Sumarfrí á Íslandi

Fyrst eru það nú fréttir af tjaldsvæðinu góða sem er umhverfis íbúðina. Það er blessunarlega vont veður svo hér eru ekki margir. Húrra 😉

Nú jæja af mér – þessari sem er allaf að dusta af sér rykið….

Í dag hreyfði ég hluti aðeins til – setti þá á aðra staði, sem skilgreindir eru sem betri staðir – jafnvel réttir. En það er ægilega sérkennilegt hve fáir hluir hreyfðust úr stað…

Ég fór í skólann í nokkra klukkutíma, réði einn kennara og talaði vestur á nes. En svo líka gerðis ekki fleira – nema í prjóni!

Ég borðaði helst til mikið brauð – þarf að skrá hitaeiningar svo ég sjái hver staðan er.

Markmið:

Ganga í 2 – 5 mínútur á dag útivið.

Fara í sund.

Hitta vini og gleðjast.

Spánarferð júni 2017

Hið stórkostlega gerðist nú í júní! Við fórum til útlanda í fyrsta sinn Ameríkuferðin fræga 2008 – eða ég hef að minnsta kosti ekki farið síðan!

Þetta var algjör dásemdarferð, með Ragnheiði og Palla og þjónaði hlutverki sínu svo gjörsamlega að ég er alveg undrandi – algjörlega tekið úr samandi all sem snéri að vinnu og hinu daglega lífi. Bara sólbað, afslöppun og góð samvera!

Við flugum með wow air á business class – til að fá aðeins meira fótapláss og fleiri töskur, en svo fórum við heim með Norwiegian – frábær ferð og flugfélag – flugið heim kostaði heilar 13 þúsund á mann. Og full af töskum innifalið. Frábær flug bæði.

Við lentum um miðnætti og ókum svo niður til Murcia – eins og við hefðum aldrei gert annað! Ji hvað við vorum miklar pæjur! Mesta málið var að nálgast bílaleigubílinn – það tók lengstan tíma….. En Ragnheiður reddaði því nú.

Það verður nú að segjast að ég er alveg fótalaus og Palli ekki mikið betri – ég tók því á það ráð að hafa hækjur með þar sem hnéð á mér er bara eiginlega ónýtt – fyrirvikið komst ég um allt, fór heilan dag í mollið – þó mikið hefði nú verið setið :(. Það er svo sem ekki skemmtileg að vera svona – en hinn kosturinn að láta það algjörlega rústa lífi sinu gengur ekki.