Ég tók upp dáinn þrastarunga áðan.
Agnarsmáan
lífvana.
Ég hafði horft á hann
draga andann í síðasta sinn.
Bara rétt áðan.
Brjóstið lyftist, hratt –
seig.
Hann lagði höfuðið undir vænginn
og frá brjóstinu leið agnarsmár
lífsins neisti.
Hann bað ekki um meira
en fá að syngja um stund.
Ég hefði viljað heyra meira.