Já það telst til tíðinda!
Í gær gekk ég sömu leið og í vor upp með Fossá með Palla, Bjarti og Herdísi. Ég var frekar illa klædd svo ég fann fyrir kuldanum í gigtinni, en ég var með stafina og ég komst þetta – fór meira að segja í búðina á eftir ;).
Ég var hins vegar að drepast í gærkveldi – en þess ber að geta að ég hef ekki etið gigtarlyf í hálfan mánuð rúmlega – og ég át ekkert íbufen í gær og fyrradag – né í dag. Í dag er ég aum en nokkuð góð.
Stefni á að fara að labba meira hér innan bæjar enda er færið í augnablikinu dásamlegt! Alauð jörð.
Mig vantar helst flísbuxur til að bregða yfir fæturnar á mér!
En það er verk að vinna!
Og já – jólaskrautið fór í kassa – úr skápnum og inn í geymslu!
Já stórir hlutir að gerast.