Fyrst eru það nú fréttir af tjaldsvæðinu góða sem er umhverfis íbúðina. Það er blessunarlega vont veður svo hér eru ekki margir. Húrra 😉
Nú jæja af mér – þessari sem er allaf að dusta af sér rykið….
Í dag hreyfði ég hluti aðeins til – setti þá á aðra staði, sem skilgreindir eru sem betri staðir – jafnvel réttir. En það er ægilega sérkennilegt hve fáir hluir hreyfðust úr stað…
Ég fór í skólann í nokkra klukkutíma, réði einn kennara og talaði vestur á nes. En svo líka gerðis ekki fleira – nema í prjóni!
Ég borðaði helst til mikið brauð – þarf að skrá hitaeiningar svo ég sjái hver staðan er.
Markmið:
Ganga í 2 – 5 mínútur á dag útivið.
Fara í sund.
Hitta vini og gleðjast.