Allt hefur sinn tíma – og oft er aðdragandinn ekki síður mikilvægur en upphafið sjálft.

Mín upprisa númer 2 hófst 1. júlí 2016 en leiðin að þeim degi er 13 mánaða gömul. Fram að því var niðursveifla sem endaði einmitt þá,  í maí 2015.

Það er auðvelt að harma hið liðna, en ég ætla ekki að eyða meiri tíma í það – mikilvægara er að þakka allt það sem ég hef lært á síðustu 4 árum, njóta þess og nýta.

Ekki þýðir að sýta kílóin, hreyfihömlunina – bakslagið. Það er ekki til neins. Því vegurinn liggur fyrir framan mig – beinn og breiður, bara ef ég vil sjá hann og fara þá leið.

Ég hef ákveðið það. Sannarlega og hjartanlega.

Færðu inn athugasemd