…vona ég!
Líður samt eins og ég muni brotna sundur innan tíðar. Þetta rúm hér er að drepa mig! Búin að fá aðra dýnu, búin að fá eggjabakkadýnu og ég veit ekki hvað – en nei – svoooo illt í bakinu.
Svaf 2 nætur í mínu gamla rúmi á Selfossi – og þar fann ég ekki fyrir neinu – ég þarf að tala við aumingja hjúkkurnar – ekki veit ég hvað þær geta gert í þessu. En ef ekki finnst lausn verð ég að sofa annars staðar! Púff
Í dag var það sundleikfimi, fyrirlestur um liði, nudd, sjúkraþjálfun og teygjur!
Grænmetispizza og enn hendi ég helmingnum að f því sem ég set á diskinn sem þýðir að maginn á mér tekur ekki við því sem hann gerði hér í upphafi.
Og nuddarinn sagði mig alla vera að mýkjast og ég finn það líka en nei – þá er það bakið.
Gamla góða stökkið í Vaðnesi ætlar að halda mér við efnið!
En þá er að lesa smá í Svartfugli – Scheving sýslumaður fer á kostum á þeim síðum sem ég fletti um þessar mundir á meðan Eyjólfur séra verður enn ráðvilltari en fyrr og Jón prófastur er svo gott sem farinn yfir um. Sakborningarnir – um þá vitum við minna.

