Ég er ekki nærri nógu dugleg að blogga! Eins og mér finnst það mikilvægt!

Ég er nú búin að vera í 2 vikur á Hveragerði, þar af hef ég farið í eina tvöfalda sextugsafmælisveislu, eina útskriftarveislu og verið ,,strandaglópur“ á Selfossi í 2 daga! Svo hef ég sofið svona helmingi meira en ég hélt að væri mögulegt!

Á fimmtudaginn var hafði ég misst sem nemur þessum smjörlíkisstykkjum og ekki er það allt vatn því ég hef svolítinn bjúg. Ég er nú að einbeita mér að því að vera þakklát og auðmjúk! Það er ekki eins og þetta gerist í hverri viku!

Ég fékk mjög í bakið á miðvikudaginn var en er nú öll að verða góð en það sem er nú eiginlega verra að ég hef ekkert hreyft mig síðan á fimmtudag – ja nema ýmsar göngur! Og í gær hreyfði ég mig mjög mikið – brenndi amk 1000 hitaeiningum – hið minnsta, en á móti kemur að mataræðið var ekki eins gott og í Hveragerði!

Að öllu þesu sögðu er ég líka aðæfa mig í að vera ánægð með mig! Ekki alltaf að lemja á mér – mér finnst eins og ekkert sé nógu gott – nokkurn tímann! Það er ekki nokkur leið að lifa lífinu svei mér þá!

Mataræðið á hælinu er hreinlega frábært – mér verður ekki illt í maganum og ég verð heldur ekki svöng – ekki nokkurn tímann! Held reyndar að það sé líka andlegt – ekkiborðaneittstaður!

Hugurinn er sem sagt að byrja að snúast – ég er búin að lesa eina bók, er að lesa Svartfugl núna og alveg að missa mig í Farmville sem er líklega það næsta sem ég þarf að hætta ;).

Gangarnir eru ekki nærri eins mikið mál og áður – og það þó bakið sé að drepa mig.

Og mér finnst svakalega gaman að lyfta – og tækin í Hveragerði eru hreinlega stórkostlega góð – og ég hugsa að það sé ekki langt í að ég fari út að hjóla!

Já hugsið ykkur það!

Færðu inn athugasemd