Við erum í firna góðum gír. Eftir að vera búin að spjalla við Betu sundleikfimisdrottningu og Sigrúnu sem er líka mikil íþróttadrottning um hálsinn min og flotholt ýmsikonar, mín og tilbúin ákvað ég að fara í sundleikfimi í morgun. Og það var svo skemmtilegt og dásamlegt og gott.
Ég sleppti öllum lóðum og beltum og hvað þetta heitir – var við og við með núðlu, og fyrir vikið náði ég miklu meira út úr æfingunni – var að vísu með of hraðan púls lengstum þannig að fitubrennslan var ekki nema 46% en hefði ella verið um 60% eins og þegar ég t.d. syndi í brennslupúls.
Ég réði ekki alveg eins vel við að lækka hann og ég vildi en ég brenndi 920 hitaeiningum á 35 mínútum sem verður nú bara að teljast gott. En þarf að athuga þetta með púlsinn. En þetta var ljómandi skemmtilegt og frískandi og ég gat verið í útiklefanum og það er nú hálf sælan og rúmlega það!
Þessa viku hef ég varið 58 mín (2 æfingar) í líkamsrækt og brenn 1398 kaloríum – ég fer vonandi í Styrk á eftir og næ að sprikla þar svolítið en svo er stefnan tekin á sumarhús til að læra og njóta lífsins. Vonandi get ég farið í góðar göngur um helgina. SVo kannski í sund á sunnudag en ég þori ekki að lofa því :-). Það lokar líka svo asnalega snemma í sundlauginni. Svo fór ég í smá göngu sem Polli fékk ekki að vera með í – blessaður heilladrengurinn.
Mér líður vel í hálsinum eftir nuddið í gær – það létti á greinilega en ég er á ansi góðum verkjalyfjaskömmtum í vinnunni en afeitra mig svo þegar ég kem heim. Það er ekki gott að komast í gegnum veröldina með því að dópa sig í gegnum hana – er ekki við mitt hæfi satt að segja.
Lífið er gott – ég er mikið glöð að það er föstudagur þá kenni ég bara 2 tíma og get notað götin mí til alls mögulegs – nú er ég t.d. í kaffipásu og nota hana til að blogga – það er gott að skrifa finnst mér. Takk fyrir að lesa,
Ykkar Inga