Month: janúar 2016
Héðan er allt gott að frétta! Það er svoleiðis prógrammið að það er ekki nema fyrir allra hraustasta fólk að komast yfir þetta allt saman.
Í síðustu viku var hægra hnéð alveg að drepa mig! – Áður voru bæði hnén að stríða mér en hið hægra er allt a hressast við sundferir, salinn og fleira!
Nú í lok annarrar viku fer ég gangana umhugsunarlaust – allt að því – drösla stafnum með mér þegar mikið liggur við.
Við palli erum búin að missa 10 kíló eða jafnvel 11 samanlagt og eflumst með hverjum deginum.
Nú er ég að bruna í heita leirbakstra sem er nú eitt hið mesta æði sem ég hef komist í um dagana!
Sem sagt – dásemdin ein nema hvað bakið á mér er a stría mér um þessar mundir – en það rjátlast nú alltaf af mér þegar fram líður.
Og bráðum byrjar þriðja vikan og þá flýgur nú restin hratt!
Nú erum við hjónin komin í Hveragerði og mikið er það dásamlegt.
Í fyrsta lagi er það mjög gott að vera hér – en ekki síður að Palli sé hér með og taki á sínum málum, fái fræðslu og tækifæri til þess að hefja sína lífstílsbreytingu. Við erum sterkari saman!
Við komum seint þann 6. janúar en náðum þó að fara í pottinn og synda smávegis í inni lauginn – úti laugin var of köld – amk fyrir mig, Palli lét sig hafa það. Þeir eða þau eiga í einhverju brasi með að ná upp í henni hita og það hefur verið ógnarrok hér síðan við komum – hægari í dag þó!
Á fimmtudag voru það síðan viðtöl og den slags – gengum mikið og eitthvað hreyfðum við okkur! Í gær byrjaði svo fjörið.
Við fórum í góða sundleikfimi, ég í sjúkraþjálfun og Páll í göngu sem gekk nærri af honum dauðum en hann ætlar nú samt aftur í gönguhóp 2 ;). Ég hjólaði smá bæði í gær og fyrradag – svona um 5 mínútur og fannst það koma vel út – og svo eru það blessaðir gangarnir – meira brasið að ferðast þá alltaf til og frá!
Í dag fórum við svo í salinn – tók tvær umferðir á hverju tæki, hjólaði í 8 mínútur á random og svo synti ég 450 metra í inni lauginni því sú sem er úti er alltof köld enn þá – svoldið svekkelsi satt að segja.
Ásta Björk og Halli fóru með okkur í sund en þau höfðu verið á fótboltamóti með Önnu Katrínu – bara dásamlegt!
Mér tókst að þyngjast um 7 kg frá 10.12 til 06,01 – sem var þvílíkt kjaftshögg. Ég sem hafði haldið mér í allt haust! Sýnir hvar andlega atgervið kikkar inn – eða skortur á því!! En góðu fréttirnar eru þær að 2,3 eru farin nú þegar og fleiri skulu fara hratt! Þau sem koma hratt skulu sko fá fyrir ferðina!
Palli hefur misst heldur meira!
Palli er bara ljúfur og staðráðinn í því að láta þetta ganga vel og nýta til betri heilsu – og það er gott að vera með honum.

