Helgar eru æði

Hvað sýnist ykkur standa hér (tekið af vef Árborgar)?

Sundöll Selfoss v/ Bankaveg sími 480-1960800 Selfoss
Vetraropnun: 15. sept. – 1.apríl
mánud.- föstud. 07:45 – 21:15
laugard – sunnud. 09:00 – 21:15
Sumaropnun: 1. apríl – 15. sept.
mánud. – föstud. 07:45 – 21:15
laugard. – sunnud.10:00 – 20:00

Forstöðumaður: Hafdís Óladóttir sundh@arborg.is

…að það sé opið til rúmlega níu á laugardögum? Jább mér sýnist það – en það er ekki svo – á laugardögum er lokað kl. 18 – það komst ég að eftir að hafa verið búin að mana mig upp í að fara í sund seinni partinn í gær. ARgh hvað ég var fúl – sigh…

En málin rættust á besta veg – Björk var nýkomin úr hlaupi og var að láta renna í pottinn – þar tókst okkur að vera í næstum 4 klukkutíma. Já geri aðrir betur – já og eigi aðrir betri stund, þá er lífið gott. Dásamlegt. Yndislegt… Hún Björk mín er engri lík og ekkert skil ég hvað hún nennir að umbera í mér rausið – ég held að ég sé ekki sérlega góður hlustandi – nenni bara að tala um mig og hlusta á mína eigin rödd. Reyni að laga það…

Batnandi manni er best að lifa og það allt saman.

Annars áttum við Gerður tal um BMI stuðul í gær – og ég bara skil ekki hvað er svona sniðugt við hann – skil það bara ekki – Gerður sem er náttúrulega talnaóð og glöggari en ands… í þeim efnum kann betur við hann.

Hann er reiknaður útfrá hæð og þyngd og einhverju svona og hvernig í ósköpunum getur þá þessi stuðull orðið eitthvað annað en það sem hin sígilda viðmiðunartafla segir að maður eigi að vera þungur – jú það kemur einhver önnur tala út – en eins og í mínu tilfelli þar sem ég var tvisvar sinnum of þung þá hlýtur bmi stuðullinn að vera of hár og það hlýtur að þýða að ég sé offitusjúklingur extreme – þó ég vilji ekkert láta kalla mig sjúkling alheilbrigð konan.

Nú og motionsdagbogen min segir náttúrulega að bmi stuðullinn hafi verið helmingi of hár og fari lækkandi – ég meina vá – gaman að búa til formúlur. það sem ég vil vita er fitumagn versus vöðvar. Ég sé eftir að hafa ekki farið í svoleiðis í upphafi en nú ætla ég að bæta úr því.

Það er það sem ég vil sjá – ég vil sjá vöðvana magnast og fituna víkja – þó svo ég léttist kannski ekki sérlega mikið. Jamm – svo ég ætla bara til hennar Betu í svoleiðis. Þá er það ákveðið… Ekkert eftir nema að hringja 😉 Ætli sé ekki dónalegt að hringja á sunnudegi?

En sem sagt. Ég er hér úti í skóla að byrja að vinna – munið að ég þarf alltaf að blogga fyrst ;-). Það verður vonandi til þess að ég vinn betur. Nú er amk að duga eða drepastí vinnunni – það eru svo ofboðslega mörg verkefni sem bíða. Oh yeah…

Fór ekki að labba í dag – fer kannski að labba seinnipartinn. Ég er bara svolítið aum alls staðar – kannski næ ég í hjólið… Fer eftir hvernig stendur á hjá Pálma

en nú er ég amk farin að vinna,

elska ykkur öll

Setið inn í kerfið hjá ykkur að þó ég sé að skrifa eins og bullustampur um sjúkraþjálfarann minn þá er þetta að sjálfsögðu bara mín upplifun, mín klikkun, mínir brandarar um samskiptin – hann er náttúrulega bara saklaust fórnarlamb hér á síðum bloggsins míns. Takið því öllu með þeim fyrirvara að þetta eru afskaplega einhliða skrif.

Ykkar Inga