Nú er það runnið upp 2015

Og það er alveg spurning hvort það sé gott! Jú jú auðvitað er það gott  – ég hef bara ekki verið alveg upp á mitt besta.

Staðan á mér er betri en oft áður en mjög slæm. En ég er á niðurleið í vigtinni og markmið ársins liggja fyrir.

Meginmarkmiðið er að ná heilsu. Það skal gert í smáum skrefum.
Það snýr að þyngd, meltingarvegi, hné, baki og geði. 

Áfangamarkmið er að léttast um 1 kg á mánuði.
Það skal gert með:
Morgunleikfimi á ruv a.m.k. einu sinni á dag, helst tvisvar.
Sundleikfimi 2x í viku með Oddnýju – mánudaga og föstudaga klukkan 15:00 Ekkert mun stöðva mig þar.

Elda 3 sinnum í viku og neyta herbalife með soyjamjólk í skólanum ásamt því að borða ríkulega af ávöxtum og prótein stykkjunum þeirra sem millimál.

Nammidagar eru föstudagar.

Um þetta virðist vera nokkur sátt í mínum kolli.

Færðu inn athugasemd