítið hífaður – já eða mikið, vera saman og síðast en ekki sísta óviðjafnanlega glaður en þó agnarsmá daufur í bland. Ég hef heldur aldrei – fyrr en nú áttað mig á þessu fári um að áramótin séu skil – nýtt upphafi og því beri að íhuga og ígrunda um leið og horft er fram á veginn og kúrsinn tekinn. Fyrr en nú… Þessi áramót skil ég þetta einhvern veginn miklu betur – og mér finnst meira að segja eins og ég bara verði að íhuga og ígrunda alveg undir drep til þess að nýta mér þessi ósýnulegu mannanna verk – áramótin sem best.

Hin síðari ár hef ég náð nokkurri sátt við uppistandið sem á að ríkja þennan dag. Fundið minn farveg- eyði deginum í að elda einhvern ótrúlega góðan mat, stundum dettur einhver í heimsókn og við spjöllum saman á meðan ég brytja grænmetið og drekkum jafnvel freyðivín eða Blush með.

Það er svo sjaldan sem ég elda eitthvað gott eða gef mér tíma í það og því er þessi eldamennska á síðasta degi ársins kærkomin og hreinlega notaleg. Nú síðustu tvö ár höfum við farið með Bjart útfyrir á í bílnum og setið þar og horft á dýrðina. Í ár sluppum við, við að gefa Bjarti róandi eins og í fyrra enda er hann ekki nærri eins hræddur og t.d. Trítla var og í reynd bara svolítið rólegur yfir þessu öllu saman nema þegar gólfið í húsinu nötraði við sprengjudyninn.

Í ár var flugeldadýrðin sérlega glæsileg og það var ótrúlegt að sjá þennna ljósaleik mannanna bera við sjóndeildarhringinn. Í fyrsta skipti í 21 ár keyptum við enga flugelda hjónin. Fengum þetta bara beint í æð frá samborgurum okkar hér í Árborg – takk fyrir það!

En já…

Eins og þið sjáið þá er ég að humma uppgjörið og framtíðina svolítið fram af mér. Þetta er greinilega ekki alveg einfalt mál! Síðasta ár var svona með þeim flóknari á lífsleiðinni, ekki vegna atburðarrásarinnar heldur hins hvað stúlkan ég hugsaði og fékkst við í eigin kolli :D.

Þess vegna fannst mér svo upplagt að hefja árið á Þingvöllum. Viðurkenna og umlykja þá staðreynd að þeir eru mér kærir þó þar sé nú ekkert nema samkomustaður fólk. Bærinn orðinn að veislusal og sumarhúsi þeirra sem ráða, kirkjan músétin, skrefin okkar allra löngu horfin úr garðinu og trén vaxin yfir önnur. Þetta er samt minn staður þó hann sé almenningseign um leið. Enginn getur tekið – og enginn er heldur að reyna það, minningarnar frá mér sem margar hverjar eru svo bundnar öðru fólki, t.d. Björk, systkinum mínum og einfaranum mér. Stundum finnst mér eins og Núpverjarnir telji sig eina eiga minningar – vísast af umkomuleysi mínu þar sem ég kom ekki til sögunnar fyrr en löngu síðar. Stundum hefur mér líka fundist að ég ætti engar minningar ein og sér – allt sem ég gerði sem barn hafi verið upplifað af öllum mínum systkinum – bara fyrr. En auðvitað er það ekkert þannig – ég á mínar minningar sem eru bundnar órjúfanlegum böndum, samofnar Þingvöllum.

Ég labbaði endalaust um vellina, gjánna, túnin og vestari hallinn – heilu og hálfu dagana var ég í leiðöngrum oftast ein. Ég skil það núna afhverju mér finnst hreyfingin góð, göngurnar um náttúruna betri en þær sem ég fer eftir steinsteypunni. Ganga er hreinlega órjúfanlegur hluti af bernskunni minni. Ég held að varla hafi liðið sá dagur að ég fór ekki út að labba á Þingvöllum. Enda sagði mamma að það hefði komið snemma í ljós hve mikill göngugarpur ég var. Hún sagðist aldrei hafa séð barn vera jafn duglegt að labba og mig – Dísu og Ása til mikillar armæði vænti ég því oftast var ég kjagandi á eftir þeim – algjörlega óbeðin og ekki sérlega velkomin.

Já Þingvellir er góður staður til þess að hefja 2007 á.

Og nú held ég að ég hvíli um sinn og íhugi aðeins betur 2006 – kem svo innan tíðar með vangaveltur mínar þar um. Þar má finna grunninn að 2007 svo mikið er víst. Þar byrjaði ,,lífsstílsbreytingin“ – orð sem mér leiðist nú svona frekar en verknaðurinn er betri 🙂 þó seint verði hann sagður auðveldur.