Föstudagar eru uppáhalds

Í dag var dásamlegur dagur hreyfingalegur. Fór 3 hringi í salnum og hjólaði í 12 mín.

Synti svo km á innan við 40 mín sem er gott á minn mælikvarða. Og mér líður frábærlega á eftir. Bara frábærlega.

Hitti margt skemmtilegt fólk sem er ægilega ánægt með að ég sé komin suður – ég fæ alls konar viðbrögð og hrós í íþróttaferðum mínum sem er hvetjandi og dásamlegt.

En….

Mataræðið mætti ganga betur – og ætti að ganga betur.

Markmiðið þar er að fækka þeim máltíðum sem etnar eru í snatri vegna tímaleysis – ruslfæði og eða brauð. Elda meira, fá sér Heralife – með ávöxtum, þá gengur þetta enn þá betur.

Borða minna, hreyfast meira og sofa betur. – Og drekka meira vatn!

Þetta eru svona helstu viðfangsefnin.

Hugur minn er annars við hroðaleg atburði gærdagsins í Nice – skelfing hve maðurinn getur verið vondur.

Australia Bastille Day Vigil
A woman places a candle during a vigil to honor victims of the Bastille Day tragedy in Nice, France, in Sydney, Australia, Friday, July 15, 2016. World leaders are expressing dismay, sadness and solidarity with France over the attack carried out by a man who drove truck into crowds of people celebrating France’s national day in Nice. (AP Photo/Rob Griffith)

Færðu inn athugasemd