Margt í mörgu

Enn einn lykilviðburðurinn í lífi okkar er nú í fullum gangi; nýráðinn aðstoðarskólastjóri í Laugalandsskóla í Holtum – og nýr íbúi í Rangárþingi ytra – austan við læk eins og Páll orðar það (lækurinn sá er lengsta á landsins Þjórsá).

Það hefur mikið gengið á og margt gerst á síðustu tveimur vikum. Við fluttum inn 2. ágúst og fyrir og eftir voru Aðalsteinn og fjölskylda hér – bara dásamlegt.

Ekki hefur veðrið heldur skemmt fyrir.

Reglusamt líferni hefur samt ekki alveg verið efst á listnum – en þó hefur verið reynt að halda í við sig og neita sér um eitt og annað – áherslan á mataræðið – en enn er rúm fyrir mikla bætingu! Ég hef ekki farið í ræktina í ágúst, en ég hef farið 3x í sund held ég.

Mér gengur vel að synda – en hnén eru að drepa mig – þau geta ekki meira svo hvað er þá í boði – nema að léttast!

Assgotinn….

1 athugasemd á “Margt í mörgu

Færðu inn athugasemd