Fótafúin Ingveldur í hjólreiðaham

Halið þið að það sé – þetta er mánaðarskórinn minn! Svei mér ljótur skór og á ekkert skylt við apríl – fuss og svei.
Jæja hjólið búið að vera í húsi í sólarhring. Vantar lás og hjálm – vil ekki hjóla hjálmlaus – fyrirmyndin og það allt saman. Hver veit nema ég fjárfesti í þessu tvennu innan tíðar.
Nú en ég fór í Styrk í dag eftir að ágætan vinnudag – mætti út í skóla kl. 06:00 og kláraði stöðvabækurnar sem ég byrjaði á í gær – vonandi eru þær réttar blessaðar. En sem sagt var komin í Styrkinn um 15 og það var bara ágætur tími en orðið alveg crowded um 17 þegar ég fór heim næstum rænulaus úr hungri – sulti og seyru (ælti það sé Y?) Púff – ég borðaði eitthvað grunsamlega lítið í skólanum í dag og ekkert frá 11:30 – mæli ekki með því – enda orðin algjör undantekning ef slíkt kemur fyrir.
Nú jæja sem sagt – þar sem mér er frekar illt í mínum fúnu fótum eftir göngurnar – sem styður enn þá bjargföstu trú mína að ég hafi EKKI getað farið út að labba fyrr en ég gerði – og ekki heldur þá reyndar., – þá ákvað ég að hjóla bara í dag í brennslunni en láta öll önnur brennslutæki vera. Og ég skemmti mér bara ágætlega. Hjólaði í 2X25 mín – og það var nú bara ekkert sérlega auðvelt – ekki þegar maður velur eitthvað svona fínaríis prógramm og þarf að halda ákveðnum hraða – assgoti gott bara. Ég svitnaði sem aldrei fyrr – með þessari dásemdar vellíðunartilfinningu samfara því- sem er einhvern veginn svoldið kinky.
Ferlega gott og hressandi – eldaði fyrir Ragnheiði og fór svo til Dísu systur að sauma smá en nennti því nú eiginlega ekkert. Talaði bara og talaði – það var ágætt líka. Hef ekki marga að tala við hér heima – Aðalsteinn segir að ég sé ekki viðræðuhæf ég sé svo leiðinleg og mikill tuðari og svo talar maður víst ekki um ákveðin málefni við móður sína – eins og kærustur og svoleiðis. Það takmarkar töluvert umræðuefnin verð ég að segja.
Ragnheiður leit nú hér við í dag – það er voða notalegt að fá hana heim við og við annars er hún mest hjá Jobba sínum.
Þar sem ég sit hér og slæ á lyklaborðið þá horfi ég á æðarnar á handabakinu á mér – ég vissi nú eiginlega ekki að ég hefði svoleiðis. En þær koma svona ægilega vel í ljós orðið.
Eins er það með rifbeinin. Ég var svo sem ekki sérlega vel áttuð á því að ég hefði svoleiðis heldur – var svona bara meira að ganga útfrá því en vita það.
Það var svo eftir sturtu um daginn að ég fékk hálfgert tilfelli því það var eitthvað hart á mér og ókennilegt í laginu sem heldur ónotalegt var að reka hendina uppundir. Var þetta þá ekki neðsta rifbeinið mitt sem er bara komið þarna í ljós. Ja hérna – ég veit það þá er með svoleiðis. Einu áhyggjuefninu færra ;-). Ég á líka orðið svoldið flotta holhönd tíhíhí….
Maður er bara að koma í ljós – í fyrsta sinn í mörg mörg ár – ja eða svona frá því að ég fór í kaf…
En sem sagt – bara ánægð með mig, lífið og tilveruna þannig lagað. Ég er eiginlega búin að sjá það að á meðan ég get labbað um í Þrastarskógi í veðurblíðu sem stormi, með Bjart skoppandi um kjarrið og jafnvel í eðal félagsskap Þórunnar þá er ekki hægt að kvarta undan neinu – heldur bara ástæða til þess að þakka fyrir lífið sjálft, Sogið og kjarrið. Þetta er bara næstum eins og heima enda ég tengd Soginu og vatni þess langt aftur.
En nú er ég farin að sofa – verð að fara að labba í fyrramálið – ekkert múður með það – fór ekki í morgun því ég taldi mig hafa svo mikið að gera – sem reyndist alveg rétt -mátti ekki miklu muna að ég næði ekki að gera það sem ég vildi.
Over and out…
Inga
P.s: Já og ég hafði jafnvel lést enn meira í dag – en ég á nú von á að fá sveiflutölurnar á ný – þannig gengur þetta. Upp og niður – en vonandi alltaf heldur meira niður.

Haust í Þrastarskógi

Nammi namm það er svo gott veður! Og það er svo gaman að vera svona mikil útivistarmanneskja eins og ég í svona góður veðri (yeah right tíhíhhí).
Ég og Bjartur fórum í minn elskulega Þrastarskóg – elska þann stað. Hittum þar Þórunni og gengum Birkistíginn svona til rúmlega hálfs – það er um 40 mín ganga ef hægt er farið yfir. Bjartur synti í Soginu, við sátum og dáðumst að því og litirnir, veðrið og skuggarnir í Ingólfsfjalli. Vitið þið – c’est la vie – ummmm dásemd.
Sit nú úti í skóla og er að byrja að vinna – þarf bara að losna við bloggið út úr systeminu fyrst ;-).
Vona að mér gangi vel – ég komi mér af stað – ég er svoldið treg í taumi eitthvað þessa dagana…en hvað um það. Hér er ég og ég skal gera eitthvað af viti. Nóg hef ég fengið súrefnið í morgun.