Hið stórkostlega gerðist nú í júní! Við fórum til útlanda í fyrsta sinn Ameríkuferðin fræga 2008 – eða ég hef að minnsta kosti ekki farið síðan!

Þetta var algjör dásemdarferð, með Ragnheiði og Palla og þjónaði hlutverki sínu svo gjörsamlega að ég er alveg undrandi – algjörlega tekið úr samandi all sem snéri að vinnu og hinu daglega lífi. Bara sólbað, afslöppun og góð samvera!

Við flugum með wow air á business class – til að fá aðeins meira fótapláss og fleiri töskur, en svo fórum við heim með Norwiegian – frábær ferð og flugfélag – flugið heim kostaði heilar 13 þúsund á mann. Og full af töskum innifalið. Frábær flug bæði.

Við lentum um miðnætti og ókum svo niður til Murcia – eins og við hefðum aldrei gert annað! Ji hvað við vorum miklar pæjur! Mesta málið var að nálgast bílaleigubílinn – það tók lengstan tíma….. En Ragnheiður reddaði því nú.

Það verður nú að segjast að ég er alveg fótalaus og Palli ekki mikið betri – ég tók því á það ráð að hafa hækjur með þar sem hnéð á mér er bara eiginlega ónýtt – fyrirvikið komst ég um allt, fór heilan dag í mollið – þó mikið hefði nú verið setið :(. Það er svo sem ekki skemmtileg að vera svona – en hinn kosturinn að láta það algjörlega rústa lífi sinu gengur ekki.

Færðu inn athugasemd