Já haldið ykkur fast (reyndar les þetta enginn svo – það er bara tekið þannig til orða!). Fyrsti dagurinn sem var sæmilegt veður – og ég fór í 15 mínútna göngu – afar stutta en – fór samt! Var með kraftgöngustafina – og hlustaði á fuglasönginn. Og nú sit ég og svitna smá…. og stolið maður minn!
Month: maí 2018
Hér gengur allt sinn vanagang, ég fór í vinnuna í dag aðeins að taka til þar sem við erum að flytja á milli rýma í skólanum.
ÉG fór líka í kaffi…. sem sagt nokkuð virk í dag.
Síðast en ekki síst fór ég í ropeyoga bekkinn og teygði vel á – eftir helgina fæ ég svo diskinn og þá rifjast upp fleiri æfingar – en þessar dugar svo sem ágætlega þar sem teygt er á fótunum – og vitiði – eftir bara nokkur skipti er ég miklu betri að standa upp af gólfinu – það er nefnilega fjandi sárt að fara á hnén…. reyni að forðast það.
Ég fékk aftur löngun til að skrifa…. Það þýðir eitthvað, svo mikið er víst.
Nú er hafinn undirbúningur fyrir aðgerð í haust. Ég er komin með stungulyf sem veldur því að maturinn er lengur í maganum og þannig verður maður síður svangur. Á þessu lyfi ætti maður að léttast um 6 -8 prósent af líkamsþyngd á þremur mánuðum. Það væri afar kærkomið að léttast fyrir aðgerð þar sem hún tekur 1/3 af líkamsþyngdinni. Ef einhvers staðar á bilinu 5 – 10 kíló í viðbót er það gott forskot.
Ég er líka farin að nota robejoga bekkinn þrisvar í viku í um 15 mínútur í senn. Það dugar mér í bili – mesta gleðin er nú eiginlega að geta staðið upp af gólfinu eins og ástandið er.