Koletnisleysi – eða amk minnkun

Nú erum við Palli líklega búin að vera í 2 vikur í LKL og það gengur ágætlega! Koletni rata þó aðeins inn fyrir okkar munn – en það er mikill munur á.

Um helgina gerði ég hrökkbrauð og fór með í skólann – það er því aleg búið 😉 en svakalega var það gott! Og ég ætla skoho að gera það aftur.

Ég finn orðið smá mun á kílóunum – en það sem er kannski undarlegast – ég er svo miklu skárri í skrokknum – skil ekki útaf hverju en það er ótrúlega mikill munur einhvern veginn….

Vona að þetta gangi el áfram og betur…

Nú jæja

Eftir að ég blés til sóknar hefur nú ástandið heldur batnað á minni!

Ég fékk mikil og góð viðbrögð á Fésbókinni og það styrkti mig… Efldi.  Ég fæ líka mjög góðan stuðning í vinnunni… Frábært fólk þar samankomið. Við norðlenski hluti fjölskyldunnar fórum á Egilsstaði og versluðum í LKL stíl og það var mikið gaman. Það gengur á ýmsu í því að halda kúrs – en þó hef ég ekki borðað nammi núna í 4 daga og ekkert brauð fengið mér nema 2 brauðsneiðar. En matseldin er lítil sem engin – en nú er komin frystikista í bæinn og það er allt að lifna við.

Hér inni er óbærilegt drasl en hver veit nema eitthvað gerist í því um helgina! Amk ætla ég ekkert í skólann í dag eða á morgun heldur vinna inn á milli tiltektar í starfsmannahandbók.

Hreyfingin er ekki nægileg – en ég fékk náttúrulega kvef – en þetta er allt að koma. Ég finn að nú er ég búin að finna einhvern lífsþrótt.

Yfir og út!

Ákall! 29. sept 2013

Kæru vinir! Með nýrri stöðu og brottfluttningi frá sjúkraþjálfara og æfingafélögum, hefur heilsufari mínu mjög hrakað og líkamleg færni mín skerst til mikilla muna vegna fíknar minnar til vinnu, sem fer ekki vel með offitu og leiðir til hreyfingaleysis. Nú er mál að snúa óheillaþróuninni við. Morgundagurinn býður upp á nýja möguleika – nú er mál að velja sjálfan sig í sitt eigið lið og gera þann að fyrirliða! Ég er nú bara skugginn af því sem ég var fyrir 18. mánuðum síðan! Þið sem tókið slaginn með mér hér um árið og árin öll þaðan í frá – ég veit að ég á stuðning ykkar vísan – og það er mér svo mikils virði!