Gardínan á uppleið…

Vona ég 😉

Búin að vera heim í tvo daga – svoldið veik, svoldið að vinna, svoldið að þetta og svoldið að hitt – aðallega þó vinna – eittt og annað – en eiginlega ekki neitt – Því ég er jú svoldið lasin!

En engu að síður fylgir þessum dögum hvíldin – sem fær mann til að greina hugsanir sínar betur – þá er e.t.v von til að eitthvað komi út úr því.

Ég er búin að panta tíma hjá Baldri – verð kannski fyrir sunnan í dálítinn tíma – það er best að nýta hann vel til heilsubótar – t.d. sund á hverjum degi og sjúkraþjálfun og eitt ömmubarn ætti nú að geta gert ýmislegt fyrir mann!

Jólin kvödd – og ári fagnað

Í dag verður hátíð í bæ. Aðalsteinn, Halldóra og Herdís ætla að fá sér jólamat hjá okkur í dag, Aðalsteini fannst heldur lítið um slíkt á Húsavík – vildi fá smá mömmu og pabba fíling. Það er bara gaman að því og verður notalegt að eiga einn jóladag með þeim öllu.

Það svoleiðis mígrignir hér að sjaldan hefur annað eins sést – allur snjór að hverfa og vonandi svellbunkarnir líka!

Í raun fer allt af stað á sama hátt hjá mér – ég er innstillt inn á vinnuna – verður hugsað til sundlaugarinnar – en ímynda mér að þangað sé ekki rétt að fara að sinni.

Íhuga hvar rope yoga diskurinn sé… nenni ekki að leita.

Vex allt í augum – nenni engu – eða er óbærilega þreytt.

En amk sef ég eins og grjót – það er ágætt!

Ég sakna sjúkraþjálfarans míns afar mikið og aðhaldsins þaðan. Eg sakna líka Alicar afar mikið ….

Og dóslu minnar….

Og margs fleira

En hér er líka ágætt að vera því hér er nóg um að vera og nóg að gera.

Það þarf einfaldlega að fókusa og forgangsraða.

Rétt!