Jæja þá eru þrjár vikur liðnar af upprisu númer 2 #ingaupprisa2.
Ég er nokkuð sátt – afhverju í fjandanum ég get ekki verið himinlifandi skil ég ekki nægar eru ástæðurnar.
+ 2,5 kg farin
+ úthald við dagleg störf aukist
+ svefn lagast
+ styrkur hefur mikið aukist
+ geðið er betra
En nei þá er þetta ekki nógu hröð létting – ég hefði svo sannarlega getað gert betur – og það er rétt. Ég hefði það. Ég hefði getað borðað skynsamlegar á kvöldin x3 síðustu viku. Og síðustu daga hefur brauð verið að kikka inn sem er nó nó.
En í fúlustu alvöru – ætla ég að einbeita mér að því að vera glöð með mig, þetta og lífið. Því allt er þetta gott.