Söngurinn

Ég tók upp dáinn þrastarunga áðan.

Agnarsmáan

lífvana.

Ég hafði horft á hann

draga andann í síðasta sinn.

Bara rétt áðan.

Brjóstið lyftist, hratt –

seig.

Hann lagði höfuðið undir vænginn

og frá brjóstinu leið agnarsmár

lífsins neisti.

Hann bað ekki um meira

en fá að syngja um stund.

Ég hefði viljað heyra meira.

Í djúpinu

Það er best að líta í kringum sig þegar dvalið er í svartnættinu þó útsýnið sé takmarkað, jafnvel ekkert.

Draugar í hverju horni.

Vanmátturinn lamandi.

Meira að segja augun þreytast á myrkrinu.

Ljósgeisli kitlaði nefið, ,,það eru til hjálpartæki.“

En tilhvers?

Nú þegar allt er breytt

myrkrið svartara

þéttara

verra.

Hringavitleysan í huganum hefur náð yfirhöndinni.

Don’t believe everything you think,

sagði einhver.

Stundum þarf einfaldlega að viðurkenna

uppgjöf.

Sagði annar.