Í dag var dásamlegur dagur hreyfingalegur. Fór 3 hringi í salnum og hjólaði í 12 mín.
Synti svo km á innan við 40 mín sem er gott á minn mælikvarða. Og mér líður frábærlega á eftir. Bara frábærlega.
Hitti margt skemmtilegt fólk sem er ægilega ánægt með að ég sé komin suður – ég fæ alls konar viðbrögð og hrós í íþróttaferðum mínum sem er hvetjandi og dásamlegt.
En….
Mataræðið mætti ganga betur – og ætti að ganga betur.
Markmiðið þar er að fækka þeim máltíðum sem etnar eru í snatri vegna tímaleysis – ruslfæði og eða brauð. Elda meira, fá sér Heralife – með ávöxtum, þá gengur þetta enn þá betur.
Borða minna, hreyfast meira og sofa betur. – Og drekka meira vatn!
Þetta eru svona helstu viðfangsefnin.
Hugur minn er annars við hroðaleg atburði gærdagsins í Nice – skelfing hve maðurinn getur verið vondur.
