![]() |
| Þetta er skóbúnaðurinn sem lýsir verkefninu best – klúðurslegt í meira lagi |
Ég tók góða vinnutörn í dag – frá 12:00 tiil 21:00
Hitti margt fólk og vann í stundaskrám. Gott mál
Ég er algjörlega búin að gefast upp á mér – og mínum hnjám.
Kannski er það magakveisan – eða andlegt atgervi – nema hvort tveggja sé. Ég ræð ekkert við mig!
Hnén eru ónýt – og ég finn til í þeim – jafnt í vöku sem draumi.
Aðgerðin hljómar æ betur. Nú er bara að fara til læknis og gera eitthvað í málinu og skipuleggja veturinn –
en mikið vildi ég að ég hefði mig í sund!
En – góðu fréttirnar eru þær að ég borða ekki nammi!
