10 dagar í Hveragerði

Jæja!

Það er af mér að segja að vistin er öll að venjast – hún er samt önnur en ég hélt. Ég var kannski með kollinn fullan af ranghugmyndum –  það þarf að miða sig við sjálfan sig en ekki tálmyndir.

Ég hef ekki verið nærri eins dugleg og ég hélt ég yrði – hef þurft að ýta til hliðar ýmsu – en þær eru að kenna mér hér að sá dugnaður sem ég sýni í hvert eitt sinn sé hinn eini sanni, minn og ekki annarra – og nægur í hvert eitt sinn.

Hætta að berja á mér sinkt og heilagt. Já það væri það.

Ég fór á vigtina í dag og það var afar gleðilegt – 2 kg farin og það þó mér finnist vera heilmikill lopi á mér enn – það segir mér að hreyfingin sem ég hef náð að stunda – sé næg! Þrátt fyrir þreytu og bakverki, aumt hné og annað vesen.

Það hefur ekki alltaf verið svo að ég missi 2 kg. Best að umvefja það og halda áfram.

Það er alveg magnað með þetta mataræði hér – mér verður ekki illt af því!

Það er afar merkilegt og ég verð að grafast fyrir um hvers vegna!

En nú er rétt að fara að sofa! og ekki meiri upphrópunarmerki 😉

Færðu inn athugasemd