Söngurinn

Ég tók upp dáinn þrastarunga áðan.

Agnarsmáan

lífvana.

Ég hafði horft á hann

draga andann í síðasta sinn.

Bara rétt áðan.

Brjóstið lyftist, hratt –

seig.

Hann lagði höfuðið undir vænginn

og frá brjóstinu leið agnarsmár

lífsins neisti.

Hann bað ekki um meira

en fá að syngja um stund.

Ég hefði viljað heyra meira.

Færðu inn athugasemd