Back to the basics

Ég og Bjartur vöknuðum árla í morgun en í gærkveldi bjó ég til lista yfir allt það sem ég þarf að gera næstu 7 dagana – hefur vísast valdið því hve snemma ég vaknaði. Það er ýmislegt- húslegt og garðlegt. Hér í garðinum er mikið rusl saman komið – jukkiti júkk bara – bæði frá okkur og svo fýkur mikið hingað inn líka – mjög sóðalegt og ég verð að gera eitthvað í þessu í algjöru snarhasti. Ja kannski ekki algjöru snarhasti en svona nokkru snarhasti….

Nú en það sem ríður mest á er að komast í taktinn í lífinu sjálfu aftur eftir hálf einbeitingarlausa viku síðast. Það dugir ekki að horfa bara á það sem betur má fara og gera ekkert í því heldur barasta koma sér í gírinn á ný.

Gærdagurinn var afleitur matarlega séð – en ég var mjög dugleg í ræktinni en fór ekki sundleikfimina. Var bara einfaldlega of þreytt – en það er nokkuð sem einkenndi mig í liðinni viku. Svo erfitt að vera í páskafríi ;-).

En þar sem ég var minnt á það að ég ætti hjól í gær og að ég ætti að nota það brá ég undir mig betri fætinum og hjólaði í morgun til að koma brennslunni af stað. Það var nú ekki sérlega gott veður og rigningin æði köld á köflum en ég náði að hjóla góðan spotta á móti vindi sem er sérlega æskilegt því annars næ ég ekki púlsinum upp nema með mikilli langkeyrslu. Ég hjólaði í um 25 mínútur og er bara ánægð með það nú þegar ég hlusta á nauðið í vindinum og sé dropana falla skáhalt hér fyrir utan.

Í dag ætla ég að horfa á tímatökur í F1, baka bollur, taka til í ,,skrifstofugeymslunni“ minni og slappa svo vel af inn á milli. Stefni á svolítið hlaup í lauginni um fjögur leytið – þarf enn að brenna um 400 hitaeiningum til að vera á áætlun dagsins. Vantar umtalsvert upp á að bæta hreyfingaleysi mánudags en þar sem ég fer í Styrk á morgun þá lítur jafnan ekki afleitlega út og ég hef snúið vörn í sókn.

Nú er bara að huga vel að mataræðinu og taka sig í gegn þar sem því er ábótavant. Auka grænmetisátið, minnka brauðát – helst setja það alveg út og borða ekki neitt nema grænmeti eftir kl 20 á kvöldin. Þá er ég í góðum málum.

Bless í bili

Morgunstund gefur gull í mund

Góðan daginn

Nú er fyrsti í fríi :-).

Ekki leiðinlegt. Ég er vöknuð og svellfín árla morguns – það er nú ekki leiðinlegt heldur. Það verður nú að segjast ;-).

Þegar Palli er heima er alltaf ákveðin hætta á því að allt fari í vitleysu. Það er allt í einu ekki nærri eins einfalt að halda einstrengingslega áætlun mína þegar maður þarf að taka tillit til (eða ætti amk að gera það) annars. Ég þarf meira að segja að vera svolítið notaleg okkar allra vegna. Það er nú ekki gaman að koma heim til fúllar kerlu – eða fá fúlan karl heim. Annars er það náttúrulega ekki sérlega erfitt því ég er svo notaleg manneskja eins og þið vitið, híhíhí.

En sem sagt – mataræði, hreyfing, svefn gengur allt nokkuð úr lagi og ég má hafa mig alla við að halda áætlun. Annars á Páll ekki marga úrkosti blessaður. Hann getur jú verið heima á meðan ég sprikla eða komið með. Um helgina hefur hann komið með. Eiginlega alveg undrandi á því að rassinn á sér skuli enn halda eftir hjólreiðar helgarinnar.

Þegar nýtt hjól kemur í hús er náttúrulega ekki annað að gera en nota það og það hefur verið gert. Hún Þórunn elskuleg lánaði mér hjólið sitt í haust og Páll hefur verið að nota það – það er eins hjól og mitt. Frábærir gripir báðir tveir, takk Þórunn mín. Kannski get ég einhvern tímann launað þér greiðann.

Þar sem einu mjúki göngustígarnir sem mér hugnast hér í nágreninu eru í hinum blauta Þrastarskógi fer ég ekki þangað né annað því hælsporarnir mínir bjóða ekki upp á göngur. Á laugardaginn fórum við því í hjólreiðatúr og í gær var stefnan tekin á upphitun á hjólum og svo Styrkur.

Það fór hins vegar svo að eftir að við hjóluðum vítt og breitt um Selfoss, Laugardæli og nærliggjandi þjóðvegi í um 40 mín vorum við svo hrakin og köld að við sáum okkur ekki annað fært en fara í heitan pott. Sem við og gerðum og ég synti svolítið og hljóp í lauginni. Brennslan var þó ekki sambærileg á við Styrk – þ.e. eftir því sem Polli sagði en ég þarf að stilla hann þannig að hann taki mið að lækkuðum púls í vatni.

Eftir ferminguna hans Ingþórs var komið þetta ofsalega góða veður og fullur vilji til þess að hjóla svolítið meira og þá bættist við allnokkuð af kaloríubrennslu þannig að dagurinn í gær var mjög góður. Það er svo gaman að hjóla! Ég ætla svo að hjóla í dag og fara svo í Styrk – gaman að breyta aðeins til og sleppa við ógeðstækið við og við :-). Mér sýnist vera hið ágætasta veður – en það má svo sem alveg vera leiðinlegt – þá brennir maður bara meira – ef vindurinn blæs manni í fang.

Framundan bíður svo sex hæða fermingarterta fyrir Kristínu, Borgarfjarðar ferð en áður en það allt saman gerist þarf að taka til í eins og einni geymslu – sem klárlega verður allnokkur brennsla ;-).

Inga mælir með að allir fái sér Swhinn hjól og komi með út að hjóla. Munið bara eftir hjálminum því of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í :-).

p.s. Þess bera að geta að markmið síðustu viku náðist ekki varðandi þyngdina nema þá til hálfs… Nú tekur bara við damage conrol og hörku brennsla alla daga. Það er eiginlega ekki hægt að léttast um páska…

Það er kominn apríl!!!!

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef nú ekki einu sinni farið til þess að blogga! Sem er slæmt því ég vil halda sem nákvæmastar skýrslur yfir sjálfa mig því annars hugsa ég þegar ég upplifi eitthvað – ó þetta er alveg einstakt, svona hefur þetta aldrei verið áður! En þá hef ég bara alveg óvart hagað mér á sama hátt eða liðið alveg eins! Ég er svo mikið aparassgat að það er óskaplegt.

Tiltekt í húsinu er hafin.

Ég er komin með mitt eigið hjól sem er algjörlega stórkostlegt. Ég mæli með Schwinn hjólum, algjörlega til botns. Ógeðslega gott hjól Sierra týpa – handföngin, gírarnir og stýrið – frábærlega hannað fyrir konu eins og mig og fleiri reyndar.

Fór í frábæran hjólatúr í gær – þol og brennsluæfing og með púlsinn í hærri kantinum hele tiden því það var svo mikið rok – einhvern veginn úr öllum áttum. 37 mínútur og næstum 700 hitaeiningar. Held reyndar bara að það sé næstum met hjá mér. Ah kannski svipað og á ógeðstækinu en ég héldi aldrei út á því á sama púls svona lengi. Svo fór ég í Styrk á föstudaginn og átti mjög góðan dag þó brennslan væri ekki alveg 1400 hitaeiningar en það sat svolítil þreyta í mér eftir sundleikfimina um morguninn.

Mataræðið er ekki nógu gott en nú verður bara að líta á þetta sem damage control yfir hátíðarnar – vera sem duglegust þangað til. Það er bara um að gera!

Er samt hrædd um að það sé óþarflega mikið af hitaeiningum í HEILUM poka af þurrkuðum bönunum! En grænmetisskammturinn er etinn dag hvern og það er gott.

Jólin eru komin

Gleðileg jól segi ég nú bara enn og aftur!

Sumir eru svo óheppnir að þurfa að vera að vinna í dag. Óskaplega er ég fegin að þurfa þess ekki enda sprengurinn fyrir jól þannig upp settur að maður þarf að hvíla sig í marga marga daga eftir hann!

Stundum hugsa ég – alltaf eftir á, afhverju voru þessi ósköp öll í gangi hjá mér? Hefðu gjafirnar ekki mátt vera færri, tiltekin tilkomuminni (svarið við því er nú alltaf strax og í hvelli, nei minni mátti hún nú ekki vera). Snúast jólin um öll þessi læti sem eru í mér fyrir jólin? Kannski hefði verði meira gaman að vera minna þreytt á aðfangadag og geta notið alls aðeins betur.

Í ár hugsaði ég þetta svolítið fyrir jólin. Reyndi að vera skynsöm en aðstæður spila nú ekki alltaf með mér í liði og gera mér svolítið erfitt fyrir. Og svo finnst mér þar að auki svolítið gaman af veseni ;-).

Ég vil gjarnan geta tekið almennilega til í jólafríinu – ekki endilega útaf jólunum heldur hinu að þá er ég í fríi og ég fer ekki í frí aftur fyrr en um páska. Ef ég kemst ekki niður úr bunkanum í þessu fríi þá kemst ég það bara alls ekki neitt!

En þessi sprettur tekur svolítið á – ég skrifa það þó ekki á jólin – ég elska jólin enda ekki furða:

Á aðfangadag var besti hamborgahryggur í heimi í matinn, eldaður eftir kúnstarinnar reglum sem margborgðu sig!

Ég fékk svo fallegar gjafir að ég man ekki eftir öðru eins – það skilar sér undir jólatréð að eiga tvö vinnandi börn 😉 elsku litlu grjónin mín- en nánar um gjafirnar síðar!

Á jóladag horfði ég á sjónvarp og las. Við Palli fórum svo í heljarinnar göngu um Þrastaskóg þveran og endilangan – heldur of langan þar sem flóð komu í veg fyrir að við færum okkar venjulega 40 mín göngu og við vorum því í rúman klukkutíma. Færið var ömurlegt – holklaki og drulla og því reyndi mikið á þó ekki væri farið hratt yfir :-). Að því loknu fengum við okkur hangikjöt hjá tengdó og beint í bólið þar á eftir að hvíla mína þreyttu fætur.

Í gær lá ég og horfði á myndir, las og svaf allan heila daginn og kunnu því svona líka ágætlega. Og nú er ég að fara út að hjóla. Reyna að losna við þessar ókennilegu gastegundir sem hafa heltekið meltingarveginn í mér!

Ég held reyndar að hangikjöt og hamborgarahryggur sé eitraður matur. Getur bara ekki verið hollur!

Já já er það ekki bara

´

ÉG þekki sko klárlega einhvern sem er þessi skór. Ég þekki svo margar blúndur. Hildur systir væri ein. Og svonan lítil falleg kona einhver, hmmmm já – tileinka hann bara öllum litlum fínlegum konum. Þær eiga nú skilið að fá sína athygli hér á þessu bloggi líka :-).

Heyrið þið mig. Ég fór í nudd í gær sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi – er búin að vera þar í 8 mánuði slétta núna. Nema nú er minn kæri nuddari farinn að dútla sér á alveg nýjan hátt við herðarnar á mér og hálsinn. Oh my god – frekar vont verð ég að segja og ég er nú bara alveg helaum í dag eftir átökin í gær. Ég þarf náttúrulega að finna til tevatnsins þar sem kálfarnir eru úr sögunni í bili að minnsta kosti.

Og ekki tók svo betra við í dag. Ég hjólaði í gær um allt eins og berserkur þrátt fyrir mikið rok og kulda fór ekki heim fyrr en að verða 22 eftir að hafa föndrað smá jólaföndur frá 20 en fram að því hafði ég nú bara verið að vinna. Nú í morgun fór ég líka út að labba eins og í gærmorgun (heyriði og sunnudaginn en þá fór ég nú í klst göngutúr um Selfoss með Páli og Bjarti!) og svo á hjólið í sama dómadags rokinu að viðbættum svakalegum kulda – eiginlega fyrsta kuldanum í haust. Og þar sem ég hjólaði í Styrk í hádeginu og gatinu mínu þá bara hélt ég stundum að ég væri stopp en hvað um það – er sem sagt búin að hjóla heilmikið í strekking í gær og dag. Svo bætast við 11 mín á stigvélinni, ógeðstækið og fótaæfingar dagsins og saman gerir þetta þessar líka dómadags harðsperrur og strengi. Þetta er nú í alfyrsta skipti lengi lengi ef nokkurn tímann sem ég er bókstaflega eins og kvika frá toppi til táar. Ætti ég ekki bara að sleppa morgungöngunni í fyrramálið – ég meina vá.

En á móti kemur er ég hrædd um brennsluna. Er ég ekki eitthvað búin að minnka hana því ég er að hjóla – kannski er ég bara ekkert að brenna nóg. Kannski er það þess vegna sem Baldur er farinn að tala um spinning? Oh my god. Svona getur þetta verið…. Oh my god endalaust.

En jæja – enn að reyna að vera jákvæð eftir miklar sveiflur undanfarið – og sveiflurnar flestar verið niður á við… Ég meina hversu óánægður getur maður verið við sín og sín verk? Töluvert I tell you. Og þá er nú gott að eiga vesenislausar vörður til að leiða sig áfram.

Sem minnir mig á að ég er að fara að klára verkefnið mitt hjá Ingvari – hinum vesenislausa manninum í mínu lífi.

Sigh barasta

Jæja gott fólk. Ekki gengur nú of vel að fá fólk til að skrifa á fallega ljúfa póstinn minn en þeir sem hafa gert það veit ég að sumir hverjir hafa verið undrandi á því hvað þetta er erfitt. Ég er t.d. enn að hugsa eitthvað fallegt um mig til að setja þarna inn. Finnst það einhvern veginn ekki auðvelt og ég hélt ég væri að drepast úr sjálfumgleði. Og kannski er ég það – en gleðin sú er þá byggð á heldur veikri undirstöðu.

Ég er á bílnum í vinnunni í dag því ég ætla að vinna svo ótrúlega lengi að það verður komið kolniðamyrkur þegar ég fer heim! Tíhíhí. Verð að vinna upp allan vinnutímann minn sem ég ,,skulda“ Maður má náttúrulega ekki láta eiga inni hjá sér – eins og mesta hættan sé á því.

En nú skal segja af hreyfingaáætlun Ingveldar. Sem kunnugt er gekk nú ekki sem best að hreyfa sig í síðustu viku og ekki var nú helgin hjá Gústu – og í hennar húsi sérlega kræsileg heldur varðandi hreyfingu og mataræði.

Ég borðaði t.d. heilan poka af Nóa rindlum eða vindlum eða hvað það heitir á leiðinni norður og svo heim. Svolítið af lakkrís og 15 makkinstosh mola um helgina en meira var það ekki. Jú 10 walkers karamellur á leiðinni norður líka. Ok ok svoldið mikið nammi verð ég að segja – en það verður bara að taka á í vikunni til að losa sig við það.

Ég eldaði þó ógeðslega hollan mat í gærkveldi þegar ég kom heim og borðaði mikið grænmeti með. Og borðaði ekkert eftir 21 og bara popp fram að því. Svoho þessi vonda helgi var nú ekki verri en þetta. Labbaði 20 mín með Trýnu litla grjónið. Hefði átt að labba með hana í gær líka en geri það síðar ;-).

Ok svo nú er ég búin að setja upp æfingaprógramm fyrir vikuna því nú þarf að taka á því:

Mánudagur:

Labba með Bjart í Hellisskógi – gekk vel

Fara í fulla brennslu í Styrk og heilan fótaæfinga hring og svo í nudd – Dásamlegt nema hvað ég var í svo ótrúlega sleipum buxum að ég hélst varla á hjólinu svo brennslan var 17 mín á hjólinu, 10 mín á ógeðstækinu (sem reyndi helling á hælinn vel að merkja en það lagaðist er á leið) og 10 mín á stigvélinni – yeah – samtals 37 mín – er í 13 mín skuld.

Þriðjudagur

Labba með Bjart kl 7 í Hellisskógi
Hjóla í vinnuna eins snemma og ég get göngunnar og hafragrautsins vegna
Hjóla í 15 mín amk og fara í styrk kl 12:10 og taka efrihlutaæfingar og taka 10 mín sprett á ógeðstækinu (og stigvél (ef ég er nógu spræk))
Hjóla svo í skólann í 10 mín. Samtals brennsla 30 – 40 mín. Dugir vegna þess að ég er á hjólinu í skólanum.

Hjóla heim fyrir myrkur (fínt aðhald)

Miðvikudagur

Labba með Bjart
Hjóla í vinnuna og heim
Hjóla í sund og synda 400 metra með blöðkum mest

Fimmtudagur

Labba með Bjart og hjóla í skólann ef það er gott veður.
Ef ég hjóla ekki fara þá og hjóla í Styrk í 25 mín.

Föstudagur

Labba með Bjart í Hellisskógi
Fara á hjólinu í skólann ef ég mögulega get vegna veður
Fara á hjólinu í Styrk og bæta við túr um hólahverfið til að lenga túrinn eða Tjarnirnar.
Taka rosalegan fótapakka 🙂
Hjóla heim og fara svo á Súbbanum til Rvk og sækja Pallann minn.

Svo myndi ég gera það að tillögu minni að ég fengi skáp í Styrk – þessi burður á sjampói, handklæðum, og alls kyns drasli er alveg að gera mig vitlausa!

Helga Dögg getur þú ekki bara tekið að þér að hugsa um handklæðin mín. Vera að drösla þessu hægri vinstri hér um allan bæ. Frekar lítið spennandi verð ég að segja.

Svo verður konan að hvíla svoldið um helgina. Ætli það sé samt ekki hægt að labba í morgunsárið báða dagana? Er það of mikið?

Hmmm ætti kannski að spyrja að því þar sem ég hef ekki sérlega mikið vit á eigin mörkum.

Hvernig á kona eins og ég að hafa tíma til að hugsa um bæ, börn og vinnu? Vitlaust að ætlasts til þess bara verð ég að segja!

En mér finnst þið frábær, ég er líka frábær amk er ég með fallegar tær ;-). Ég verð að finna upp eitthvað fleira sem ég er góð í og er gott við mig. Ég er bara á þessu stigi ekki alveg nógu góð manneskja eitthvað… Þarf að endurhugsa þetta vel og vandlega

Holy moly fótaóeirð

Þetta er nú cirka ljótasti skór ever – eða að minnsta kosti óIngulegasti skór ever. Oh my god. Mér finndist hann þó áreiðanlega sniðugur á öðrum fæti en mínum. En ekki fyrir mig takk. Svona cirka eins og ég sjálf. Ég er ekki fyrir mig!

Mér leiðist ég.

Ég gerir bara tóma vitleysu.

Og ég nenni ekki að hlusta á að það sé bara ég sjálf sem eigi að redda því og breyta. er of vitlaus til þess að standa í því. Í augnablikinu amk.

Er með fótapirring dauðans. Fæ þetta stundum en var að lesa á doktor.is að ég verð áreiðanlega dauð úr þessu innan skamms en Gauti á hlaup.is (já ég fór aftur þangað inn omg) vill meina að of geyst sé farið. Ja það skyldi þó ekki vera…

Þetta jafnar sig samt alltaf hjá mér -og er ekki á háu stigi. en pirrandi er það maður minn. Drep… Gott að fá nýtt nú þegar hælsporinn minn er að lagast eftir einhverjar bylgjur og nudd dauðans á kálfana 2 sinnum í viku. Sigh…

Ég vildi að ég væri önnur en ég er þegar kemur að matar-ÆÐI. Ég er glötuð. Gjörsamlega.

Dagurinn er í dag er svo vitleysislegur að ég þverneita að opinbera hann hér.

Sigur dagsins er nú samt sá að hafa farið út að labba í morgun þó ég hafi tekið því fagnandi að Bald sagði að ég ætti að hvíla göngurnar um helgina og synda í staðinn og föstudagur er náttúrulega eiginlega helgi sko. Ætlaði því að sofa lengur og dúlla mér bara því ég er ekki að kenna í fyrsta tíma og þá dugir mér að mæta bara um 8. En ég fór og ég hjólaði líka í skólann með bakpokann fullan af Styrkdóti, þvottagræjum, hreinni treyju og ég veit ekki hverju og hverju. Það er rosalegt hvað ég er skipulögð orðin. En hrikaleg í mataræðinu. Christ… Afhverju er þetta ekki bara í lagi hjá mér alltaf?

Ég held ég fari að sofa

……

…er þetta ekki svefnlegur skór. En megaflottur mar! Ég er svo syfjuð að ég er að kafna.
Enda sef ég aldrei meira en 5 – 6 tíma á nóttu og ég þverneita að það sé nóg. Bara þverneita því. Enda bæti ég mér það oft um helgar sem er ekki minn stæll hingað til.
En sem sagt ég borðaði síðast kl 20 – og nú er bara að sjá hvað ég ét fram til miðnættis. Vonandi ekkert nema ibufen og vatn. Það væri óskastaðan…
Ég fór með Bjart í morgun og komst að því að ég vorkenni Eyjafjallajökli. Það er bara fínasta fjall – en hann býr við hliðina á þvílíkri dívu að ekkert annað kemst að. Hekla sjálf. Í morgun var sólin akkúrat á bak við Heklu þegar ég fór í hellisskóginn. Og vitið þið það – það var töfrum líkast. Appelsínugulur heimur og blá fjöll – blárri en allt. Mér fannst ég sjá inn um gluggan hjá þeim í Eyvík – svo vel sá ég Hestfjall.
Ég var alveg staðráðin í því að fara ekki að labba í morgun þegar ég fór að sofa í gær – ég var svo þreytt – en mér fannst ég ekki geta sjálfsvirðingar minnar vegna (já og sjálfrar mín) sleppt því. Og við Bjartur sáum ekki eftir því. Frábær stund.
Svo hjólaði ég í skólann og heim aftur – og ég snerti ekki bílinn nema allra fyrst á morgnana upp í skóg. Geðveikt.
Krakkarnir í skólanum eru svo stoltir af mér að það er yndislegt. Þau eru algjörlega bergnumin af dugnaðinum í mér og þeirri fáránlegu hugmynd að kona eins og ég hjóli um allt og sé með hjálm eins og þeirra. Yndisleg. Hreinlega. Og dagurinn í dag var svo yndislegur að það var ótrúlegt að maður væri að kenna í strikklotu frá 8:10 – að verða þrjú. Þetta eru bara meistarar. Var svo að vinna til rúmlega sjö og gat gert heilmikið. Ég er svo glöð með þetta sem ég kemst yfir í skólanum þó ég myndi vilja að það væri miklu meira. Maður getur alltaf gert betur – það er áreiðanlegt.
En jæjæ ef ég hendist ekki í að éta eitthvað eftir að ég ætti að vera sofnuð þá er þetta bara flottur dagur:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör – 9:30 ab og hafraflögur einhverjar – 11:30 appelsína 13 saltkjöt og rófa+uppstúfur. 19 rækjur, brauð og grænmeti og svo 6″ subway.
Góður hver dagurinn er það ekki?
Kveðja frá hjólreiðadísinni 🙂

Fagurblátt og blúsað

Ha ha ha – þetta stígvél mar. Veit ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta! En amk þá er hællinn flottur en nokkuð ómanneskjulegur. Kannski eitthvað fyrir Ástu Björk og Sædísi ofurgellur!

Nú en sem sagt. Enn í svolítilli fýlu. Tek greinilega svona fýluköst…

En nú er þriðjudagur og þeir eru nú alltaf svolítið spari sko. Ég hef komist að því að það er ekki hægt að vinna í götunum mínum tveimur þannig að ég fer gjarnan í Styrk á þessum tíma og er þá lengur fram eftir í staðinn. Sú varð raunin í dag.

Ég fór í lítið labb í morgun í Hellisskógi með dúlluna mína og snúð hann Bjart, fór svo heim og braut um það heilann hvort ég ætti að fara í Styrk í gatinu eður ei og ákvað að gera það ekki – ég kæmi hvort eð er aldrei nestinu (yeah tók með mér nesti skoho í skólann), handklæðunum, íþróttafötunum og treyjunni minni í bakpoksgreyið. Setti það svo í backupplanið að ég gæti nú vel komið hér við og náð í íþróttafötin ef mér snérist hugur. Yfir þessu gat ég svo væflast í morgun – Styrkur eða ekki Styrkur eða kannski bara hjólatúr? Sigh

Ákvað á endanum að fara í Styrk – brunandi á mínu hjóli því ég hafði nú farið á því í vinnuna eins og hjólreiðakappa sæmir – var ekki nema 7 mín að fara göturnar (nenni ekki þessum göngustígsfársferðum). Sótti fötin, hjólaði í 12 mín í viðbót á gólffasta hjólinuvið þessar 15 sem mér hafði tekist að koma ferðinni í Gagnheiðina í með hoppum og skoppum í Heimahaganum. Tók svo bara vel á í efri – hluta líkamans æfingunum og teygði vel og lengi. Og leið svo þetta líka dáindis vel í kennslunni á eftir og var að vinna alveg til hálf átta þegar ég þorði ekki annað en fara heim þar sem engin lukt er komin á hjólið. Og ég stend á öndinni af undrun að ég geti bara yfirleitt komið sjálfri mér úr stað á hjólinu.

Og vonandi er ég nú að lagast í hælnum – ég er amk ekki að nota hann eins mikið og áður. Tók íbufen áður en ég fór að sofa í gær og gat þá sofið fyrir fótapirringnum.

Pirringurinn á sálinn er hins vegar töluverður og vigtin lætur eins og asni – eins og ég. Og ekki er ég farin að borða kvöldmat enn. En nú fer ég líka í það! Svoldið seint ha? Mataræðið er sem sagt ekki í sérlega góðum málum.

það er hins vegar veðrið…

Næturblues


Tvíbentur þessi skór. Það er þetta yndislega myrkur sem fylgir haustinu – kertin og það allt saman. Ummmm dásemd. Svo eru það morgnarnir þegar máninn víkur fyrir sólinni – og birtan þá er engu lík! Það sáum við Bjartur í morgun í Hellisskógi rétt um hálf sjö. Sólaruppkoman var yndisleg. Loforð um góðan dag.
En svo er þessi skór eins og rennibraut – rennibraut beint til fj… í mínu tilfelli amk. Ég át sko eitthvað nammistykki sem lá hér fyrir framan mig skyndilega og allt í einu dag – og það nammi þótti mér ekki einu sinni gott.
Og ég sem var svo glöð á laugardaginn þegar ég vissi ekki einu sinni hvar nammið er lengur í Bónus. Nú ekki var nóg með það að ég æti þetta nammistykki með húð og hári heldur át ég líka tvo mola í kvöld með kaffinu af einhverju sem ég gat snapað hjá Dísu – Þýskt gæða handgert konfekt – ummmmm
En í dag var ég eins og Pétur postulu – afneitaði því innvirðulega að ég borðaði nokkurn tímann nammi nema á laugardögum – ekki bara einu sinni heldur tvisvar – Sigh.
Matarmálin mín eru ekki í nógu góðu málum. Og svo sagði einhver við mig ef hann hreyfði sig svona mikið eins og ég yrði viðkomandi orðinn að engu á no time… Jamm það var nú svei mér gaman að fá upplýsingar um það… Svoldið grátlegt bara… Ég meina er þetta bara til einhvers…
Ég verð aldrei búin að þessu – ég verð búin að fá taugaáfall sjö sinnum af depurð og vanmætti held ég áður en ég kemst hálfa leið. Ásamt svo öllu öðru sem er að gera útaf við mig í hinum daglega amstri – hversdagsleikanum. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur verð ég að segja…
Í dag gengu matarmálin svona fyrir sig:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör
9:30 Ab mjólk og weetabix flögur einhverjar
11:30 Appelsína
15 Banani
17 Súkkulaðibar
18:30 pasta rækjur og grænmeti – 2 heilhveitibrauðsneiðar
20 Appelsína
21 2 nammimolar og 2 kaffibollar
23 – 2 hlaupmolar – SIGH
Hreyfing:
6:30 20 mín labb í Hellisskógi
7:20 6 mín hjólr. út í Sunnulæk
15:00 10 – 15 mín Svaðilför á hjólinu eftir nýjum vegi sunnan Hólahverfis – úff margir vörubílar, gröfur, holur og lausamöl – hefði átti að fá áhættuþóknun
70 mín vinna í Styrk
Dásemdar nudd – það er held ég það sem kemur mér í gegnum þetta. Ég gæti þetta bara ekki án þess. Nógu er ég í miklu skralli annars…
17 hjólað heim –
Og ég léttist ekki neitt – er hálfu kílói þyngri en ég var í síðustu viku. Ok ok ekki gáfulegasta vika – svoldið um drykkju, osta og svona sitthvað fleira slæmt. – og voðalega lítið grænmeti borðað. Úff og er nema von að sumir segist myndu léttast svo mikið að þeir hyrfu á nó tæm. Sérlega skemmtilegt að geta ekki gert neitt af viti þó maður sprikli sig vitlausan!
Reyndar er mér skapi næst að fara ekkert í Styrk á morgun heldur hvíla mig bara. Er hvort eð er að drepast í fótunum, hælnum, hnjánum og ég er með svo mikinn fótapirring á nóttunni að ég sef ekki. Endaði á að taka 2 bréf af panodil hot um miðja nótt svo ég fengi einhvern frið.
Já þetta er náttúrulega tóm sæla sem skilar svona sirka kannski engu miðað við það sem hún ætti að gera! Það er amk ekki slæmt að fá verk í hnén líka í ofanálag við allt annað.
Ætti ég ekki bara að fara að éta verkja og bólgueyðandi lyf. Maður bara getur þetta ekki lyfjalaust held ég svei mér þá!
Ég veit svo sem ekki hvað ég er að hugsa. – Eða held að ég sé…
Þarf held ég að skríða inn í hýði og vera þar í nokkrar vikur bara…
You’ll be the first to know
En afhverjur kommenterar enginn neitt! Ég er held ég á bömmer.