Ba-bú-ba-bú hætta á ferð!

Eftir þrjá frábærda daga í upphafi árs koma tveir miður góðir – hvorugur dagurinn er þó meira en 42 stig – báðir um 36 stigin – en það er auðvelt að sleppa tökunum og halda að maður hafi efni á því að ,,láta eftir sér“. Maður á bara ekki að láta eftir sér í mat heldur í einhverju öðru! Skal gert – mín er á vaktinni og því mun þetta ekki bresta! Hlakka til áskorana morgundagsins – mun standast þær!

Takk fyrir jólin elskurnar og góða nótt!

Yndislegt pakkaflóð fylgdi litlu fjölskyldunni að norðan og Ragnheiði! Ömmu og afa. Inga og Palli fengu líka nokkra pakka. Bara dásamlegt kvöld!

Afi að horfa á Herdísi. Það er gott að elska!

Pabbi að horfa á Herdísi. Það er gott að elska!

Það er gott að vera elskuð!

Mont

Sko stundum þarf maður að pakka í vörn og verjast árás s.s. eins og pínu þunglyndis og jóla – og þá ekki síður áramóta og janúars!

Nú það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki þyngst frá því fyrir jól og þar til nú nema ef ég skyldi telja með 200 grömm eða svo sem ég ætla ekki að gera!

Ég er rosa ánægð með það. Ég er svo sem ekkert himinlifandi með árangurinn í haust – það hefur lítið farið af kílóum síðan í október en ég ætla samt að vera ánægð að hafa náð því markmiði mínu að hanga á fengnum hlut yfir hátíðirnar.

Í dag brenndi ég 550 kal í sundi! Persónulegt met skal ég segja þér! Enda fékk ég bikar frá Polar vini mínum!
Í dag hef ég borðað tvær skyrdollur, banana, epli, kjúklingasalt, 400 gr grænmeti og fisk með smjörklípu. Ég hef líka drukkið rúman lítra af vatni.
Í dag fór ég í langþráð nudd og fékk bylgjur á hælinn. Er að vísu algjörlega ógöngufær eftir þær en af fenginni reynslu þá veit ég að þær hjálpa.
Í dag fór ég í toppsport og sá ekki Helgu Dögg og ég áttaði mig ekki neitt á neinu! Þeir verða nú að vinna svolítið meira í þessu svo ég fái einhvern botn í þetta. Finnst þetta allt mjög þröngt og sérkennilegt verð ég að segja.

Á morgun ætla ég að drekka meira af vatni og fara í sund.
Á morgun ætla ég að borða 600 gr af grænmeti!

Á miðvikudag ætla ég að byrja í sundleikfimi hjá Betu. Ég er í eitthvað svo miklu sundstuði.
Hún byrjar korter fyrir sjö og er búin hálf átta – sem þýðir að ég kem út í skóla sprikluð og fín og fæ mér eitthvað að borða þar :-).

Enn af mér og mínu – nema hvað?

Jólin

Jæja þá eru jólin á enda runnin þar til næst. Afsakanir fyrir áti og sælgætiseigu foknar fyrir lítið! Hér stendur þó jólatré fullksreytt við hliðina á mér, jólaskraut lúrir í hverju horni og hvert sem auga lítur og ekki eru uppi neinar sérstakar áætlanir um að breyta þar um. Ég fer þó að tína það á borðið hér í stofunni svona eftir því sem andinn blæs mér í brjóst og jólaseríurnar í gluggunum fá e.t.v. að hvíla bráðlega. Annars elska ég þessi ljós og í augnablikinu mega þau loga um sinn að mínu mati hvað sem verður svo í næstu skoðanaumskiptum :-).

Jólatréð heldur að það sé enn úti í skógi. Það hefur ekki sveigt greinar sínar niður og er eins ilmandi og grænt og þegar það kom hingað inn. Ég held það sé afþví við tókum neðan af því og settum á það sjóðandi vatn og létum standa í smá stund áður en við settum kalda vatnið útí. Hver svo sem ástæðan er þá er tréð billiant – það alfallegasta sem ég hef átt á 20 ára jólatrésferli mínum :-). Rautt og gyllt með hvítum perum var þemað í ár. Í alfyrsta skipti sem ég hef haft jólatré í einhverjum setteringum og ég kann því bara vel! Perurnar mættu þó vera skærari – þarf eitthvað að hugsa það betur.

Þetta hafa verið góð jól. Ég gat hvílt mig, borðað góðan mat og hamið mig í mataræðinu. Ég hreyfði mig vel og þó ég fengi kvef var það ekki svo slæmt. Börnin mín fullorðnu voru yndisleg og Páll líka þó það sé alltaf svolítið álag að hugsa um hann meiddan ;-). Við erum ekki alltaf alveg sammála um skilgreiningar á því hvað sé hægt að gera einhentur ;-). En það gekk nú allt stóráfallalaust enda fer ég að verða þjónustuhlutverkinu vön. – Þó ég verði náttúrulega aldrei sérlega góð í því.

Hreyfing síðustu vikur

Í jólafríinu fór ég heilmikið í sund. Ég synti líka svolítið síðustu dagana fyrir fríið.

Þorláksmessa – sund 800 metrar

Jóladagur – Ganga í Þrastarskógi í 65 mín
27. des – 31.des – Einn hjólatúr, Sund 600 – 800 m auk göngu eða hlaups í lauginni 2 – 600 metra
Nýársdagur 90 mín ganga um Þingvelli
2. jan 20 mín hálkuganga í Hellisskógi og sund í Hveragerði 600 metrar eða svo
3. jan sund 800 m
4. jan Sund 600 – 800 m
5. jan Sund 800 m og ganga í lauginni
6. jan ekkert

Mataræði

Þannig að það má segja að ég hafi verið dugleg að hreyfa mig í jólafríinu. Ég var líka passasöm í mataræðinu miðað við allt og allt. Ég borðaði ekki mikið nammi né feitmeti. Hins vegar er trendið það að verða lélegri í þessu öllu frá og með Gamlársegi og janúar hefur verið rosalegur át og narta í mánuður. Þá hef ég gjarnan náð að rífa niður alla múra skynseminnar.

Það gerðist líka nú. Ég hef etið nánast allt það sem ég át af rjóma og sælgæti þann 31. og 1. jan sem ég át öll jólin og ég er enn að. Ég hef á undanförnum dögum étið margfalt það sem ég borðaði um jólin sjálf.

…og það sem verra er ég get vel hugsað mér að halda því áfram.

Ég verð svo pirruð á mér yfir því að langa ekki í morgunmat heldur sætindi eða einhverja vitleysu þá.

Ég ,,gleymi“ að borða eins mikið af grænmeti og ég þarf – man svona þægilega eftir því í annað hvert mál!

Vont en það gæti verið verra!

Mig langar ekkert í morgunhreyfingu! Bara að lúra í rúminu og lesa eða horfa á sjónvarp. Og mig langar sko ekkert í Styrk í æfingar þar – auj sen fauj sen!

Einhver sagði mér að búa mig undir að hafa þyngst um 3 kg um jólin og ég bara oh my god ég dey ef ég hef svikið mig þvílikt að ég hafi þyngst um 6 smjörlíkisstykki! En það væri samt ekkert skrítið eins og ég ét núna!

Ég er ótrúlega slæm í fótunum. Ég er með verki framan á hnjánum og sköflungnum, strengi og eða þreytuverki í lærunum.

Ég er svakalega slæm í hálsinum og þreytist fljótt – get mig varla hreyft á köflum og er með viðeigandi höfuðverk á stundum.

Hælsporinn er að drepa mig í hvert sinn sem ég sest og stend upp aftur – næstum sama hve stutt ég sit – þið ættuð að sjá mig fyrst á morgnana og bara í hvert sinn sem ég stend upp eftir smá setu.

Stundum finnst mér hreinlega að ég ætti ekki að vera í vinnu!

Þunglyndið – það er með betra móti og hugsunin sæmilega skýr en minnið arfalélegt.

En það eru ljósir punktar við skulum fókusera á þá og líta upp og halda áfram.

Ég dey ekki þó ég hafi þyngst – kannski virkar það bara hvetjandi 😉 sem spark í rassinn!

Ég fór og fékk mér grænmetisbar í hádeginu í gær í staðinn fyrir pizzu eða mcDonalds með tilheyrandi frönskum.

Ég borðaði fullt af grænmeti í kvöldmatnum líka. Ég borðaði ekkert nammi í gær!

Framundan eru 257 dagar til þess að taka á málunum. Ég gat lést um 20 kg í fyrra og ég get því gert það aftur – já og geri það.

Ég er farin að sofa miklu betur.

Ég á heilsukodda sem virðist virka vel!

Ég fékk buxur og peysu í gær og skokk og leggings! Ógó flott

Vinnan já vinnan – það kemur í ljós.

Í dag get ég vel farið að synda þó ég nenni ekki að labba!

Jólin eru komin

Gleðileg jól segi ég nú bara enn og aftur!

Sumir eru svo óheppnir að þurfa að vera að vinna í dag. Óskaplega er ég fegin að þurfa þess ekki enda sprengurinn fyrir jól þannig upp settur að maður þarf að hvíla sig í marga marga daga eftir hann!

Stundum hugsa ég – alltaf eftir á, afhverju voru þessi ósköp öll í gangi hjá mér? Hefðu gjafirnar ekki mátt vera færri, tiltekin tilkomuminni (svarið við því er nú alltaf strax og í hvelli, nei minni mátti hún nú ekki vera). Snúast jólin um öll þessi læti sem eru í mér fyrir jólin? Kannski hefði verði meira gaman að vera minna þreytt á aðfangadag og geta notið alls aðeins betur.

Í ár hugsaði ég þetta svolítið fyrir jólin. Reyndi að vera skynsöm en aðstæður spila nú ekki alltaf með mér í liði og gera mér svolítið erfitt fyrir. Og svo finnst mér þar að auki svolítið gaman af veseni ;-).

Ég vil gjarnan geta tekið almennilega til í jólafríinu – ekki endilega útaf jólunum heldur hinu að þá er ég í fríi og ég fer ekki í frí aftur fyrr en um páska. Ef ég kemst ekki niður úr bunkanum í þessu fríi þá kemst ég það bara alls ekki neitt!

En þessi sprettur tekur svolítið á – ég skrifa það þó ekki á jólin – ég elska jólin enda ekki furða:

Á aðfangadag var besti hamborgahryggur í heimi í matinn, eldaður eftir kúnstarinnar reglum sem margborgðu sig!

Ég fékk svo fallegar gjafir að ég man ekki eftir öðru eins – það skilar sér undir jólatréð að eiga tvö vinnandi börn 😉 elsku litlu grjónin mín- en nánar um gjafirnar síðar!

Á jóladag horfði ég á sjónvarp og las. Við Palli fórum svo í heljarinnar göngu um Þrastaskóg þveran og endilangan – heldur of langan þar sem flóð komu í veg fyrir að við færum okkar venjulega 40 mín göngu og við vorum því í rúman klukkutíma. Færið var ömurlegt – holklaki og drulla og því reyndi mikið á þó ekki væri farið hratt yfir :-). Að því loknu fengum við okkur hangikjöt hjá tengdó og beint í bólið þar á eftir að hvíla mína þreyttu fætur.

Í gær lá ég og horfði á myndir, las og svaf allan heila daginn og kunnu því svona líka ágætlega. Og nú er ég að fara út að hjóla. Reyna að losna við þessar ókennilegu gastegundir sem hafa heltekið meltingarveginn í mér!

Ég held reyndar að hangikjöt og hamborgarahryggur sé eitraður matur. Getur bara ekki verið hollur!

Anda inn alveg ofaní maga, anda út…

alveg eins og þú sért að hella úr tunnu! Ég nenni alls ekki í bæinn að versla. Mér finnst leiðinlegt í bænum að versla. Ég er að hugsa um að fara ekkert í bæinn nema þá í kvöld ef veðrið verður ekki snarvitlaust. Það eru nú meiri lætin í þessu veðri alltaf hreint! Hrmpf….

Ekki er nú húsið orðið fína en það mjakast nú í þá áttina skal ég segja ykkur. Og ég er alveg viss um að jólin komi þó ég verði ekki búin að gera eitthvað sniðugt.

Halda ró sinni það held ég að sé svolítið mikilvægt satt að segja!

Ég er búin að vera með svo mikinn höfuðverk síðan þarna um daginn þegar kennarastóllinn vildi ekki taka við mér. Fór í nudd í gær ummmmmm og fékk svo í mig nálar sem var verulega óþægilegt á köflum sérstaklega þegar þeim var stungið í hálsinn á mér – sem aftur rifjar upp fyrir mér þegar það var hægt að stinga í mig nálum út og suður og ég fann aldrei fyrir því! Batamerki er mér sko sagt en sem sagt eftir að þeim var sargað í hnakkann á mér og hálsinn og ég lifði það af fann ég bókstaflega hvernig rafmagnsleiðslurnar liggja um mig alla svei mér þá – og ég hef ekki fengið hausverk síðan! þetta er hreinlega magical þessar nálar!

Og ég er tveimur kílóum léttari en ég var fyrir 9 dögum síðan!

Og ég er bara svolítið glöð yfir því skal ég segja ykkur -búin að eiga í óttalegu basli við þessa vigt upp á síðkastið.

Lof jú farin að jólaundirbúast.

Dagskrá

Nú dugir ekki annað en skipulag og afslappelsi hugans um leið:

Dagur 1 (í dag)

Þrífa húsið og koma því í jólabúning.
Þar með taldara skúffur í eldhúsi sem eru orðnar óleyfilega – já svona einhvern veginn öðruvísi en þær eiga að vera!
Klára Sörurnar sem döguðu uppi um síðustu helgi
Hringja og athuga með ísskáp
Koma jólatré inn
Fara í Blómaval og athuga hvort eitthvað fallegt skraut sé til á það (allt í einu á ég ekkert jólatrésskraut!)
Fara í sund og nudd – muna að frysta kortið mitt fram yfir áramót
Reyna að týna ekki sjálfri mér
Búa til merkilegan innkaupalista fyrir morgundaginn
Viðbót – gera ræðustúf
Vera tilbúin með Kiðjabergsdótið!

Dagur 2 (á morgun)

Fara til Reykjavíkur og versla ALLAR jólagjafir Þær eru allnokkrar!
Koma við hjá Ása
Koma við hjá Hlíf
Reyna að koma pökkum í Borgarfjörðinn
Fara í Hagkaup og athuga með matarinnkaup
Svo ekki sé minnst á BÓNUS!
Fara í fertugsafmæli um kvöldið – já sem þýðir að á degi 1 þarf ég að undirbúa hana
Vera komin ekki mjög seint heim

Dagur 3 – Þorláksmessa

Pakka inn gjöfum
Njóta lífsins
Fara í sund og SLAKA á
Sjóða hangikjöt ummmm nammi namm
Þorláksmessusnúningar

Þetta eru jólin!

Úff segi ég nú bara Jólafrí

Guði sé laun og dýrð!

Nú er ég aftur að verða eins þreytt og í síðustu viku. Það er sama hvað ég geri lítið þá er ég búin að vera um 12 leytið – no matter what. Allt umfram þann tíma er hreinlega of stór skammtur fyrir þá stuttu.

Litlu jólin voru í dag og þau voru að mestu yndisleg. Mér tókst að vera í pæjuskónum mínum í 5 klst samfellt og það er nú vel af sér vikið þykir mér ;-).

Já og ég fór í klippingu í gær og viti’ði, sú hin sama enn stutta lítur bara vel út til hársins ;-).

En nú bara verð ég að afgreiða jólakortin. Svo þarf að kaupa jólagjafir en á morgun tek ég til, hvíli mig og fer svo í verslunarleiðangur á föstudag.

Um að gera að vera rólegur, blíður og góður þrátt fyrir höfuðverk dauðans og hálsverki í stíl sesm tóku sig upp eftir kollveltu miklu aftur á bak í gær – æ æ eins og ég mætti við því en ég lagast.

Hóhóhó

Já já er þetta ekki bara allt að gera sig?

Ég fór í sund í dag og synti smá – en þó alltént í 20 mín og ég fór líka í mjög sérkennilega göngu með Bjart í morgun – þeir voru ekki margir metrarnir sem voru lagðir að baki frá húsinu en þeim mun fleiri á sama blettinum hér fyrir utan – ný tækni í uppeldi Bjarts – nánar um það síðar ;-). En frábært að fara út og hreyfa sig. Mér finnst það yndislegt að skondrast úti – miklu betra en að fara í Styrk á morgnana er bara ekki að fíla það um þessar mundir.

Sem sagt fyrirmyndardagur í hreyfingu í dag finnst mér miðað við allt og allt.

Er að fara að sofa – já já fyrir níu

Fer út með stubb í fyrramálið og já ég skrifaði allnokkuð af jólakortum – það væri þó ekki að jólakort yrðu send héðan ekki síðar en einum degi eftir síðasta séns? Ja það væri það 😉

Elska ykkur – verið góð og munið að slappa af og þið vitið – ég mæli með sundi ;-).

Ykkar Inga sem át 6 smákökur og 1 kakóglas…

SIGH

Góðan daginn!

Ég held það séu 7 dagar til jóla.

Það eru 3 dagar eftir í skólanum.

Og ég á eftir að gera mjög margt:

  • Kaupa allar jólagjafirnar og sýsla með þær – pakka inn og koma á sinn stað
  • Skrifa jólakortin – öll 70 eða hvað þau eru
  • Gera nokkrar jólagjafir sem mér finnst endilega að ég ætti að gera!
  • Kaupa allt inn til jólanna
  • Finna á mig einhver föt sem ég get verið í sem og fyrir Pál
  • Vorkenna Páli svolítið – það er heilmikil vinna skal ég segja ykkur
  • Athuga með jólatré – afhverju langar mig allt í einu í gervijólatré – nokkuð sem ég hef aldrei þolað?
  • Hætta að vera svona þreytt – afhverju er ég svona þreytt? ÉG meina hvers þreyttur getur maður verið.

Verst af öllu er að ég er á sælgætisfylleríi. Hef ekki guðmund um hvernig ég á að stöðva það. Og Styrkur er svo ógó staður að ég get ekki hugsað mér að stunda neina hreyfingu þar innan daga.

Áformin eru þó fögur og fín – sund og göngur næstu daga. Ég treysti á að Páll hjálpi mér við að koma mér af stað í þær – því mig svo sannarlega veitir ekki af hvatningunni og jafnvel toginu út fyrir hússins dyr.

En nú ætla ég að smyrja kremi á sörur, kíkja á pippmarengeið og jafnvel finna til handavinnuna og stilla henni upp á vel sýnilegan stað og ég geti gripið í hana á milli þreytuofsakastanna.

Lof jú Inga þreytta sem er búin að fatta allt mögulegt en er nú ekki farin að nýta sér það á nokkurn hátt – ja nema þá þannig að ég er ekki að drepast úr geðvonsku – bara þunglyndi 😉

Jólin eru hugarástand

Börnin mín tvö sem eru unglingar eru að fóta sig í því að upplifa jólin og eru svoldið hissa á að þau séu ekki í dauðans spenning og offorsi í jólaskapi. Ég reyni að benda þeim á að jólaskap sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir og jafnvel hafa fyrir. Það eru svo ekkert allir sem hafa sérlega mikinn áhuga á því og það er þá bara þeirra mál.

Ég elska jólin, ég elska jóladótið mitt og jólaskrautið, elska að stússast í jólakortum og föndri og ýmsu svona sem maður leyfir sér að gera fyrir jólin en ekki í annan tíma.

Ég hef ekki bakað fyrir jólin síðustu ár en á Eyrarbakka og stundum á Ljósafossi bakaði ég 10 sortir plús og naut hverrar stundar. En það bara borðaði þetta enginn og með minni tíma þá setti ég þetta bara útafborðinu.
En þar sem ég er að vanda mig við að hvíla mig og njóta lífsins ætla ég að dúlla mér að gera tvær nammi sortir í dag – sörur og pippmyntumargengestoppa. Það á allt að vera einfalt og notalegt – og ég er meira að segja búin að taka til og viðhalda jólahúsinu frá því í jólaglögginu. Það er gott og gaman.
Hver veit nema við Páll förum út að labba á milli platna – það væri líka gott og gaman.