Södd, sæl og sátt

Fór í bylgjur í morgun. Fór í 12 mín á ógeðstækið, hjólaði í 5 og lyfti eins og víkingur. Brunaði á milli staða eins og hjólaskauti. Borðaði fisk og fékk andlega næringu um leið. Ætla nú að hvíla mig svolítið. Er aum í hnénu hinu vinstra. Kannski koma gestir í dag!

Mánudagur til mæðu – eða dýrlegrar hvíldar?

Eins dugleg og ég var á föstudaginn þá verður hið sama ekki sagt um daginn í dag! Ég hef verið eins og skotin gæs!  Með höglum en ekki ástarörvum í hjartað!

Ég tók mér ekki hvíldardag um helgina og það bitnaði á mér í dag – fyrir utan að líklega er ég hreinlega máttfarin af meltingatruflunum sem hafa staðið síðan á föstudagsmorgun og ekki orðið lát á fyrr en í dag! Hvað það var sem olli þessum ósköpum veit ég ekki – bláber, laugardagsdekurmáltíðin eða grænmetiá grænmeti ofan – niðurstaðan er amk sú að meltingin gekk hratt og vel!

Sem sagt – dagskráin mín í dag sem var svo frábær fór öll fyrir ofan garð og neðan og ég var ekki tilbúin í vikuna – vonandi verð ég tilbúin í hana á morgun, og ég verð bara að lengja tilstandið og vera dugleg á laugardaginn líka – hvíla svo á sunnudaginn. Það er algjört möst.

Ég er búin að vera hér í þrjár vikur og þetta er allt að koma – en ég er ekki mannblendnari en ég var – ónei. Gerði heiðarlega tilraun til þess að fara fram og horfa á ruv í síðustu viku en gat ekki alveg tekist á við geðvonskuna í sumum, ef eitthvað heyrðist í fólki – svo ég held ég láti það vera, er ekki alveg komin í mannblendisgírinn. Hef varann á mér gagnvart fólki!  Nenni eiginlega ekki að lenda í einhverri togstreytu í augnablikinu. Enda uni ég mér ágætlega.

Ragnheiður og Eiríkur Ingi eru dugleg að hugsa um mig, koma með vatn og ávexti, og í dag koma þau með ómissandi Treo – það er svo gott í líkamsræktinni :D.

Ætli ég fái mér ekki kort hjá Rut á Borg – í ræktinni ef ég hef bíl til að koma mér þaðan og þangað. Það væri nú eitthvað. Amk er allt upp í loft á Selfossi – veit ekki alveg hvenær nýja aðstaðan þar á að verða tilbúin. Nú eða í Mætti…

Næsta markmið mitt er að prófa alvöru hjól….

Og vera tilbúin í morgundaginn!