Barningur

Jæja nú ætla ég að reyna að blogga! Ég verð að gefa mér stund – og hugsa. Öðruvísi kemst ég ekki af stað.

Nú er ein nammilaus vika að baki. Flott!
Næsta vika  – minnka smjör, reyndar var afar lítið borðað af smjöri í liðinni viku svo aðlögun er hafin.

Ég fæ mér herbalife með ávöxtum í morgunmat og hádegismat, en þarf að setja inn síðdegis hressingu. Líklega hrökkbröð, ostur og ávöxtur. Svo er það kvöldmatur og snemma í bólið.

Ég er búin að vera mjööööög kvefuð nú í 17 daga – en held ég sé að losna við þetta og stefni á sund í næstu viku.

Það er bara ein leið – upp.

Palli er með himinháan blóðþrýsting og í afar slæmu formi.

Þessa helgi höfum við nýtt til að hvíla okkur.

Það hefur greinilega ekki veitt af!