Ákall! 29. sept 2013

Kæru vinir! Með nýrri stöðu og brottfluttningi frá sjúkraþjálfara og æfingafélögum, hefur heilsufari mínu mjög hrakað og líkamleg færni mín skerst til mikilla muna vegna fíknar minnar til vinnu, sem fer ekki vel með offitu og leiðir til hreyfingaleysis. Nú er mál að snúa óheillaþróuninni við. Morgundagurinn býður upp á nýja möguleika – nú er mál að velja sjálfan sig í sitt eigið lið og gera þann að fyrirliða! Ég er nú bara skugginn af því sem ég var fyrir 18. mánuðum síðan! Þið sem tókið slaginn með mér hér um árið og árin öll þaðan í frá – ég veit að ég á stuðning ykkar vísan – og það er mér svo mikils virði!

Færðu inn athugasemd