Meiri bekkur, fleiri sprautur

Hér gengur allt sinn vanagang, ég fór í vinnuna í dag aðeins að taka til þar sem við erum að flytja á milli rýma í skólanum.

ÉG fór líka í kaffi…. sem sagt nokkuð virk í dag.

Síðast en ekki síst fór ég í ropeyoga bekkinn og teygði vel á – eftir helgina fæ ég svo diskinn og þá rifjast  upp fleiri æfingar – en þessar dugar svo sem ágætlega þar sem teygt er á fótunum – og vitiði – eftir bara nokkur skipti er ég miklu betri að standa upp af gólfinu – það er nefnilega fjandi sárt að fara á hnén…. reyni að forðast það.

Færðu inn athugasemd