Ég veit ekkilveg hvað ég á að gera við mig; í dag fór hálfur dagurinn í það að skipuleggja ferð á Selfoss í sjúkraþjálfun meðal annars. Það var svo 10 mínútum áður en ég átti að vera mætt þar, sem ég fattaði hve tímanum leið…. sem sagt engin sjúkraþjálfun í dag – bara 20 armbeygjur í staðinn. Nú – þrátt fyrir ýmiskonar taut, hughreystingar og tiltal, er konan bara alveg jafn kvefuð og á laugardag, og í gær, en á það verður ekki hlustað! Það er bara ekki hægt að vera endalaust með einhvern skít, þó maður sé að snýta litlum gormum alla daga! Bara ekki í boði! Annars er ég bara góð sko – svona miðað við að, viðfangið er það sem það er – sig
