Spánarferð júni 2017

Hið stórkostlega gerðist nú í júní! Við fórum til útlanda í fyrsta sinn Ameríkuferðin fræga 2008 – eða ég hef að minnsta kosti ekki farið síðan!

Þetta var algjör dásemdarferð, með Ragnheiði og Palla og þjónaði hlutverki sínu svo gjörsamlega að ég er alveg undrandi – algjörlega tekið úr samandi all sem snéri að vinnu og hinu daglega lífi. Bara sólbað, afslöppun og góð samvera!

Við flugum með wow air á business class – til að fá aðeins meira fótapláss og fleiri töskur, en svo fórum við heim með Norwiegian – frábær ferð og flugfélag – flugið heim kostaði heilar 13 þúsund á mann. Og full af töskum innifalið. Frábær flug bæði.

Við lentum um miðnætti og ókum svo niður til Murcia – eins og við hefðum aldrei gert annað! Ji hvað við vorum miklar pæjur! Mesta málið var að nálgast bílaleigubílinn – það tók lengstan tíma….. En Ragnheiður reddaði því nú.

Það verður nú að segjast að ég er alveg fótalaus og Palli ekki mikið betri – ég tók því á það ráð að hafa hækjur með þar sem hnéð á mér er bara eiginlega ónýtt – fyrirvikið komst ég um allt, fór heilan dag í mollið – þó mikið hefði nú verið setið :(. Það er svo sem ekki skemmtileg að vera svona – en hinn kosturinn að láta það algjörlega rústa lífi sinu gengur ekki.

Meira blogg

´…ég meina ég komst ekkert á netið í gær – og verð að bæta mér það upp :-). Svoldið ljótur og kerlingalegur skór – sem passar vel því ég er komin í kerlingahópinn. Sigh… Gömul og grá, og ekki við hæfi ungra barna sem rétt hafa lokið námi á háskólastigi.

Ég var að horfa á mig í spegli og það er sama hvað ég gái – ég sé engan mun á mér nú og fyrir 10 árum – skil ekki að þessi ár hafi bæst við. Svo tók ég nú eftir að ég er með svona þarna og svoldið af lausri húð þarna og eitthvað er þetta nú orðið hrukkulegt þarna í kringum augun og svona en ég er nú eiginlega viss um að þetta var allt þarna í gær – og jafnvel fyrir 10 árum líka ;-). Ég sko held ég verði aldrei gömul þó árin rúlli – þau geta bara gert það – en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því held ég. Þarf bara að verða heimsfræg bráðum. Langar það svo mikið. Ja svona svoldið fræg – kannski ekki heimsfræg… af góðu kunn ;-).

Ég gat lagað þvottavélina – í henni var panni sem virtist valda henni miklum vandræðum – þurfti að nota tvo hnífa, krafta og útsjónarsemi til þess að fjarlægja kvikindið en það hafðist. Vonandi lætur hún sér þetta vel líka og þvær eins og sú sem hún er það sem eftir er – eða amk enn um sinn.

Nú… búin að taka svoldið til og losa mig við mjög mikið af hundahárum. Það var svei mér sniðugt hjá mér. Svoldið af ryki er komið í fljótandi form líka – en ég á nú ýmislegt eftir samt. En engu að síður er þetta bara fínt hjá mér.