Gamlárskvöld á Þórshöfn

Þetta er merkilegt kvöld. Við Páll erum hér tvö heima, nokkuð svefnlaus þar sem síðasta nótt var tekin í bridge – og hekl hjá mér – auk þess sem ég horfði á Svartur á leik – sem er skelfileg mynd og ég er enn hálf miður mín eftir að hafa horft á….

Ég er leið. Afar leið. Kannski svolítið þunglynd. Er óánægð með 2013. Er óánægð með mig og viðhorf mín….

2013 er vonandi botninn á mínum ferli sem sjálfsræktanda.

Vorið var erfitt. Sumarið enn erfiðara. Haustið skárra og veturinn á köflum ágætur. En engin hreyfing og lítið að gerast í mataræði og sjálfsrækt. Heilsunni hrakar, kílóin hrannast inn. Hnéð gersamlega farið og hið hægra að fara sömu leið.

Hvað ætli veki mig?

en Herdís og foreldrar eru hér – og margt gott að gerast í vinnunni.

En ég á ekki mikið eftir…

Kannski verður allt betra á morgun –

Ég er svoooo þreytt – púff….