Herdís og amma magakveisa

Í dag er blíða – skýjað en afar hlýtt.

Í dag er mér líka illt í maganum.

Í dag labbaði Herdís lengri leiðina alein til ömmu – nokkuð stolt af sér sú stutta. Móðirn uppgötvaði þó strokið og fylgdi í kjölfarði.  Herdís er afar dugleg að passa sig á bílunum og það er léttir.

Í dag hef ég borðað

3 finn crips með smjöri og osti

Turntölvan

Nú er mín sest við turninn – því hún er að koma sér í startholurnar með að skrifa eins og eina ritgerð – þeas rifja upp og kláa – og stökkva til baka um tvö ár! Það finnst mér ekki galin hugmynd – og því er rétt að líta á nokkrar myndir frá því fyrir 2 – 3 árum:

Hipp hipp húrra :D

Jæja – nú er gamla búin að synda 400 metra – og er sko bara ánægð með hve létt ég fór með það!

Komst að því að hér um árið – hef ég verið í fanta formi.

Það gengur ekki að hugsa um það sem maður getur ekki gert – heldur það sem maður getur gert!

Mataræði ekki til fyrirmyndar þessa helgina nema til hálfs. – en ekkert nammi!

Á réttri leið

Í tilefni vatnsveðurs er þessi skór settur hér inn!

Nú er Palli minn kominn heim og þá er að halda kúrs! Ég á svo dásamlega dóttur sem fór með föður sínum í búð og keypti blóðþrýstings og megrunarfæði. Nú verður áherslan lögð á mataræði og hreyfing kemur inn sem bónus! Ef ég verð mikið með Herdís fæ ég þá hreyfingu sem ég þarf þann daginn – mikill dugnaðarforkur sú kona!

Sælgætisbindindið heldur og mataræði gærdagsins var gott:

1. Herbalife með banana    5,5 stig,
Vínber, herbalife stykki      2 stig
2 rúgkökur með osti og smjöri  8 stig
Kjúklingur með soðnu grænmeti   12 stig

22 rúgbrauð með osti 4

02 banani 2 stig

um 32 stig – sem er bara dásemdin ein!

Nammibindindi heldur!

Það er sigur!

Ég var í mikilli líkamsrækt með Herdísi í fyrradag, en ég hef ekki farið í sund – en á morgun!

Mataræði gengur mun betur en undanfarin ár. Það er sigur líka!

Og þá er að koma skikki á heimilishaldið

Já og Palli minn er kominn heim!

Dagurinn í dag

Í dag kláraði ég stundaskrárnar fyrir næsta vetur – það er hreinlega frábært!  – Á morgun raða ég niður tímum svo allt sé löglega talið út ;).

Í morgun fór ég í sund – og mér þótti það gott! Á morgun stefni ég á að fara aftur í sund. 

Í dag borðaði ég engan morgunmat – en fékk mér sandkökusneið í hádegismat. – 5 stig

Á morgun fæ ég mér morgunmat – geri það reyndar alltaf – en það var svo mikið fólk að tala við í dag að ég náði því ekki!

2 herbalife stykki í kaffinu og ost og spægipylsu í kvöldmat ásamt köldum pylsum. – 3 stig

Ætli kvöldmaturinn hafi ekki verið um 30 stig….

Ansi mikið svona fyrir svefninn!

En það er ekki eins og ég hafi haldið að allt væri eins og það ætti að vera!

En engu að síður er dagurinn innan marka – 38 stig – ætti að vera 32 stig miðað við að léttast – en fullur dagur er 46 stig – svo ég hafði að hluta til sigur í dag!

Og maginn er miklu betri!

Hné um hné

Þetta er skóbúnaðurinn sem lýsir verkefninu best – klúðurslegt í meira lagi

Ég tók góða vinnutörn í dag – frá 12:00 tiil 21:00
Hitti margt fólk og vann í stundaskrám. Gott mál

Ég er algjörlega búin að gefast upp á mér – og mínum hnjám.

Kannski er það magakveisan – eða andlegt atgervi – nema hvort tveggja sé. Ég ræð ekkert við mig!

Hnén eru ónýt – og ég finn til í þeim – jafnt í vöku sem draumi.

Aðgerðin hljómar æ betur. Nú er bara að fara til læknis og gera eitthvað í málinu og skipuleggja veturinn –
en mikið vildi ég að ég hefði mig í sund!

En – góðu fréttirnar eru þær að ég borða ekki nammi!