Kítl í vöðvum

gulmaðraÞað er eins og blóðið sé að ryðja sér leið – eða svona kannski frekar seitla um vöðvana – . Þeir eru farnir að vinna á ný – og verkir ekki svo ferlegir. Bakið aðeins að stríða mér annars bara góð – ónýt hné er ekkert nýtt.

Best að labba sem minnst og léttast sem hraðast.

Allt á réttri leið.

Hreyfing í dag var 1200 m sund í gær var gengið upp að bústaðnum  – með Eiríki Inga, Skottu og Ragnheiði. Ekki amalegur félagsskapur það.

Í kvöld er svo nammidagur – og hana nú ekki orð um það meir!

Á morgun er það ræktin. Og einhverjar heimsóknir.

 

 

Færðu inn athugasemd