Þess ber þó fyrst að geta að Björk á afmæli. 😉
Á fimmtudaginn fór ég í afmæli til Mumma og Dagmar í Borgarnes með Palla mínum. Það var indælt. Verst var þó hve illa ég hafði sofað þær nætur sem ég hafði verið hér – að afmælinu loknu ákvað ég því að sofa hjá Ragnheiði og Ingvari á Selfossi og vinna svo í því að fá eggjabakkadýnu hér á heilsusetrinu. Sem ég og gerði á föstudeginum, sem fór að mestu í svefn, spil og smá andlega uppörvun en andlegt atgervi mitt var ekki gott. Kvíði yfir göngum og getuleysi – en þó skein þarna einhvers staðar ljóstýra því í æfingatímanum í salnum hafði allt gengið betur en ég átti von á!
Eftir aðeins betri svefna aðfaranótt laugardags, góðan hádegismat skeiðaði ég með töskuna hennar Ragnheiðar í eftirdragi, smekkfulla af alls konar sund og íþróttadóti. Ég fór í ræktina og þar átti ég frábæra stund í miklum rólegheitum.
Gangan í salan, 10 mín, á hjóli og 5 mín á ógeðstækinu mínu (Baldurs) – skiðavélinni auk tveggja hringja og teygja í lokin 600 hitaeiningar. Meðalpúls 122 hámarkspúls 144
Teygjur og ganga til laugar 316 – meðalpúls 94, hámark 130
Þá fór ég í sund og synti 300 metra 476
Ganga og sprikl í lauginni, 171, meðal 96 – hámarkspúls 120
Pottur 164 meðalpúls 92 og hámark 131 (í víxböðum)
Þegar þetta er talið saman – var þetta frábær dagur og ég himinlifandi með getuna! Gat svo miklu meira en ég hélt!
Og ég elska enn að lyfta!
Og sundið er náttúrulega bara dásemd.
Í upphafi æfinga í sal tók ég 2 treo. Hjálpaði mikið held ég.
Eftir þetta kom Palli í kvöldmat og við fórum til Eiríks Inga og pössuðum hann. Þar fékk ég mér ís sem nammidagstreat. Eiríkur var eins og ljós – en afar vinnusamur í morgun!
Eftir hádegi fór Palli svo með mig hingað og ég hef eiginlega bara sofið síðan og hvílt mig – ásamt því að taka upp kartöflur náttúrulega.
Maginn er þokkalegur – og ég er ekki eins kvíðin og ég var – og búin að skipuleggja morgundaginn og tel mig komast í allt sem ég þarf að fara í – gangandi með mína fínu hjólatösku í eftirdragi – en hvort ég nái í morgunmatinn verður að koma í ljós, því ég er enn slæm fyrst á morgnana.
En þetta er allt að koma!