Jæja – newsflast! Nú er markmið númer 1 – 1000 að fara ekki yfirum – en það hefur aldrei verið auðveldara – þeas það er búið að leggja góðan grunn að því – óþarflega góðan ;). Síðasta vika – þeas þessi – er búin að vera fín. Etið 1 lakkríspoka og 1 súkkulaðistykki. Borða of lítið á daginn, en of mikið á kvöldin, t.d. smjör með harðfiski 😉 ekki öfugt. En dásemdin er að ég hef farið með Herdísi á leikskólann þessa viku og það er nú meiri sælan – og oft hef ég náð í hana líka – og bara það litla rölt í upphafi dag og um miðjan dag er hin ágætasta byrjun, einnig hef ég farið í sundleikfimi stýrðri af mér sjálfri tvisvar sinnum í þessari viku og hreyft mig í tæpa klst í hvort sinn. Franskar hef ég fengið mér 1x í þessari viku en annars er þetta að mestu í lagi matarlega séð. Mikið áunnist – en nóg eftir. Ég er alsæl með mína hreyfingu þessa viku og veit að þetta er góð byrjun – og ef allt gengur vel ætla ég í smá leikfimi 2x í viku með Halldóru – ég tek það bara rólega og geri eins og ég get og fer svo í pottinn á milli.
Month: janúar 2015
Ég undra mig á athafnaleysi mínu dag hvern og oft á dag. En reyni svo að segja mér að fyrst mér líði eins og hvíldar sé þörf, þá sé nokkuð eðlilegt að bregðast við þeirri líðan með hvíld. Fyrirgefa mér það.
Ég reyni þó að paufast hér heima í einu og einu viðviki, það er jólaskrautið núna – en mér vex allt í augum.
Ég held að geðið sé ekki upp á sitt besta þessa dagana.
Þá er gott að minnast þeirra orða að gott er að líta niður í tómið og virða það fyrir sér, fylgjast með og rísa svo með hægðinni upp og dusta af sér sortann smám saman. Ekkert gerist með offorsinu í þeim efnum.
Sundleikfimin er ekki komin af stað því það var náttúrulega eins og við manninn mælt – sundlaugin bilaði um leið og ég ætlaði að nota hana – en þannig hefur það verið frá upphafi sundiðkunar minnar hér, og hvekkt mig mikið því ég þoli alls ekki að vera í kaldri sundlaug – það fer alveg með alla liði.
Morgunleikfimin á ruv gengur lítið betur og ekki er það hitastiginu að kenna – heldur hinu fyrrnefnda, en þar er nú alltaf góðra frétta að vænta. – Það er bara að ýta á play takkann. Annað kemur af sjálfu sér!
Mataræðið gengur hins vegar ágætlega – ég er svo slæm í maganum að ég þoli hvorki mikið né fjölbreytt – en held þó að ég sé að lagast eftir mikla magakveisu á föstudagskvöldið – það minnti á gamla tíma!
Vinnan – já vinnan 😉 þar er nóg að gera – ég á voðalega fínan lista þar sem bara lengist og lengist. Það kannski skýrir líðanina að einhverju leyti.
Og það er alveg spurning hvort það sé gott! Jú jú auðvitað er það gott – ég hef bara ekki verið alveg upp á mitt besta.
Staðan á mér er betri en oft áður en mjög slæm. En ég er á niðurleið í vigtinni og markmið ársins liggja fyrir.
Meginmarkmiðið er að ná heilsu. Það skal gert í smáum skrefum.
Það snýr að þyngd, meltingarvegi, hné, baki og geði.
Áfangamarkmið er að léttast um 1 kg á mánuði.
Það skal gert með:
Morgunleikfimi á ruv a.m.k. einu sinni á dag, helst tvisvar.
Sundleikfimi 2x í viku með Oddnýju – mánudaga og föstudaga klukkan 15:00 Ekkert mun stöðva mig þar.
Elda 3 sinnum í viku og neyta herbalife með soyjamjólk í skólanum ásamt því að borða ríkulega af ávöxtum og prótein stykkjunum þeirra sem millimál.
Nammidagar eru föstudagar.
Um þetta virðist vera nokkur sátt í mínum kolli.
