Sund og sæludvöl

Héðan er allt gott að frétta! Það er svoleiðis prógrammið að það er ekki nema fyrir allra hraustasta fólk að komast yfir þetta allt saman.

Í síðustu viku var hægra hnéð alveg að drepa mig! – Áður voru bæði hnén að stríða mér en hið hægra er allt a hressast við sundferir, salinn og fleira!

Nú í lok annarrar viku fer ég gangana umhugsunarlaust – allt að því – drösla stafnum með mér þegar mikið liggur við.

Við palli erum búin að missa 10 kíló eða jafnvel 11 samanlagt og eflumst með hverjum deginum.

Nú er ég að bruna í heita leirbakstra sem er nú eitt hið mesta æði sem ég hef  komist í um dagana!

Sem sagt – dásemdin ein nema hvað bakið á mér er a stría mér um þessar mundir  – en það rjátlast nú alltaf af mér þegar fram líður.

Og bráðum byrjar þriðja vikan og þá flýgur nú restin hratt!

Færðu inn athugasemd